Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343491
Samtals gestir: 30538
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03

Velkomin á bloggið mitt

Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum.

Færslur: 2012 Október

30.10.2012 21:24

Rjúpan

Þá er maður búin að fara til rjúpna í fyrsta sinn á þessu ári.
Fyrsti dagur var fallegur og kaldur, ákváðum að fara um mínar heimaslóðir og ókum áleiðis,
svo var rölt um heiðarlöndin í nokkra klukkutíma. Sáum ekki mjög mikið af fugli, vorum að tína upp eina og eina og tvær og fimm  og svona, enduðum í 10 fuglum. Sáum svo einn hóp svona 30 fugla á hraðflugi seinnipartinn og hvarf hann okkur sjónum.  Á öðrum degi nenntum við ekki að fara vegna rigningar og þoku.Þriðja daginn kíktum við á heiðina og sáum engan fugl. Það voru nokkuð margir sem fóru frá mastrinu og gengu bæði suður heiði og norður en fáir skothvellir. Þeir menn sem við hittum sögðust ekki hafa séð mikið af fugli og voru menn að tala um 1 til 8 fugla. Undanfarin ár sýnist okkur hafa verið gengið mjög nærri rjúpnastofninum á Vesturlandi  og hefur Holtavörðuheiðin verið mjög auglýst bæði í fjölmiðlum og blöðum og ef fer sem horfir verður hann  sjálfsagt  útdauður þar, þá líklega opnar FRÚ umhverfisráðherra aðgengi að Landnámi Ingólfs og lætur  skipulega drepa stofninn þar eins og hún er búin að gera á Vestulandi.
Frá því að þessi stýring á veiðum tók gildi tel ég að sportveiði sem slík hafi verið lögð af, það sem ég sakna er ekki magnveiðin heldur sportið að geta  farið þegar mér hentar  og þangað sem mér hentar en ekki láta smala öllum veiðimönnum á Holtavörðuheiði Bröttubrekku og almennt Vesturlandið. Hitti þrjá unga menn á Sunnudag og fórum við að spjalla og kom þá í ljós að þetta voru Húsvíkingar með tvo veiðihunda og sögðu þeir að það væri lítill fugl á heimaslóðum en höfðu  heyrt að það væri  mikill fugl á Holtavörðuheiði!!!!!
Á þeim 35 árum sem ég hef gengið til rjúpna hef ég aldrei séð jafn lítið af fugli og í ár .
Það er sjálfsagt að hafa sölubann og biðja veiðimenn að veiða hóflega en á lengri tíma t.d tvo mánuði.
Það er alveg galið að senda 2-3000 manns upp til heiða jafnvel í vondum veðrum til ná sér í jólamatinn og tel ég það ekki vera umhverfisráðherra að þakka að enn hefur ekki orðið slys, en ef svo færi mætti hún hugsa sig um.

25.10.2012 10:00

Feðin suður

Á sunnudeginum á Akureyri fórum við með barnabörnin í Kjarnaskóg og var það mjög gaman, svo fórum við með Einari Halli inn í sveit, en hann hafði keypt sér lambaskrokk og þurfti að fá svolítið meira sagað og fórum við að bæjum sem heita Punktu, Komma og svo man ég ekki nafnið á þriðja bænum en það var ekki komma.
Keyrðum svo í bæinn um kvöldið og norðurljósin óhemju falleg ,sérstaklega á Miðfjarðarhálsinum.
Svo er rjúpan að byrja núna, veðurspáin slæm en við ætlum að kíkja.
emoticon M

13.10.2012 23:05

Akureyri

Þá erum við stödd á Akureyri í blíðskaparveðri og þægilegheitum hjá okkar fólki, fórum á smá búðarrölt við mæðgurnar með Davíð Má og Hellga Þór, hinir strákarnir fóru að kíkja á Vaðlaheiðar framkvæmdir og skoða bæinn.  Frábær kvöldmatur í kvöld og svo horft á Marlin á ruv.is
sjáum til hvað við gerum á morgun...........
:)M

04.10.2012 23:04

Pétursborg

Við hjónin ásamt Kalla og Hafrúnu fórum til Pétursborgar miðvikudaginn 26.sept, það var flogið til Helsinki og þaðan farið með rútu til Rússlands og var það fimm tíma ferð.
Við urðum að fara í gegnum þrjú tollhlið og tók það töluverðan tíma, en seinagangurinn hjá þeim er víst vel þekktur.En ferðin gekk vel fyrir sig. Tímamunurinn er þar 4 tímar+

