Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
Færslur: 2009 September22.09.2009 20:3819 - 20 september og nýjar myndirVið vorum í dalnum um helgina og fórum snemma á föstudag, svo fórum við á heiðina um kvöldið í gæs, lágum úti í ágætis veðri en það kom ekkert flug það kvöldið, enda standa nú smalamennskur yfir. Á laugardag setti Sigurgeir upp kjaftahurðina og kláraði ég að mála hana, svo var farið í að taka upp girðingar úr ánni fyrir veturinn, kíktum inn dalinn og sáum tófu og var gaman að fylgjast með henni eins og venjulega.Haustlitirnir voru flottir. Kalli og Hafrún voru í mat hjá okkur á laugardagskvöldið og vorum við með læri af nýslátruðu og bragðaðist það vel. Sigurgeir setti niður rifsberjaplöntu, ég tók skapalón af merkinu okkar, en það þarf að saga það út og setja á nýju hurðina. Það er búið að vera erilsamt hjá mér það sem af er viku, endalausir snúningar út og suður, prentarinn bilaður svo ég þarf að reyna að gera við hann og ef það tekst ekki hendi ég honum, búin að gera við þurrkarann svo vonandi fer þetta bilerý að taka enda. M 08.09.2009 22:14Sveitin og nýjar myndirÞá erum við búin að vera í nokkra daga í dalnum og fórum á heiðina í gæs, það var nú ekki mikið flug, aðeins fyrra kvöldið en langt frá okkur seinna kvöldið, fengum samt 2 heiðargæsir stórar og bústnar. Svo fórum við að skoða Reykjadalinn , en innst í honum er haft þar sem maður kemst bara fótgangandi yfir til að fara inn á sandinn, þar var mikið um boð og bönn eins og myndirnar sýna. Svo er bara stóra spurningin, á maður eitthvað að virða þessi skilti, við erum þegnar í þessu guðs volaða landi og okkur ætti að vera heimilt að fara um það og njóta náttúrunnar. M 01.09.2009 21:39Afmælið mitt og nýjar myndir.Jæja þá er þessum áfanga náð, 60 ára er kerlingin orðin að árum og það var heljarins húllum hæ hjá okkur, var með kaffiboð á laugardaginn og tókst það bara vel. Á sunnudaginn bauð Peta vinkona mér út að borða og í leikhús á eftir og borðuðum við á Cafe Flóru og fórum svo í Loftkastalann og sáum Fúlar á móti og skemmtum okkur konunglega, ekki hlegið jafn mikið í langann tíma. Helgina þar áður fórum við í bústaðinn og fórum í ber og á gæs og fengum tvær, það var lítið flug og flugu þær mjög hátt, en veðrið var dásamlegt stilla og bjart. M
Flettingar í dag: 65 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 22 Samtals flettingar: 343304 Samtals gestir: 30468 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:25:36 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is