Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343491
Samtals gestir: 30538
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03

Velkomin á bloggið mitt

Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum.

Færslur: 2010 Október

31.10.2010 21:17

Fyrsta helgi í veiði 2010

Við fórum í bústaðinn á föstudagskvöldið, fórum svo á fjall um 9 leytið á laugadagsmorgni og þegar komið var þangað var dálítið rok sem óx jafnt og þétt fram eftir degi og var alls ekki stætt á tímabili maður fór eitt skref áfram og þrjú afturábak, á tímabili settist ég bara niður þar sem vonlaust var að ganga niður í bíl, en þá kom Kalli á fjórhjólinu og og ferjaði mig í bílinn.Það var slæðingur af fugli en ljónstyggur, við vorum með 17 og Kalli með 8 svo þetta var þokkalegur afli. Fórum svo á sunnudaginn bara að kíkja hvort margir væru á heiðinni og var slæðingur af mönnum en þeir voru flestir að fara niður um hádegið. Við hittum Jónatan og hafði hnéð gefið sig hjá honum. Það hafði einhver maður skotið tófu og stillti henni skemmtilega upp út í móa svo veiðimenn sem voru á niðurleið fengu smá kikk við að sjá hana en þegar að var gáð var hún rófulaus.
 Komum heim í eftirmiðdaginn.
emoticon M

18.10.2010 20:51

Haustið 2010

Það hefur ýmislegt drifið á daga mína undanfarið, pabbi varð mikið veikur og lést þann 13. september og var jarðsettur 22.september, einnig hefur tengdamóðir mín verið hálfgerður lasarus og er á spítala núna.
Við hjónin fórum til Tenerife 29. sept og vorum þar í sól og afslöppun í hálfan mánuð og var það mjög notalegt þar sem hitastig er þar mjög jafnt svona 30 til 33 á daginn og 23 til 25 á kvöldin og nóttunni.
Við vorum svolítinn tíma að koma okkur í þann gírinn að láta þjóna okkur en það hafðist svona nokkurnveginn.Bóndinn varð sextugur og héldum við upp á það með fínum steikum og eðalvínum eins og vera ber.
Við hittum heilmikið af góðu fólki bæði sem við þekktum og ekki.Fórum í ferðir og skoðuðum okkur um eyjuna, hefðum gjarnan mátt fá betra veður þegar við fórum hringferðina, en það var súld og rigning norðanmegin á eyjunni, við fórum í vínsmökkun og skoðuðum kirkju og svo var borðað á stað sem var einu sinni búgarður en er núna einhverskonar endurgerð af Kanaríeyjum.
Þarna á suðurhlutanum sem við vorum var eyðimörk allt fram til 1970, þá fundu ferðafrömuðirnir það út að þarna væri jafnasti hiti dags og nætur í heiminum, svo þeir drifu í að gera staðinn að ferðamannanýlendu sem er ótrúlega dauðhreinsuð því þarna lifir ekkert kvikindi nema örfáir kakkalakkar, eðlur og dúfur og allur gróður er innfluttur og vökvaður með hreinsuðum sjó, þannig að gróðurinn  og dýraríkið er ekkert sérstaklega spennandi né fjölbreyttur.
En afslöppunin var fín og við áttum náðuga daga, fegin að vera komin heim og þá fer að líða á haustið og nýtt veiðitímabil að hefjast.
emoticon M
  • 1
Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343491
Samtals gestir: 30538
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03

Eldra efni

Nafn:

María Gunnarsdóttir

Farsími:

8991904

MSN netfang:

mariabg@hi.is

Heimilisfang:

Ásakór 11

Uppáhalds tónlist:

Country, Cliff og íslenskt

Uppáhalds matur:

Villibráð
clockhere

Tenglar