Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343304
Samtals gestir: 30468
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:25:36

Velkomin á bloggið mitt

Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum.

Færslur: 2009 Mars

30.03.2009 21:26

20-22 mars 2009 og nýjar myndir

Þetta var sko aldeilis fín helgi, Einar Hallur kom í bæinn á fimmtudagsmorgni til að fara á trúnaðarmannanámskeið hjá Póstinum og svo var haldið upp á 90 ára afmæli fyrirtækisins. Fórum með hann út á flugvöll um kl 7.30, tókum svo smá rúnt um bæinn og kíktum á seglskútuna sem var í Reykjavíkurhöfn, svo drifum við okkur heim og gerðum okkur klár til að fara í sveitina og vorum við komin upp í bústað um kl. 12.00 þá var ljómandi gott veður svo við fórum að stilla rifflana svolítið betur, þarf nú samt að prufa Remmann úti á skotvelli. Svo var farið og kynt húsið hjá Kalla og Hafrúnu svo þar væri sæmilega hlítt þegar þau kæmu.Á laugardagsmorgun var veðrið sæmilegt en snjóaði svolítið og Sigurgeir fór að hjálpa Kalla að koma stiganum fyrir á sínum stað og svo var þverbitinn á framgafli klæddur. Ég lá og las fram eftir morgni en fór svo í smá leiðangur inn dalinn, það var töluvert að tófusporum og voru þau sennilega frá því um morguninn tók svo smá labbitúr upp í hlíðina og þar voru rjúpuför en það var farið að snjóa meir og orðið svolítið hvasst, þá hringdi bóndinn í mig og spurði mig hvort ég vildi ekki fara að koma mér heim áður en veðrið verstnaði meir og dreif ég mig þá niður. Vorum svo í dýrindis kvöldmáltíð hjá Kalla og frú. Á sunnudagsmorgni var alger bongóblíða heiðskírt og sól. Þvældist aðeins um dalinn og tók nokkrar myndir. Vorum svo komin heim upp úr miðjum degi.
emoticon M

23.03.2009 20:07

Stigasmíði og fl og nýjar myndir

Þeir bræður Sigurgeir og Kalli fóru í að smíða stiga í sumarbústaðinn hjá Kalla og gekk það ljómandi vel hjá þeim, þá er bara eftir að koma honum fyrir í sumarbústaðnum og verður farin ferð í það fljótlega. Svo komu Soffía og Friðjón í kaffisopa, þegar þau voru nýfarin kom Árni bróðir og Kristín og voru þau kát að vanda svo voru Kalli, Hafrún og Karl Rúnar í kvöldmat. Um hádegisbil á sunnudag kom Erlingur, Þuríður, Guðný Kristín og Kristbjörg, þegar þau voru farin kíktum við á bílasölur en sáum ekkert spennandi. Fórum til tengdamömmu í kaffisopaog hittum þar Gísla Inga, Díönu og Stefán.
Svo í eftirmiddaginn komu Hrönn og Gunni.Svo þetta er búin að vera góð helgi.
Áfram Liverpool!!!
emoticon M

15.03.2009 22:54

14 og 15 mars 2009 og nýjar myndir.

Jæja þessi vika leið nú nokkuð hljótt framhjá manni, gerði nokkrar skattaskýrslur annars var lítið um að vera.Á laugardag sótti Stefán Sigurgeir um kl. 8.30 og fóru þeir heim til Stefáns og fóru að flísaleggja milli skápa í eldhúsinu hjá þeim.Ég fór til tengdamömmu um kl. 13 og svo lögðum við af stað í Vogana um kl.15 og þegar við komum þangað var Díana ein heima en strákarnir höfðu farið til Rúnars hennar Aðalbjargar að horfa á leikinn Manchester United - Liverpool og öskruðu náttúrulega af gleði þegar United skeit á sig langt upp á bak. Jæja svo komu þeir þaðan og alltaf fjölgaði hjá gestunum og var öllu liðinu boðið í kvöldmat alls 18 manns og fóru þau hjónakornin létt með það og var læri og Bayonne skinka í matinn, Óli, Magga og krakkarnir komu um 4 leytið en Óli fór að laga tengingar fyrir tölvu og sjónvarp og Magga fór að gera skattaskýrslur fyrir flesta í Voga stórfjölskyldunni sem er óðum að stækka bæði Sandra og Brynja komnar á stað og svei mér þá ég held Stefán líka þið sjáið það á myndunum. Svo komum við heim um kl 21.
Í dag förum við til Soffíu og Friðjóns og var margt um manninn þar að vanda og bakaðar pönnukökur og hitað brauð og alles.Svo í eftirmiðdaginn fór ég til mömmu og pabba og eldaði fyrir þau en mamma er búin að vera sárlasin síðustu daga en vonandi fer henni nú að batna.
Þá er allt upp talið.
emoticon M

