Flettingar í dag: 231
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 147
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 531492
Samtals gestir: 36957
Tölur uppfærðar: 9.4.2025 17:54:27

Velkomin á bloggið mitt

Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum.

Færslur: 2013 Apríl

22.04.2013 22:59

Allt að lagast

Nú er Einar Geir kominn heim af spítalanum og hefur það sæmilegt, að vísu með töluverðan höfuðverk og verður svo í einhverjar vikur, stefnan er tekin á heimferð á miðvikudag og gengur vonandi vel.
emoticon M

20.04.2013 20:54

Aðgerðin á Einari Geir tókst mjög vel og ekkert óvænt kom uppá þannig að hann gæti komið heim á morgun og farið keyrandi norður á þriðjudag, því hann má ekki fljúga, svo er bara að sjá til hvernig framhaldið verður og vonandi gengur allt vel. Spurning hvort hann geti haldið áfram í fótboltanum.
En senn fer þesari annasömu viku að ljúka, svo fer maður í dalinn og slakar á.
Vorið á næsta leiti.
emoticon M

17.04.2013 13:03

Norðanfólk

Nú er Dísa og fjölskylda hjá okkur þar sem Einar Geir þarf að fara í heilauppskurð vegna vökva sem safnast fyrir í höfðinu á honum og halda læknarnir að hægt sé að lagfæra það með því að víkka út frárennslisrásina úr höfðinu og er það töluvert mikil aðgerð sem er frekar hættuleg, en vonandi gengur allt vel. Förum í dag og hittum lækninn og verður þá ákveðinn dagur til aðgerðar.
Að öðru leiti er allt gott að frétta, ég bíð eftir að komast í skotpróf fyrir hreindýraveiðina en ég fékk úthlutað kú á svæði tvö.
emoticon M

04.04.2013 22:46

Páskar 2013

Við vorum í Sanddalnum um páskana í blíðskaparveðri, logni, sól og 10°hiti.

Vorboðarnir komu hver af öðrum inn dalinn, álftir, gæsir, endur, fálkar og krummar sem eru nú fastir gestir, en það er langt síðan við höfum séð fálka og hvað þá tvo. Það var ekki fjölmennt í húsunum í dalnum , var verið í 3 bústöðum.
Fórum upp á heiði og kíktum á útburðinn hjá refahúsinu og var ekki mikið gengið í hann, veit ekki hvort Valdi sé enn í þessu. Fórum svo upp í mastur og var enginn snjór á þeirri leið.
Á Hraunsnefi var verið að rífa íbúðarhúsið, en þar brann nú fyrir margt löngu og var þá byggt lítið hús sem svo var búið að byggja við, svo sennilega hefur ekki verið þörf á að rífa það.
Það verður nú trúlega lítið vatn í ánum í sumar eftir svona snjóléttan vetur, en það er enginn snjór í fjöllum.
Sigurgeir for í skógarhögg og tók niður 20 ára rússalerki sem var farið að skyggja á útsýnið niður að á, en svona er þetta maður potar niður plöntum í fjölda ára svo þarf að grisja.
Góð helgi.
emoticon M
  • 1
Flettingar í dag: 231
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 147
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 531492
Samtals gestir: 36957
Tölur uppfærðar: 9.4.2025 17:54:27

Eldra efni

Nafn:

María Gunnarsdóttir

Farsími:

8991904

MSN netfang:

mariabg@hi.is

Heimilisfang:

Ásakór 11

Uppáhalds tónlist:

Country, Cliff og íslenskt

Uppáhalds matur:

Villibráð
clockhere

Tenglar