Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
Færslur: 2010 Mars15.03.2010 15:33Safnadagar á Suðurnesjum og nýjar myndirFriðjón og Soffía buðu okkur á Suðurnesjarúnt og fórum við upp úr hádegi og lá leiðin í gegnum Grindavík og í HS Orkuverið og var þar margt að skoða, flottir salir hjá þeim. Heimasíðan þeirra er www.hs.is Svo lá leiðin út á Stafnes og til Sandgerðis og út á Garðskaga fengum okkur kaffi á Kaffihúsinu Flösinni og skoðuðum safnið þar, fórum svo á smábátabryggjurnar sem voru á okkar leið og kíktum eftir flottum bátum, erum búin að skipa Soffíu sem bryta og Sigurgeir sem vélstjóra, kyndara og háseta á verðandi far, ekki slæm áhöfn það. Virkilega gaman. M 10.03.2010 21:08Ferð í dalinn í byrjun mars, nýjr myndirUm síðustu helgi fórum við í Sanddalinn og vorum komin fyrir myrkur og náðum að kynda vel upp í kotinu fyrir nóttinan, annars var veðrið frekar rysjótt, rok og rigning og stundum él. Smári og Júlía höfðu komið á fimmtudeginum og fóru þau heim á laugardag. Smári hafði farið með æti upp eftir á mánudeginum og var eitthvað búið að ganga í það hjá honum , en enginn rebbi lét sjá sig hjá þeim. Það var lítið líf , sáum einn krumma og búið. Áin var að riðja sig og var þó nokkur klakastífla í gilinu fyrir ofan hjá okkur, svo í eftirmiddag á föstudeginum brast stíflan og var gaman að fylgjast með því. Annars vorum við bara í afslöppun, fórum aðeins upp á heiði að athuga hvort búið væri að bera út æti hjá Valda, en svo var ekki, kannski er hann bara hættur. Fórum svo inn dal og var mesti snjórinn þar. M
Flettingar í dag: 252 Gestir í dag: 107 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 22 Samtals flettingar: 343491 Samtals gestir: 30538 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is