Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343491
Samtals gestir: 30538
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03

Velkomin á bloggið mitt

Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum.

Færslur: 2013 Ágúst

24.08.2013 01:48

Hreindýraferð 2013

Nú var haldið austur á land og gáfum við okkur  nægan tíma til að fara á hreindýr og skoða líka Austfirði sem við gerðum. En nú segi ég frá ferðinni þann 20 ág. þá var vaknað kl. 4.30 og gerðum við okkur klár og brunuðum svo inn í Hallormsstað og náðum þar í gædinn okkar Einar Axelson .Hengdum kerruna hans aftaní bílinn okkar og svo var sexhjólinu ekið upp á kerruna.
Einar ákvað strax að fara inn að Snæfelli og fórum við þangað, og fórum svo upp á Langahnjúk að athugað með dýr, eftir smástund spyr Einar okkur hvort við sjáum steina þarna úti á sléttunni eiginlega við Krossfiskavatnið jú við sáum eitthvað þar og var hann ákveðinn í að þetta væru dýr. ákváðum samt að fara upp á Bjálfa og athuga með útsýni þar, en þá var svo mikið rokið að við sáum ekkert enda þurftum við að ganga frá asnalegu bílaplani og fram á brún til að reyna að sjá,¨ ekki hefði ég boðið öldruðum eða fótafúnum að fara þessa leið í stórgrýtinu¨, held að þessir  þjóðgarðsverðir verði að fara að endurskoða allar sínar áætlanir .Eða gengur ekki jafnt yfir alla í svona þjóðgörðum? Það ætti að hafa plönin þannig að allir komist með sínu farartæki fram á brún, eða er þetta bara fyrir fótgangandi  fólk úr 101.
Næst ætluðum við að fara gamlan slóða niður að skálanum við Sauðána en þar var búið að setja kerru fyrir og tikynna lokun tímabundið vegna bleitu sem var í vor, löngu þornuð.

Forðuðum okkur í snarhasti úr þessum Þjóðgarði og fórum upp að Hálsalóni og ókum svo eftir vegi Landsvirkjunar, sáum dýrin mjög fljótlega aftur og fórum að reyna að nálgast þau, en þau lágu öll nema ein belja sem var á útkíkkinu svo lagði hún sig líka svo við skriðum af stað og fórum svona 2 kílómetra og vorum komin í þokkalegt færi svona frá 170 til 200 metra, það var hífandi rok og -1 í frosti.
Við biðum þarna í ca 1 til 2 tíma og stóð eitt og eitt dýr upp öðrukvoru, en svo reis upp belja sem mér leist vel á og sendi  ég henni eitt skot og féll hún steindauð til jarðar, þessi hópur sem hún var í hefur verið svona 140-160 dýr, Svo förum við að gera að dýrinu og koma því niður í bíl, sjáum við þá ekki .4-600 dýra hóp sem stefndi bara á Hálsalónið og það voru að koma þarna strákar til að fara í þessa hópa. Allt búið hjá okkur um hádegi og stefnan tekinnt il Hjartar í Skóghlíð.

Fín ferð og góður gæd.
emoticon M

05.08.2013 22:56

Verslunarmannahelgi 2013

Fórum í Sanddalinn á föstudag og var fallegt veður þegar við komun og vorum við að vinna fram eftir kvöldi en á laugardag var komið hífandi rok en en ágætis veður samt.
Sigurgeir kláraði vegginn sem eftir var og gerði síðan göngustíg á bak við hús það þurfti að flytja grjót og stinga upp torf og setja möl í og er orðið mjög fínt. ég flutti nokkrar birkiplöntur sem voru búnar að sá sér hjá rósunum mínum og fór ég með þær upp í holt og ætla að athuga hvort þær plummi sig þar, en hætt er við að rollan éti þau.
Á sunnudag fórum við að Erpstöðum og ætluðum að kaupa kjöt hjá bónda en ekkert var kjötið til og litlar upplýsingar að fá hjá erlendri afgreiðslustúlku sem kunni ekki eitt orð á íslensku.
Fórum svo Haukadalinn og að Eiríksstöðum og svo yfir Haukadalsskarðið og var vegurinn bara fólksbílafær, mikið búið að laga hann.
Bæði sunnudag og mánudag var rok og skítakuldi fór í 4°.
emoticon M


  • 1
Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343491
Samtals gestir: 30538
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03

Eldra efni

Nafn:

María Gunnarsdóttir

Farsími:

8991904

MSN netfang:

mariabg@hi.is

Heimilisfang:

Ásakór 11

Uppáhalds tónlist:

Country, Cliff og íslenskt

Uppáhalds matur:

Villibráð
clockhere

Tenglar