Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
Færslur: 2008 Desember28.12.2008 00:39Jólin og nýjar myndir![]() Nú, við elduðum líka þennan fína kalkún og höfðum möndlugraut á undan, svo vildi ég fá að sitja þar sem Dísa sat og skipti hún við mig og þar fékk ég möndluna, en ég lét nú Dísu fá hana þar sem ég vélaði sætið af henni, í möndlugjöf var Stórhættulega strákabókin. Svo var nú étið yfir sig, vaskað upp og farið í að opna pakkana og voru flestir salla ánægðir með sínar gjafir. Á Jóladag kom Álfheiður mamma Ísólar og hennar maður Benedikt í kaffi og var mjög gaman að hitta þau en við höfðum ekki hitt neitt af Ísólar fólki fyrr, svo var farið í hangiket til Dísu og Andrésar um kvöldið og kom Einar Geir heim og opnaði pakkana sína og borðaði með okkur, annars er hann hjá pabba sínum yfir þessi jól. Á annan dag jóla var mjög fallegt veður og lögðum við af stað upp úr kl 13 og notaði ég tímann til að prufa myndavélina sem ég fékk í jólagjöf frá bóndanum og tók ég um 200 myndir á 100 km hraða út um mishreinar rúður. Stoppuðum aðeins í Sanddalnum og var þar nýfallinn snjór og sáum við tófuför í honum, en mesti veturinn var á Holtavörðuheiðinni og niður Norðurárdalinn. Var okkur svo boðið í kvöldmat að Brúnastöðum 24 og fengum þar heilan helling af frábærum kræsingum. Í dag komu Gunni, Alda, Unnar og Sindri í kaffisopa til okkar en annars höfum við ekki nennt að gera nokkurn skapaðan hlut og ætla ég allavega að vera svona löt svolítið lengur. 22.12.2008 21:2621 og 22 des + nýjar myndirÞað er rok og rigning núna, í denn var þetta kallað jólahret en þá snjóaði yfirleitt nú eftir hlýnun jarðar rignir bara allavega í borginni, ég er nú hér um bil viss um að það er skafrenningur á mínum heimaslóðum. Í gær fórum við í kirjugarðinn í Fossvogi og Hafnarfjarðar garð komum við hjá Gunna og Öldu með pakka og óska þeim gleðilegra jóla, svo kíktum við á Óla og Möggu og var páfagaukurinn þeirra dálítið ágengur, fórum svo á efri bæ í sömu götu og voru hjónaleysin þar að setja seríu á jólatréð. Svo fór ég á tónleika hjá Guju dóttir Maggíar systir í Seltjarnarneskirkju og voru þeir mjög góðir. Í dag fórum við svo til pabba og mömmu og tengdamömmu. Áðan komu Erlingur, Þuríður, Guðný Kristín og Kristbjörg í heimsókn til okkar, þær systur eru svo sætar. Setti inn nýjar myndir. ![]() 20.12.2008 23:36Alveg að koma jól og nýjar myndirJólin nálgast hægt og hægt og maður er að taka til og gera Bláberja snafsinn klárann svo það sé nú hægt að bjóða upp á hann þegar menn koma þreyttir og kaldir úr bænum, annas er þetta allt að koma. Hafrún og Kalli komu í gærkveldi og Soffía og Friðjón síðdegis í dag og voru allir kátir eins og vera ber. Við ætlum í kirkjugarðana á morgun og kíkja til Gunna og Öldu og eitthvaðað snúast.Það er búið að taka út rjúpurnar svo þær verða klárar. ![]() 18.12.2008 00:19Styttist til jólaÞá er maður búinn að skrifa jólakortin, ég var svolítið í seinna lagi með þau, var svo að pakka inn jólagjöfum í dag, þannig að það er að koma jólafílingur í mann. Helga, amma Ívars Arnars kom með pakka sem eiga að fara norður, svo við komum pakka til Ívars á hana.Ég held ég sé bara búin að kaupa allar jólagjafir nema handa bóndanum, en ég er enn að velta fyrir mér hvað ég eigi að gefa honum! vonandi dett ég niður á eitthvað sem hann hefur gaman af, kannski bara eitthvað landakort hann getur endalaust skoðað kort af landinu okkar og svo kannski einhverja fræðibók um Ísland ja hvur veit? 16.12.2008 23:21FjölmiðlarEkki er ég sátt við þingið okkar, þeir samþykkja hverjar álögur af fæti annarar á okkur, algerlega óhugsað að manni finnst. TD. Hvað er með nýja nefskattinn sem á að renna til rúv og svo á að banna allflestar auglýsingar svo Jón Ásgeir fái nú örugglega einhverjar tekjur út á auglýsingar og geti haldið áfram að leika auðmann á okkar kostnað, er ekki komið nóg, þann hryðjuverkamann á einfaldlega að ákæra fyrir landráð. Tæp 18 þús á hvern mann 18 