Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
Færslur: 2010 Janúar31.01.2010 16:00Janúar ferð í dalinn, nýjar myndir.Við eyddum helginni í góðu yfirlæti í Sanddalnum í fallegu veðri, 6° frost,logni og tunglskinsbjörtu. 24.01.2010 11:48JanúarÞað er eitthvað ógurlega rólegt yfir okkur hjónakornunum þessa dagana, mættum á kjörstað og röðuðum á lista hjá xD, heimsóttum Kalla og Hafrúnu í gær og kíktum svo á tengdamömmu. Fengum okkur þorramat á föstudaginn og var hann ágætur. Af barnbörnunum er það helst að frétta að Einar Geir er búinn að detta ansi oft á gifsið á handleggnum, Helgi Þór fór í svæfingu á föstudaginn og var verið að laga glerjunginn á tönnunum hjá honum, að öðru leiti hafa krakkarnir það gott. Pabbi fer til hvildarinnlagnar á Grund á morgun og verður þar í 4 til 8 vikur en fer svo vonandi að fá pláss til frambúðar, hann þekkir okkur ekki lengur og er horfinn alveg inn í alsæmerinn. Svona vill þetta víst verða þegar fólk eldist. Svo fer nú vonandi að koma einhver vetur svo við getum farið að fara í bústaðinn, en það er ekkert gaman að vera þar þegar allt er í drullu. M 08.01.2010 21:44Hið daglega líf og nokkrar myndirÞá er að komast á ró eftir jólin og lífið að fara í fastar skorður, og er það nú bara ágætt. Ekkert sérstakt á döfinni á allra næstu dögum, þarf reyndar á fjölskyldufund á þriðjudaginn þar sem tekin verður ákvörðun um hvar æskilegast sé að gamli maðurinn, hann pabbi verði. Það stendur til að koma honum inn á heimili sem kallað er Maríuhús og er fyrir heilabilaða, þar sem mamma getur ekki lengur séð um hann enda bæði orðin fullorðin. En svona er lífið, sumir verða háaldraðir og aðrir ekki, maður verður víst að sætta sig við það. M
Flettingar í dag: 65 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 22 Samtals flettingar: 343304 Samtals gestir: 30468 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:25:36 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is