Flettingar í dag: 616
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 19093
Gestir í gær: 79
Samtals flettingar: 527489
Samtals gestir: 36757
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:59:47

Velkomin á bloggið mitt

Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum.

Færslur: 2008 Nóvember

29.11.2008 20:34

Lokadagur hjá okkur og nýjar myndir

Jæja þá er þetta tímabil búið hjá okkur en við kíktum upp eftir í dag, fórum úr gryfjunum í Hellisdal og var þokkalegt veður þar, gengum Hellistunguna beggja vegna en sáum engan fugl en ný bæli, svo var kominn lágarenningur svo við fórum niður í bíl þá voru þar fjórir menn og fóru þeir á sömu slóðir en þeir vissu ekki hvar þeir voru staddir og finnst mér ótrúlega mikið um það í haust að menn fari bara eitthvað án þess að kynna sér nokkurn skapaðan hlut. Svo kíktum við á heiðina og sáum nokkra bíla, einn var í Fornahvammi, annar við Norðurárbrúna þar, 1 við Búrfellsá, 1 á útskotinu rétt hjá slóðanum upp í mastur en við kíktum þangað og þar höfðu verið bílar fyrr í dag. svo var 1 á fyrsta holtinu  upp í mastur og var það bíll sem er búinn að vera alla daga sem við höfum farið og er það hundamaður, svo voru 2 bílar fyrir ofan efri brúna og  sáum við þá í Grákollugili og þar um slóðir, 1 bíll var í Bláhæðinni og hittum við þann mann og hafði hann engan fugl fengið þar, en hafði farið upp í mastur og skotið þar 1 fugl sem flaug upp undan 2 öðrum mönnum og komu þeir til hans og sögðust eiga fuglinn þeir hefðu verið búnir að skjóta á hann og lét hann þá fá hann.Svo keyrðum við inn dalinn okkar og fórum inn að Geststöðum og þar voru tveir menn og voru búnir að ganga inn að Smiðjugili þar sem þeir sáu fáeina fugla en þeir voru mjög styggir og eltu þeir þá niður í kjarr og náðu þar 2 og sögðu þeir að lítið hefði verið á þessu einkalandi í vetur eða vel innan við 20 fuglar. Gengum svo frá húsinu og drifum okkur heim. Lokatölur hjá okkur eru 34 fuglar og erum við bara sátt við það þar sem lítið hefur verið af fugli á þessu svæði í vetur.
emoticon M


emoticon

25.11.2008 20:33

Betra seint en aldrei

Skessuhorn, 25. nóvember 2008

Bændur á vegum Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar smöluðu lönd Sveinatungu og Hlíðar í Norðurárdal í gær. Eins og greint var frá í Skessuhorni í síðustu viku var vitað að talsvert væri eftir af fé á þessum jörðum. Alls smöluðust 99 kindur. Þrjár þeirra voru úr Dölum, ein frá Norðurárdal, ein úr Stafholtstungum en 94 frá sama bænum í Þverárhlíð. Að sögn Kristjáns F Axelssonar, formanns afréttarnefndar Þverárréttarafréttar er talið að land sé nú hreinsmalað á þessum slóðum. Hinsvegar veit hann að sést hefur til þriggja kinda við Búrfellsá sem er inni í afréttargirðingunni á Holtavörðuheiði.  

Ekki dónalegt að vera hér um bil búnir að smala fyrir jólin, skyldu þessum þremur úr Dölunum hafa verið slátrað.

En ég get upplýst  að það halda engar sauðfjárveikivarnar girðingar á milli Sveinatungu, Hlíðar og Sanddalstungu  annarsvegar og Dalasýslu  hinsvegar, en þær eru LÖNGU ónýtar.

ps.( Kannski er Siggi á Höfða þá búinn að heimta sitt fé af fjalli)