ára og eldri, það er dýrt fyrir fólk sem hefur ekki nokkurn áhuga á ríkisreknu stöðvunum, þannig að það verður ekkert val allt verður eins og áður bara fleiri borga og borga meira, í dag erum við hjónin að borga 28.752 kr á ári en verður á næsta ári tæpar 36.000 kr hækkunin er 7.248 kr sem er 25% hækkun svo ekki sé nú talað um þá sem alls ekki eru með sjónvarp né útvarp og er fullt af fólki sem svo er ástatt með, það gera nú 36 þúsund króna hækkun eða 100% á þau fyrir ekki neitt. Ekki batnar nú ástandið þegar DV er annars vegar, þar sleikir ritstjórinn skóna eigenda blaðsins af fullum krafti, annars fannst mér samtalið sem sýnt var í Kastljósi ef samtal skal kalla vera hálfgerðir hugarórar hjá mjög veikum manni og það eina sem mér datt í hug var einhver vesæll maður sem hálflá í hægindastól og virtist vera í annarlegu ástandi og talaði bara við sjálfan sig, þar sem viðmælandinn sagði öðru hvoru hum, ja, og . ![]() 13.12.2008 17:33Þáði Bjarni Ármannsson um milljarð í mútur??????Það gengur núna sú saga milli manna að Bjarni Ármanns fyrverandi bankastjóra hafi verið beðinn um að víkja úr starfi og þegja um að hann gerði sér og væntanlega öðrum grein fyrir því að bankarnir riðuðu til falls og boðnar 900 milljónir og eins árs laun fyrir þögnina. Ja ljótt er ef satt er!! Hvar er heiðarleikinn nú til dags. Svo erum við íslendingar komnir á lista yfir hryðjuverkamenn og þá á bara að handtaka þá menn sem komu okkur þangað og setja þá í gæsluvarðhald og svo rannsaka málið og dæma þá eins og hverja aðra landráðamenn. M 08.12.2008 23:06Góð þjónusta hjá IcefineÉg keypti mér uppháa gönguskó fyrir tveimur árum hjá Icefine í Nóatúni og er mér búið að líka mjög vel við þá vatnsþéttir og þægilegir svo þarf maður ekki að nota legghlífar með þeim. En núna í haust tók ég eftir að saumar yfir tánum voru farnir að slitna og gúmmíið farið að losna frá, svo þegar bóndinn átti leið í búðina þá spurði hann afgreiðslumanninn hvert væri best að fara með þá í lagfæringu, koma bara með þá til mín var svarið og gerði ég það nokkrum dögum seinna, hann skoðaði skóna, rétti mér svo nýja skó sem var aðeins búið að breyta hönnuninni á svo gúmmíið næði lengra upp að ristinni og fyrir þetta mátti ekkert borga þetta væri bara inni í þjónustunni og ætti að duga árum saman, þetta er náttúrulega bara frábær þjónusta og kem ég til með að versla útivistarfatnað hjá þeim í framtíðinni, svo er nú ekki verra að það er mjög gott verð á vörunum hjá þeim. En senn líður að jólum, er aðeins að byrja að setja upp jólaljós og pússa glugga, þvo gardínur, baka svolítið og kaupa flestar jólagjafirnar svo það er ekki mikið eftir þó á ég eftir að skrifa kortin. Við fórum í menningarferð til Hafnarfjarðar á laugardaginn, skoðuðum jólaþorpið, búðirnar og fórum svo og skoðuðum myndlist Í Hafnarborg kíktum svo á Sigga mág og svo til Fanneyjar og Gústa. ![]() 01.12.2008 22:26Ódýrt og ódýrtJa það má eiginlega segja það, ég tók olíu hjá Orkunni í Hreðavatni um helgina og sá strax að 2 kr afslátturinn kom ekki inn svo ég tók kvittun til vonar og vara, sem var eins gott því þegar ég kíkti í heimabankann minn voru þeir búnir að taka út 10.000 + 8501 =eða 18.501 króna takk fyrir 46.91 lítra af olíu svo dýr var sá sopinn, svo er ég búin að vera að ergja Orkumenn í allan dag og ætla að halda áfram á morgun eða bara þar til þeir endurgreiða mér 10.000 kallinn. Þetta er búið að kosta mig bæði vinnu og símtöl ,svo það er spurning hvort svona viðskipti borgi sig þegar upp er staðið. Annars var ég bara að baka smákökur í dag og er nú komin jólalykt í húsið hér hjá okkur, við kíktum í heimsókn til Kalla og Hafrúnar í gær og var vel borið á borð að vanda hjá þeim heiðurshjónum.
Flettingar í dag: 616 Gestir í dag: 12 Flettingar í gær: 19093 Gestir í gær: 79 Samtals flettingar: 527489 Samtals gestir: 36757 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:59:47 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is