Á fimmtudeginum var farin skoðunarferð  um miðbæinn og saga borgarinnar sögð og frá því helsta sem fyrir augu bar. Síðan var farið í virki Péturs og Páls en þar er Péturskirkja sem er ægifögur og grafir allar Romanov keisaraættarinnar og er allt þar gulli slegið og grafirnar úr eðalgrjóti eins og myndirnar sýna.Í Péturskirkju sungu 5 munkar fyrir okkur helgisöng með djúpum bassa.
Í eftirmiddaginn fórum við í Nikolayevsky höllina sem er mjög flott höll og gullslegin, þessi höll var byggð á fyrri hluta 19 aldar fyrir Nikolay son Nikulásar I keisara. Þessi höll er talin ein ag fegurstu byggingum St.Pétursborgar.
Þar sáum við ekta rússnenska skrautsýningu með kósakkadansi, balalæku spili, söng og fimleikum.
Í hléinu var boðið upp á ¨léttar veitingar¨kampavín (sem var þrusu gott), vodka, snittur og smárétti.

Um kvöldið borðuðum við á 8 hæðinni á hótelinu okkar en við gistum á Hotel Moskvu og var mjög góður matur þar.  
Það sem við tókum einna fyrst eftir var hvað borgin er hrein og snyrtileg og afar fögur.

Á föstudeginum var farið í Vetrarhöllina  og Hermitage safnið og eru listaverkin þar eftir frægustu listamenn heims eins og Pikasso, Rafaello, Micehangelo og sáum einnig styttu eftir Thorvaldsen
maður með hund.
Við fórum úr rútunni við markaðinn, skoðuðum Blóðhöllina og er hún ótrúlegt listaverk öll lögð  mosaikflísum.
Þaðan  röltum við upp á hótel, kíktum í búðarglugga og skoðuðum götulífið, borðuðum kjúkling á einum matsölustaðanna.

Á laugardeginum fórum við og skoðuðum minnis merki um 900 daga umsátrið um Leningrad og varð maður hálf dapur þegar farið var í gegnum neðanjarðarbyrgið.
Næst var farið í gosbrunnagarðinn í Peterhoff, höllin þar er ein af sumarhöllum Romanov ættarinnar  en garðurinn þar er mjög frægur og einstaklega fallegur og er talinn jafnvel fegurru en Versalagarðurinn.
Næst var farið í Podvorija og snæddur kvöldverður að rússneskum sið, 5 rétta málsverður með vodka,léttvínum og skemmtiatriðum.

Á sunnudeginum var dagskrá að eigin vali. Við byrjuðum á að BORGA okkur inn í kirkjugarðinn gamla en þar hvíla margir frægir rússar, skáld og listamenn og er alveg ótrúlegt hvað mikið hefur verið lagt í styttur og allt umkverfi þar en verið er að takaí gegn hinn garðinn.
Þá tókum við Metróinn niður í bæ og ákváðum að skoða sumarhallargarðinn en lentum í svo mikilli úrhellisrigningu að það var ekki þurr þráður á okkur, en við létum okkur hafa það og voru þarna miklir gosbrunnar en ekki eins og í Peterhof, tókum svo metróinn heim aftur fengum okkur að borða og fórum snemma í háttin þar sem við þurftum að vakna kl.4 að morgni.

Á mánudag lögðum við af stað heim á leið kl. 5 að morgni við vorum tvo og hálfan tíma að landamærunum og þegar komið var þar í gegn tóku við finnskar lendur, skógar og vötn .
Við vorum tímalega komin í Helsinki svo við fengum bíltúr um bæinn og skoðuðum Klettakirkjuna sem í upphafi var notuð til að  geyma sprengjur í og svo var þessi staður einhvernveginn alltaf útundan þanga til einhverjum datt í hug að gera þar kirkju og var hún vígð 1961 og hefur haft töluvert aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Næst var farið á flugvöllinn og svo flogið heim.
Frábær ferð og eftirminnileg, höfðum einnig góðan fararstjóra sem býr í Pétursborg og heitir Pétur Óli Pétursson og er alveg hafsjór af fróðleik.
emoticon M


  • 1
Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343491
Samtals gestir: 30538
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03

Eldra efni

Nafn:

María Gunnarsdóttir

Farsími:

8991904

MSN netfang:

mariabg@hi.is

Heimilisfang:

Ásakór 11

Uppáhalds tónlist:

Country, Cliff og íslenskt

Uppáhalds matur:

Villibráð
clockhere

Tenglar