emoticon M

17.11.2008 16:05

Sveitasælunni lokið í bili - nýjar myndir

Þá er fjölmiðlafriðurinn úti svona þegar maður er kominn til byggða, mér heyrðist í sjónvarpinu áðan að ég skuldaði einhverjar 4,5 milljónir eins og hvert mannsbarn á Íslandi núna en það gleymdist bara að láta mig vita að ég bæri ábyrgð á forsetanum, útrásinni og öllu saman heila klabbinu.
En heim erum við komin eftir 10 dásamlega daga í óbyggðum fórum 1 sinni og keyptum olíu höfðum annars nóg að bíta og brenna. Veðrið var nokkuð rysjótt eins og oft vill verða á þessum árstíma, sáum nokkrar rjúpur en tiltölulega dreifðar, veiddum okkar skammt og ekkert umfram það.Keyrðum um og spjölluðum við aðra veiðimenn, það sem okkur þótti mjög áberandi núna er mjög mikil aukning í hundasportinu, menn eru með allt upp í 4 hunda, það eykur nú ekki mikið áhugann hjá manni að fara á eftir þeim í fjöllin, en fuglinn er með vængji blessaður svo maður bíður bara eftir að hún komi aftur.
Við fengum þrjá unga menn í heimsókn og voru tveir af þeim að fara í sína fyrstu veiðiferð en þetta var Aron Andrew og félagar og voru þeir búnir að kíka á heiðina en þar var ekki hundi út sigandi vegna veðurs svo við sögðum þeim að kíkja inn á Baulusand en veðrið var lítið skárra þar.Við kíkjum kannski aðeins aftur í mánuðinum svona til gamans ef viðrar.
emoticonM

12.11.2008 13:45

Ein er upp til fjalla

Við njótum lífsins hér í okkar fjallakofa. Í dag er fallegt veður logn og  0° hiti smá grámi yfir öllu. Skruppum í Staðarskála bara svona til að skoða nýja skálann. Það hefur gengið illa hjá mér að setja inn myndir tengingin er svo hæg  geri það bara þegar ég kem heim.. Við erum að verða búin að fylla okkar veiðikvóta í ár, ætlum aðeins að kíkja á morgun. Það standa yfir smalamennskur  öðru megin í  dalnum þessa dagana, svo eru 10 rollur Sveinatungumegin , betra seint en aldrei, annars eru 20 til 30 rollur í Fornahvammslandinu ennþá, þeir ætla kannski að selja veiðileyfi á þær.emoticon M

07.11.2008 17:22

Á fjalli

Jæja þá erum við búin að vera á Holtavörðuheiðinni í dag og í gær afrakstur lítill en þó 4 í gær og 3 í dag það er blautt og hlítt og það litla sem er af fugli er í 700 metrum og ofar en við vorum í Kirkjunni það hafa verið um 15 menn og flestir með lítinn afla.Talvan er svo lengi að vinna hjá mér að ég fer ekki í hana nema stöku sinnum svona annan til þriðja hvern dag.emoticonM
ps. Svona vill þetta stundum vera Rúnar minn
Kveðja


02.11.2008 17:31

Utanvegaakstur bíla og menn á veiðum á fjórhjólum




Tröllakirkja á Holtavörðuheiði



Þá er fyrsta helgin á rjúpu liðin og gekk okkur þokkalega vorum með 6 á laugardag og 9 á sunnudag.Menn voru svona með 0 til 5 fugla sem við töluðum við, göngufærið var mjög slæmt og voru sumir á þrúgum en maður fór niðrúr í öðru hvoru skrefi.
Það voru um 30 bílar á heiðinni á laugardag en sáum engan í morgun en heyrðum 1 skot.
Á laugardag sáum við bíla fara upp slóðann hjá Fornahvammi en  þeir komust ekki eftir honum upp  þá tóku þeir stímið beint upp múlann og var ömurlegt að sjá hvernig þeir óðu upp landið utanvegar beint af augum og voru þetta meðal annars merktir  ferðaþjónustu bílar.

Image

Og var þessi einn af þeim, merktur bak og fyrir " The Mountaineer of Iceland" og sáum við hann svo langt inn á fjöllum, þar sem hann bar við himinn á móts við Tröllakirkju að vestanverðu. Það ætti nú að taka svona fyrirtæki sem ganga ömurlega um landið okkar hreinlega úr umferð og svo kalla þessir menn sig ferðafrömuði.

Svo voru menn í landi Sandalstungu í Norðurárdal og þar á meðal voru menn á tveimur fjórhjólum og með pinnalausar byssur og fótbraut annar þeirra sig.
emoticonM

                                                                                                         








  • 1
Flettingar í dag: 616
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 19093
Gestir í gær: 79
Samtals flettingar: 527489
Samtals gestir: 36757
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:59:47

Eldra efni

Nafn:

María Gunnarsdóttir

Farsími:

8991904

MSN netfang:

mariabg@hi.is

Heimilisfang:

Ásakór 11

Uppáhalds tónlist:

Country, Cliff og íslenskt

Uppáhalds matur:

Villibráð
clockhere

Tenglar