Jæja, það er búið að vera nóg að gera hjá mér undanfarið, við fórum á gæs um síðustu helgi og lentum í skítaveðri snjókomu og hiti við frostmark, en við fengum 5 fugla.
Óvíst að við komumst aðra ferð vegna veðurs, nema einhver bjóði mér í góðan akur". í dag var ég á þingi Sambands lífeyrisþega ríkis og bæjar og var sett þar í stjórn sem ritari.
Svo fer nú að líða að Rússlandsferðinni okkar, en við ætlum að eyða nokkrum dögum í Pétursborg og hlakkar mig mikið til, vonandi þarf ég ekki að drekka óblandaðan vodka þar.
Það er óttalegt vesen að fá landvistarleyfi þar, mikil pappírsvinna og hlaup í sendiráðið, en vonandi þess virði.
M