Flettingar í dag: 370
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 19093
Gestir í gær: 79
Samtals flettingar: 527243
Samtals gestir: 36746
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:38:43

Velkomin á bloggið mitt

Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum.

Færslur: 2008 Ágúst

28.08.2008 23:29

Þá er dagur að kveldi kominn og nýjar myndir

Þetta er búin að vera aldeilis fínn dagur hjá mér, ég dútlaði mér í morgun við að gera tertu, brauðtertu og heitan rétt eiginlega eftir pöntun en ég á afmæli í dag síðasti 5tíu og eitthvað dagurinn. Um miðjan dag kom Hulda Lilja vinkona mín til mín og fengum við okkur kaffisopa og spjölluðum, hún sagði mér að hún og Kiddi hennar ætluðu að gifta sig 20. sept og verður það örugglega falleg athöfn.
Í kvöld komu svo Kalli og Hafrún, Soffía og svo Óli, Magga og börn svo svona um hálf tíu byrtust þeir feðgar Rúnar og Jón Elí en þeir voru úti að keyra á fjórhjólinu svo það var orðið vel fundarfært.
Fólk fór svo heim um kl.22.30 og var ég búin að ganga frá um kl 23.00
Virkilega frábær dagur fékk mörg símtöl og sms takk allir.
M

25.08.2008 21:34

Rigning í ágúst

Nei það getur ekki verið að hann sé lagstur í ágúst rigningu eins og í fyrra , en þá stóð rigningin fram í janúar og upp úr því fór að snjóa, jæja en svona er þetta bara.
Bóndinn er búinn að helluleggja og er það ansi flott hjá honum svo er næst að hreinsa gras og brjóta kantsteininn og steypa út að götu og erum við þá komin með 4-5 bílastæði , "eða pláss fyrir einn bát".
Það var gestkvæmt í kvöld, Brúnastaðarbúar af efri og neðri bæ kíktu í kaffisopa ásamt tengdamömmu og voru öll mjög hress.
Ég fór í berjamó á miðvikudag í síðustu viku, fór upp í bústað og tíndi 12-15 lítra og er búin að gera sultu, hlaup og leggja í, tilbún fyrir veturinn með það.
M

15.08.2008 20:45

Sprengjusérfræðingurinn og nýjar myndir

Þá kom sprengjusérfræðingurinn í dag og skoðaði hjá mér skotin sem við fundum á hálendinu um daginn og staðfesti hann að um væri að ræða 30-06  og 50 cal. skot.
Í stóru kúlunni sagði hann að væri fosfór fram yfir miðja kúlu svo ég skildi ekkert vera að reyna að saga hana, til að skoða að innan. Fengum okkur svo kaffi og spjölluðum saman, hann er danskur og heitir Martin og er giftur íslenskri konu , þægilegur maður.
Sigurgeir er að moka sandinum sem kom í gær svo nú má fara að panta hellurnar.
Annars hefur dagurinn verið rólegur , ekkert nema borgarpólitíkin í fjölmiðlum, ekkert spennandi finnst mér, vona bara að nýji meirihlutinn haldi út kjörtímann!!!!!! og ekki orð um það meir
M

14.08.2008 22:29

Lóðaframkvæmdir og fl . Nýjar myndir

Jæja, þá eru framkvæmdirna við bílaplanið komnar á fullt og Erlingur kom í gær og lagði hitann í planið og var snöggur að því eða einhvern klukkutíma, svo kom Arnór með einn bíl af sandi svo þá er bara næst að kaupa hellurnar.
Sigurgeir,Stefán og Viktor fóru á völlinn að sjá FH og Aston Villa og sögðu þeir að FH hefðu verið MIKLU betri þó þeir hefðu ekki gert fleiri mörk en leikurinn fór 1-4.
Á von á heimsókn á morgun??????
M

07.08.2008 22:04

Fríð búið

Þá er nú frímánuðirnir liðnir og lífið að færast í vanalegt horf eða svo hélt ég.
Á þriðjudag byrjar síminn hjá mér að hringja og er þar kominn blaðamaður að leita frétta en ég hafði sett smá fyrirspurn inn á Hlað vefinn og varð allt hálf vitlaust út af því og nú á ég von á Landhelgisgæslunni í heimsókn til mín bara út af nokkrum skotum sem við fundum á fjöllum, svo það er víst best að gera sem minnst af því að segja í hverju maður lendir svona stundum allavega. Ég er búin að sjá það út að fréttamenn liggja yfir bloggsíðum og öðrum vefsíðum til að snapa fréttir en fara ekkert lengur út á örkina til að fylgjast með lífinu.
Hitti sennilega Gæslugaurinn á morgum.
M

