Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343491
Samtals gestir: 30538
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03

Velkomin á bloggið mitt

Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum.

Færslur: 2009 Apríl

24.04.2009 22:26

Reykjanesrúnturinn undir leiðsögn



Gleðilegt sumar og hafið þökk fyrir veturinn.
Í tilefni dagsins þáðum við gott boð um að fara í bíltúr með Friðjóni og Soffíu og var stefnan tekin suður með sjó. Farið var til Grindarvíkur og aðeins litast um þar og meðal annars var höfnin skoðuð svo eru þeir Grindvíkingar duglegir við allskonar grjóthleðslur og kíktum við á það. Svo var fylgst með bát sem var á leið á miðin og tók hann nokkuð góðar dýfur þar sem þungt var í sjó, svo fórum við eftir strandlengjunni  og gaf vel á garðana sem búið er að gera,svo kíktum við á húsin sem eru þar sem saltvinnslan var og er orðið ansi sóðalegt þarna í elsta hlutanum, annars er dreifistöð á raforku þarna í nýjum húsum, svo heyrðum við að í einu húsanna væri heilmikil sýningarsalur en við skoðum hann bara næst.
Fórum svo sem leið lá út að vita, en þar var fuglinn kominn í bergið svo fór Sigurgeir upp á Valahnjúk, og vitinn stendur á Vatnshamri (minnir mig að hann heiti) svo voru æskustöðvar Friðjóns, Hafnirnar skoðaðar, en þarna bjuggu afi hans og amma en þau voru með símstöðina, Pálmi pabbi Friðjóns byggði líka sitt fyrsta hús þarna og er það merkt við mynd í myndaalbúminu, svo er þarna ættar spildan, því næst var farið niður í Sandvíkina aðeins ekið um sandinn, þarna voru líka tvö fjórhjól og virtist vera voða gaman hjá þeim.  Fórum í kaffi til Pálma og Katrínar og var fólk orðið ansi svangt.Að lokum fór Friðjón með okkur um Vallarsvæðið og er það miklu stærra en við höfðum ímyndað okkur og ömurlegt að sjá meirihluta húsanna standa auð, en svona er þetta orðið víða á Íslandi.
Á morgun rennur svo upp kjördagur og þá er komið að því að taka ákvörðun um xið, reyndar ætla ég nú að sleppa xinu svona einu sinni og vonandi í eina skiptið á ævinni.
emoticon M

21.04.2009 09:00

Vorið

Jæja, ætli vorið sé nú komið, er að hugsa um að fara út í garð og byrja á vorverkunum, bóndinn er reyndar löngu búinn að klippa svo þá er fínhreinsunin eftir og tekur hún smá tíma og svo þarf að færa nokkrar plöntur og stinga með öðrum sem eiga að fara í bústaðinn.Hann liggur bara í leiðindar rigningu eins og er. Við fórum í fermingu til Söru Dýrleifar hennar Guðrúnar Höllu á laugardaginn og var það skemmtileg samkunda.Svo þarf maður að fara að taka afstöðu um hvað á að kjósa, "Hvað gera flokksbundir sjálfstæðismenn sem eru ósáttir" jú, jú þeir skila auðu eða allavega ég. Ég var alveg sammála konu einni sem skrifaði í blöðin í gær að telja ætti auða seðla sér og ef fengist þingsæti út á þá, þá á bara að hafa einn þingstólinn auðann á komandi þingi.
Eg hef ekki orðið vör við neina breytingu hjá sitjandi stjórn og sé ekki að það verði neinar breytingar framundan þar sem hver höndin er upp á móti annari, en allir í hagsmunapoti eins og tíðkast hefur í "Bananalýðveldinu Íslandi" Svo vil ég að útrásarvíkarnir verði gerðir brottrækir frá landinu í a.m.k 15 ár.Svona liggur á mér í dag.
Ætli ég geti ekki fengið keypta þessa  skútu sem búið er að leggja hald á vegna fíkniefnainnflutnings?
emoticon M

