Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
Færslur: 2008 September30.09.2008 13:57Þá er bara að taka því rólegaÞað þýðir helvíti lítið að reyta hár sitt eins og ástandið er á fjármálamörkuðum í dag, bara að taka því rólega og gá hvort sparnaður fólks skili sér ekki aftur þegar frá líður, allavega ætla ég ekki að fara á taugum að svo komnu máli þó maður eigi smáhlut í banka, huga bara að einhverju skemmtilegra næstu mánuðina og vera sparsamur eða næstum því samansaumaður á budduna. Fór í strípur og klippingu í dag og kaffisopa til tengdó. Fer í skólann í kvöld. M 27.09.2008 11:19RjúpanHæ Þá er nú búið að ákveða hvenær má veiða rjúpuna en það er frá 1.11.2008 til 30.11. 2008 og þá á fimmtudögum,föstudögum,laugardögum og sunnudögum, og mælst er til að hver veiðimaður veiði ekki meira en 10 fugla. Þetta er búin að vera mikil heimavika en ég var að jafna mig eftir smá aðgerð á spítala, bóndinn klikkaði í bakinu og Disa var hjá okkur í 3 nætur.Nú verð ég að fara að vera dugleg að labba en gangan hefur legið niðri hjá mér í dálítinn tíma vegna veikinda. Svo fer ég á GPS námskeið til upprifjunar um mánaðarmótin þannig að það er alltaf eitthvað á döfinni. Bara gaman framundan. M 17.09.2008 12:14Hreindýraveiðar í óleyfi Jæja Þá er nú hreindýraveiðinni lokið í ár og náðust all flest dýrin, en sögusagnir segja að meira hafi verið skotið á einu svæðann en heimilt var. "Sagan segir", að á svæði 9 hafi eigendur tveggja jarða skotið öll þau dýr sem komu inn á þeirra lönd og selt þau til veitingastaðar í Reykjavík, ég heyrði að lögreglan hefði verið með eftirlit siðustu tvo dagana og stoppað menn og og skoðað afla, byssur og pappíra hjá veiðimönnum á þessu svæði. Ég sendi fyrirspurn til Jóhanns hjá Hreindýraráði og sagði hann "Veit ekki hvað er til í þessu en raddirnar eru háværar eins og stundum áður - sendi upplýsingarnar sem ég fékk til mín áfram á lögfræðideildina hjá UST. Ég hef engar forsendur sem starfsmaður Ust til að ákveða með rannsókn eða húsleitarheimildir. - Þessi umræða er búin að vera í gangi alllengi. - lögreglan hefur undanfarin ár verið beðin að efla eftirlit á þessu svæði á/og eftir veiðitíma og eftirlitsmaður frá UST var hafður á svæðinu nú síðustu daga á veiðitímanum Skítt ef satt reynist. M 14.09.2008 23:24Gangnahelgin og myndirHæ Við fórum í dalinn um helgina og var alveg ágætis veður 14 ° hiti og nánast alveg þurrt. Það var verið að smala heiðina og eins í dalnum hjá okkur, Hvammsbóndinn kom nú ekki með sína skógarmenn fyrr en um hádegi svo var Sandurinn smalaður að hlut eða bara Mjódalsmegin.Sveinatungumúlinn var líka smalaður og voru fáar rollur þeim megin.Sáum lítið af gæs eða öðrum fuglum .Höfðum það bara notalegt. M 07.09.2008 22:28Illugaver og nýjar myndir Hæ,Hæ Við fórum í skemmtilega ferð 11 saman inn í Illugaver og gistum þar eina nótt, var töluvert skoðað á leiðinni. Fórum upp Þjórsárdal og yfir hjá Haldi og haldið sem leið liggur upp á Búðarhálsinn og skoðuðum fossinn Dynk, svo Þrívörður, fórum svo áleiðis meðfram Kjalvötnum sáum einn gæsahóp þar en komumst aldrei að þeim svo var farið inn að Hvanngilshöll og stoppuðum aðeins þar.Þá var ekið í átt að Versölum og sáum við annan gæsahóp þar á flugi, svo var haldið inn að Illugaveri. Komum okkur vel fyrir og elduð 2 læri með grænmeti,sósu og kartöflum bara helvíti gott. Ég var orðin lasin og komin með hita svo mér var byrlaður göróttur drykkur sem nefnist Stro í kakói, bara mjög góður. Kíkti svo öðruhvoru yfir vötnin sem eru þarna og um 9 leytið sá ég þrjár endur, náði tveimur og týndi einni, tók þær með Sakóinum (308) og Sigurgeir vippaði sér úr brókinni og óð eftir þeim en við fundum ekki þá þriðju. Svo var farið í kojur um miðnættið og sofið vel, kíkti samt út um sex leytið en sá engan fugl. Fórum svo niður Rangárvellina og á Hvolsvöll, kíktum á "Uppstoppaða húsið" þar voru uppstoppuð dýr og leðurföt til sölu, svo komum við við í Handverkshúsinu á Hellu og dóluðum okkur svo heim. Enduðum ferðina í kaffi og pönnukökum hjá Soffíu og Friðjóni. M 03.09.2008 01:25Mánaðarmót// nýjar myndirÞað var nú ekki dónalegt veðrið í dag, algjör sumarauki svo ég þreif litla bílinn og fór til tengdó. Um helgina vorum við upp í bústað í fínu veðri, vorum bara að dúlla okkur, kíktum á heiðina sáum frekar lítið af fugli og þá aðalega álftir. Það var nokkuð fjölmennt í dalnum enda fólk í berjamó, ég tíndi mér til óbóta eina ferðina enn, en ég nenni ekki að sulta mikið meira, en það má alltaf leggja í og fá góðan berjasnafs til að hafa með villibráðinn í vetur. Kíkjum kannski eitthvað austur eftir fugli fljótlega. M
Flettingar í dag: 252 Gestir í dag: 107 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 22 Samtals flettingar: 343491 Samtals gestir: 30538 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is