08.03.2009 21:50

Sanddalur og nýjar myndir

Jæja ég var nú búin að blogga en það datt bara allt út hjá þeim á 123.is.
Við fórum i sveitina snemma á föstudag og var veðrið alveg ljómandi gott svo það var bara sett kynding á fullt og svo farið út að skoða nánasta umhverfið, það var mikið af förum eftir bæði rjúpu og tófu bæði heima við hús og svo inn allan dal, við fórum inn sýsluveginn og inn að Mjóadal og var færðin fín þar, sáum þar töluvert af rjúpum bæði kúrandi og á flugi. Smári hringdi og var að athuga með far í bæinn, en bíllinn hans bilaði ,fór einhver lega í afturhjóli og var það auðsótt mál á sunnudag. Fínt veður á laugadeginum og kíktum við á heiðina og var ekki mikið um að vera þar, tveir bílar í heiðarsporðinum og virtust þeir hafa farið á snjósleðum í átt að Arnavatsheiði. Skoðuðum útburðinn við þjóðveg 1 og var mikið gengið í hann en það er eins og enginn sé á tófu þar svo það er bara góssen tíð hjá rebba.
Við festum okkur nokkrum sinnum svo Sigurgeir þurfti að fara út að moka og hafði hann bara gaman af því, komum við á Fornahvammsplaninu svona eins og venjulega. Fórum svo og kíktum á Smára og Júlíu og var allt í fína hjá þeim fyrir utan bilaðann bíl.
Fórum aftur inn í dal og sáum enn fleiri rjúpur. Svo vorum við búin að bera út fisk niðri á klöppum og settum grind og stein ofaná en krummi karlinn var sko ekki í neinum vandræðum að ná ýsunni.
Í nótt var mjög notalegt að kúra undir sæng, en það var mjög hvasst svo hrikti vel í og svolítill skafrenningur, tókum okkur tímanlega upp þar sem veðurútlitið var ekki gott, kominn skafrenningur og smá blinda.Mjög góð helgi.
emoticon M

01.03.2009 21:47

Góð helgi og nokkrar myndir

Einar Hallur og fjölskylda komu í bæinn á föstudagskvöldið og gekk ferðin sæmilega, skyggni slæmt, éljagangur og hálka en hafðist allt. Við Ísól og Malik fórum á smá þvæling á laugardaginn kíktum í Kolaportið og hittum þar nokkra sem við þekktum svo var farið í Krepputorg og þar fengum við okkur smá kaffisopa á efri hæðinni í ILVU annars var ekkert verslað bara svona verið að skoða, Einar Hallur fór líka á einhvern þvæling með Kidda frænda en Sigurgeir fór út að ganga með Úlf og fann úlfur tvær rjúpur og svo sáu þeir sel í voginum. Borðuðum hreindýr í kvöldmat, innanlæri með sherryrjómasósu, grænmeti og brúnuðum kartöflum og tókst mjög vel. Í dag sunnudag fóru þau krakkarnir til Rósu systir Ísólar og kom pabbi hennar og hans kona þangað líka en hún var með síðbúinn morgunverð (eða eins og sagt er "Bruns") Svo lögðu þau af stað um kl. 14 og gekk heimferðin hjá þeim vel. Við kíktum til tengdó og var fjölmennt þar.
emoticon M
  • 1
Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343304
Samtals gestir: 30468
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:25:36

Eldra efni

Nafn:

María Gunnarsdóttir

Farsími:

8991904

MSN netfang:

mariabg@hi.is

Heimilisfang:

Ásakór 11

Uppáhalds tónlist:

Country, Cliff og íslenskt

Uppáhalds matur:

Villibráð
clockhere

Tenglar