Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343304
Samtals gestir: 30468
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:25:36

Velkomin á bloggið mitt

Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum.

Færslur: 2009 Nóvember

15.11.2009 22:23

Rjúpa og nýjar myndir


Þrettándi dagur í þrælabúðum,
þreyttur mjög og genginn.
Á gúmmítúttum gömlum, lúnum,
Geiri minn, er sko betri en enginn.

(bóndinn var eitthvað að kvarta að hann væri ekki búinn að fá frídag í þrettán daga)


Þá erum við komin heim úr tíu daga ferð í Sanddalinn og var þetta mjög notalegt hjá okkur, bóndinn reif mig upp á rassgatinu um kl. 6 til 7 á morgnana þá daga sem mátti veiða, en það birti nú lítið fyrr en milli kl. 8 til 9. Við fórum víða til leytar á fugli, en það var nú ansi snjólítið á heiðinni, og lítið af fugli þar en fengum samt í kirkjunni, Bláhæðinni og í sæluhúsahæðunum, svo fórum við upp með giljum og í Hellistungum og svo í múla í nágreninu svo þetta gekk bara vel hjá okkur. Einn dagur var sýnu verstur því við lentum í norðaustan stormi og var varla stætt, en fengum nokkra þó.Menn voru mikið á þvælingi og vissu ekki hvar væri helst að finna fugl, á laugardaginn var bara eftir einn bíll kl 2 um daginn, svo voru menn að fá töluvert í Baulusandi og í Teigsfjalli. Við fórum í eitt ferðalag og var það vestur á Reykhóla og höfðum við mjög gaman af að koma þar, en það eru tugir ára síðan við komum þanga, við skoðuðum ¨þorpið¨ kíktum á dráttarvélarnar á Grund og eru þær mjög flottar, fórum svo að Stað og er þar kirkja ein sem er bara mjög snotur, en það voru 10 rjúpur að þvælast í kirkjugarðinum, svo fórum við gamlan slóða sem liggur að bæ sem heitir Laugaland held ég, en við og GPS tækið vorum ekki sammála, gpsinn vildi kalla staðinn Kríuhólma, kannski getur einhver frætt okkur um það.
Fórum aðeins og kíktum á Þörungaverksmiðjuna, svo fórum við nýja veginn í Arnkötludal og var sá kafli
miklu rjúpnalegri en Holtavörðuheiðin, snjór var víða  með lækjum og í dældum, annars þekkjum við ekkert til þarna. Kíktum svo á Hólmavík svo var brunað heim í bústað.Þannig að þetta er búið að vera gaman hjá okkur.Maður skríður sæmilega sáttur inn á 7unda tuginn með fulla frystikistu af villibráð, hreindýri,rjúpu,gæsir og endur, bara flott.
  emoticon M
  • 1
Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343304
Samtals gestir: 30468
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:25:36

Eldra efni

Nafn:

María Gunnarsdóttir

Farsími:

8991904

MSN netfang:

mariabg@hi.is

Heimilisfang:

Ásakór 11

Uppáhalds tónlist:

Country, Cliff og íslenskt

Uppáhalds matur:

Villibráð
clockhere

Tenglar