Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
Færslur: 2011 September25.09.2011 04:43SíðsumarVorum í Sanddal í nokkra daga í vikunni og var veðrið indælt, fórum á heiðina og kíktum eftir gæsum en það var mjög lítið flug og einu flugin sem við sáum voru háflug um eftirmiddaginn og svo ekkert á kvöldin. En það er alltaf jafn gaman að liggja við fjallavötn á fallegum síðssumarsdögum. Svo var spáin leiðinleg svo við komum heim á föstudagskvöldi. Kíkjum aftur fljótlega. M 08.09.2011 01:41Hreindýr1.sept var lagt upp í ferð austur á Hérað í hreindýraleiðangur.Í þessa ferð fórum við hjónin og sonur okkar Einar Hallur og fór hann til að skjóta sitt fyrsta hreindýr. Strax þegar komið var austur fyrir fjall kom blessuð þokan og var hún félagi okkar nánast allan tímann. Komum um kvöldið á Skipalæk en þar höfðum við fengið leigt lítinn A-bústað. Við mæltum okkur mót við leiðsögumanninn okkar Einar Axelsson upp úr kl. sex næsta morgun. Þegar til hans var komið á Hallormsstað drifum við okkur af stað þó útlitið væri frekar svart, þegar komið var upp að Kelduárlóni kom í ljós að gædinn hafði gleymt lyklunum af sexhjólinu heima svo þá var bara hægt að leggja því einhverstaðar. Síðan var byrjað að leita og fréttist ekkert af dýrum fram eftir degi en það voru margir á fjalli þennan dag.Upp úr miðjum degi hafði einn gædinn fundið hjörð nokkuð stóra og náði hann tveimur dýrum úr henni og lét okkur svo vita á hvaða slóðum hún væri. Upphófst nú mikil ganga sem 5 manns voru í, þar af 3 veiðimenn og fannst hjörðin eftir mikla leit, þegar menn komust í skotfæri varð einhver misskilningur en Einar Hallur átti rétt á fyrsta dýri, en einhverra hluta vegna skutu menn hins leiðsögumannsins fyrst á hópinn og náðu sýnum tveimur dýrum og var þá ekki um annað að ræða fyrir þá nafna Einar Hall og Einar Axels að elta hópinn og lentu þeir í ýmsum ævintýrum við það, dýrin krossuðu árnar og á endanum týndu þeir hjörðinni upp í þokuna og komu svo öslandi blautir og kaldir niður í bíl búnir að ganga 40-50 km. Næsta morgun var vaknað kl.5.00 og lagt á heiðina en núna með lykla af sexhjólinu í farteskinu, ekki var skyggnið betra þennan daginn, farið var upp á Grjótárhnjúk og beðið eftir einhverri glufu í þokunni til að sjá yfir svæðið, en svo sást ekkert þar , farið var upp að Sauðárvatni og voru nokkrir bílar þar samankomnir en engin dýr sáust og svo var leitað og leitað en ekkert gekk. Svo fréttist af nokkrum beljum við skálann á Geldingarfelli og brunuðu menn þangað, þegar á staðinn var komið spáðu menn í hvað best væri að gera og var ákveðið, þar sem þokan var svo dimm, að veiðimennirnir skyldu skjóta saman allir þrír , fór svo einn bíll með þrjá veiðimenn og tvo gæda yfir árnar Kelduá og Blöndu og komust þeir í gott færi upp á klettum og 1.2.skjóta og þrjár beljur lágu, flott skot .
Flettingar í dag: 65 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 22 Samtals flettingar: 343304 Samtals gestir: 30468 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:25:36 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is