Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
Færslur: 2009 Júlí26.07.2009 22:05Hreindýr og ferðalag á fjöllum, nýjar myndirVið lögðum af stað á miðvikudag og fórum suðurleiðina til Egilsstaðar og vorum við komin um miðjan dag, fórum þá að Skipalæk, en við vorum búin að fá leigðan vegagerðarskúr sem stendur þar heim við hlöðu og gengur hann undir nafninu Þrælabúðir. Höfðum samband við Einar Axelsson leiðsögumann og ákváðum að hittast um áttaleytið næsta morgun.Gerðum við okkur klár með nesti og ný hlaðin skot í riffilinn. Svo var ekið að Akurgerði þar sem Einar býr, sexhjólinu komið upp á kerru og farið að spá í hvar væri helst að leyta að törfum og taldi Einar að helst væri þá að finna á Hallormstaðarhálsi, en þá vantaði bensín á sexhjólið svo við komum við hjá vini hans á Melum og kipptum einum brúsa af sláttuvélabensíni með, á milli Skriðuklausturs og Valþjófsstaða sáum við einn lítinn hóp tarfa og voru það óttalegir tittir kannski tveggja vetra, svo við fórum upp í gegnum Hallormsstaðarskóg þegar upp var komið lá þoka yfir hálsinum, svo við fórum inn Víðivallaháls, fljótlega var ákveðið að taka sexhjólið af kerrunni og skildum við það eftir neðarlega á hálsinum, ætluðum þá bara að sækja það ef til þess kæmi.Svo voru eknir slóðar inn hálsinn og stoppað reglulega og nánasta umhverfi skoðað, en lítið bólaði á dýrum fram eftir morgni og sagði Einar okkur sögur af mönnum og málefnum og höfðum við gaman af, en einn þátturinn í hreindýraveiðum er að fá leiðsögn heimamanna sem eru hafsjór af fróðleik og oft kynlegir kvistir. Um kl 11 sá Sigurgeir tarfahóp í fjarska og var stefnan tekin á þá, skoðuðum við þá og töldum einn af þeim koma til greina, fikruðum okkur nær og var einn tarfurinn áberandi stærri en hinir, ætluðum við fyrst niður fyrir þá, en svo taldi Einar að betra væri að koma að þeim ofan frá svo við komum okkur fyrir þar og röltu þeir svo að okkur í rólegheitum. Þegar þeir voru komnir í 170 metra færi í Gerðisslakka skaut ég einu skoti og stein lá dýrið, og svo var búið að gera að dýrinu um kl.12 á hádegi. Þá fór Einar og náði í bílinn og komst hann nokkuð nálægt og var svo dýrið sett á svokallaðan Cabelas sleða og dregið að bílnum og sett á kerruna. Svo slökuðum við bara á og fengum okkur kaffi og nestisbita og dóluðum okkur út Víðivallahálsinn, sýndi Einar okkur hvar hann færi á greni og sagði okkur sögur frá því. Fórum svo að sexhjólinu og ók Sigurgeir því niður, svo var farið með skrokkinn í Skóghlíð til vinnslu. Þá var nú heimleiðin eftir og ákváðum við að þvera hálendið, fórum upp að Kárahnjúkum svo í gegnum Kreppitungur og inn í Öskju og þaðan Flæðurnar og yfir Urðarhálsinn að Kistufelli og Dyngjuhálsinn, svo Gæsavatnaleið niður í Laugafell, þar ákváðum við að tjalda og fór ég til skálavarðarins til að athuga með tjaldstæði, hún kváði við" tjalda", það hefur snjóað síðustu 2 nætur sagði hún, við gáfum nú lítið fyrir það og reistum okkar kúlutjald og sváfum mjög vel þó frostið færi í -3°, tókum okkur svo upp um morguninn og komum niður í Vesturárdal í Skagafirði .Þetta er í fjórða sinn sem ég veiði hreindýr og hef alltaf jafn gaman af því. M 06.07.2009 00:123-5 júlí 2009 og nýjar myndirÞá er góðri helgi lokið.Við fórum í Úthlíðina í afmæli hjá Kristbjörgu en hún varð 3ja áraog fengum við þar kaffi , kökur og osta, aldeilis flott. Svo var haldið í Sanddalinn og var blíðskapar veður allan tímann, á laugardeginum elduðum við saman hjá Hafrúnu og Kalla og var borðað úti og drollað þar fram eftir kvöldi. Það er einhver að flytja í bústaðinn við hliðina á okkur spurning hvort það sé ekki bara gott fólk. Ákváðum að fara í samfloti og vera sem minnst á þjóðveg 1 og tókst það með ágætum, fórum og fengum okkur ís í Baulu og svo var farið Stafholtstungurnar og sem leið lá inn Reykholtsdalinn stoppuðum aðeins á planinu hjá Barnafossum, þar kíkti ég inn í söluskálann sem þar er en Augastaðahjónin reka hann og þar hitti ég húsfrúna ¨Jóhönnu¨ sem var með mér í skóla í Reykholti fyrir 47 árum og er alltaf gaman að hitta gamla skólafélaga.Þaðan lá leiðin í kaffisopa til Bjössa kunningja Sigurgeirs og fengum við ljúffengt bakkelsi með. Héldum svo inn á Kaldadal og var vegurinn harður eins og endranær, fór hitinn þar niður i 14° á hæðsta punkti eða í 736 m hæð. Stoppuðum svo við Uxahryggjaafleggjarann og grilluðum okkur pulsur við Minna Brunnavatn þar munaði litlu að Gaukur slyppi úr búrinu sínu og hefði þá ekki þurft að spyrja að leikslokum, svo var haldið á Þingvöll og Nesjavallaveginn tókum svo Hafravatsleiðina í bæinn og þurftum ekkert að fara út á þjóðveg 1, en ég held nú að umferðin hafi ekkert verið ofsalega mikil miða við þessa helgi.
Flettingar í dag: 252 Gestir í dag: 107 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 22 Samtals flettingar: 343491 Samtals gestir: 30538 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is