15.04.2009 00:57

Páskar og nýjar myndir og myndbönd

Það var reglulega gaman um Páskana hjá okkur en við fórum í fermingarveislu á Skírdag og svo á föstudaginn langa fórum við í dalinn, komum við í Húsafelli en Stefán og Díana voru þar í bústað með sínu fólki. sáum tófu um kl. 22 á föstudagskvöldið og rjúpu reyndar líka. Á laugardeginum fórum við niður í Svignaskarð þar voru Óli, Magga og börn og Soffía, Friðjón og strákarnir Viktor og Þórður svo bættist í hópinn en Vogafólkið kom uppeftir líka. Ég og strákarnir fórum inn á Langavatnsdal og var verið að leika sér þar fram eftir degi og svo borðaði fólkið allt saman um kvöldið og voru miklar kræsingar, í forrétt var humar,steinbítur, reyktur og grafinn lax svo í aðalrétt var svínakjöt, nautakjöt og hreindýrakjöt og konfegt í eftirrétt aldeilis flott og gott.
Á sunnudag skruppum við upp á heiði og var bara töluverður vetur þar, og var fólk að leika sér víða á heiðinni, kíktum á ætið hjá Valda og er það nánast búið en engin ummerki voru eftir veiðimann.
Á sunnudagskvöldið fór Arnór í bíltúr inn dal og festi sig svo Sigurgeir fór og kippti í hann. Lögðum svo tímalega af stað heim á leið og gekk okkur vel, en Einar og fjölskylda voru í bænum yfir páskana og fóru þau fljótlega eftir að við komum heim og lentu þau frekar illa í því en bíllinn hjá þeim bilaði við Húnaver ónýtur vatnskassi eða farinn yfir á tíma, vitum það ekki enn, hann fékk kunningja sinn til að ná í þau og dró hann bílinn í Varmahlíð svo í dag fóru þeir aftur og komu honum á verkstæði á Sauðárkrók
Ég held að Dísa og fjölskylda komi um næstu helgi í bæinn.
emoticon M

09.04.2009 23:36

Dymbilvikan

Þá er Dymbilvikan langt komin, Einar Hallur,Ísól og Malik(+2 hundar) komu í bæinn á þriðjudagskvöldið svo á miðvikudag fórum við að skoða í búðir, ekkert verslað nema einhverjir tölvuleikir sem Ísól og Einar gáfu Malik. Svo kom nú svolítið uppá, en Mjallhvít "litla dýrið" slapp út og týndist og fóru þau hjónaleysin Einar og Ísól út að leita og fundu ekki tíkina svo það varð grátur og sorg, hringt í lögguna og upp að Leirum og auglýst eftir henni á netinu, en ekkert gekk, svo kom Kalli mágur í heimsókn og þegar hann var á leiðinni heim til sín sá hann"litla dýrið" svo Ísól var flót að fara og grípa hana og urðu þá allir glaðir á ný.
Í dag fórum við í fermingu hjá Jóni Elí og var hún mjög skemmtileg, enda alltaf gaman þegar glatt fólk hittist.Svo bakaði ég eina tertu fyrir morgundaginn og lagaði í einn heitan rétt.
Í eftirmiðdaginn komu Árni bróðir og Kristín og voru þau hress í anda að vanda, annars var Kristín hálf lappalaus og í giktarkasti (rauðum úlfum) svo fóru Einar Hallur og family til pabba hennar í mat svo eru þau núna einhverstaðar í heimsókn.
  • 1
Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343491
Samtals gestir: 30538
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03

Eldra efni

Nafn:

María Gunnarsdóttir

Farsími:

8991904

MSN netfang:

mariabg@hi.is

Heimilisfang:

Ásakór 11

Uppáhalds tónlist:

Country, Cliff og íslenskt

Uppáhalds matur:

Villibráð
clockhere

Tenglar