07.08.2008 21:48

Verslunarmannahelgin og myndir

Þegar við komum að austan gerðum við okkur klár til að fara upp í sumarbústað og héldum þangað morguninn eftir. Þar var mjög gott veður sól og rok.
Sigurgeir fór í að rétta hliðið, en það var farið að halla ansi mikið og ég málaði það og líka hvítu fletina á gluggunum.
Svo bárum við á áburð og tókum til.Það voru fáir í dalnum, Smári var og Kalli, við og í neðsta bæ. Svo komu Díana og Stefán í kaffi og mat, Soffía,Friðjón og Þórður voru hjá Kalla og borðuðum við öll saman.Bjössi bróðir Hafrúnar sat hjá okkur þar til hún kom heim en Hafrún og Soffía skruppu í Borgarnes og voru Kalli,Friðjón og Þórður að veiða í Hreðavatni og veiddu bara vel þann daginn, bæði Kalli og Þórður fengu fisk en Friðjón ekki. Svo fórum við öll á heiðina á sunnudeginum og skoðuðum vötnin, aðeins var rennt fyrir í Holtavörðuvatni og varð Þórður var en fékk ekkert. Soffía og fjölskylda fóru heim um kvöldið við fórum heim á mánudag en Kalli og Hafrún á þriðjudag.
M

07.08.2008 18:02

Ferð að Hamrafossi og myndir

Við komum að Fossi til Erlings og Þuríðar um kvöldmatarleytið  sunnudaginn 27 júlí og var vel tekið á móti okkur í mat og drykk. Svo fóru þeir feðgar að skoða kort og ákveða hvað ætti að fara á morgun og var ákveðið að fara inn á afrétt.  Á mánudagsmorgni var komin mikil þoka, en við lögðum af stað og fórum upp með Þverá við ætluðum í hellaskoðun en það varð nú minna úr því en til stóð vegna þokunnar. Fórum að Laufbalavatni en þar var ætlunin að skoða hella en við sáum varla vatnið svo við sáum að það gat ekkert orðið úr því og alltaf sagði Erlingur "nú hlítur þokunni að fara að létta", Fórum svo upp að Blæng en þar er uppgerður skáli mjög fínn en hann er læstur . Fórum svo til baka í skálann við Miklafell en þar var gönguhópur sem var eitthvað tvístígandi um áframhald vegna þoku. Þar skoðuðum við"upps má ekki segja" og hittum Þórhall en hann sinnir göngufólki á þessum slóðum og sagði hann okkur frá helli sem við gætum skoðað og fórum við þangað, við Sigurgeir fórum inn í hann og var hann stór og með tveimur göngum í sitt hvora áttina en við vorum ekki með nógu öflugt vasaljós til að fara lengra inn í þá, en það er svolítið skrítið með Síðumenn að þeir eru ófáanlegir til að fara ofan í hellana segjast heldur vilja vera ofanjarðar meðan hægt sé?? Svo var farinn gamall slóði í átt að Hverfisfljótinu, við skildum bílinn eftir einhverstaðar í þokunni en tókum gps punkt á hann svo var bara gengið á hljóðið en einhverstaðar úti í sortanum var mikið vatnahljóð og komum við svo að fljótinu en sáum lítið.Var nú ákveðið að fara niður á láglendið og fórum svo niður á sandana og ákváðum að fara yfir Fossálana en þegar þangað var komið leist Erlingi ekki á vaðið svo hann fór og óð útí en fannst það ekki árennilegt, svo Sigurgeir sagðist koma á bílnum út í miðja á og ná í hann en þegar hann var búinn að snúa við í ánni ákvað hann bara að bakka yfir hana sem og hann gerði og varð sonur hans eitthvað skrítinn á svipinn , sagði þá sá gamli, sko ég hef einn afturábak en ef hann fer að grafa sig niður hef ég fimm áfram .Gott svar.
Það beið okkar dýrindis matur þegar heim var komið og voru komnir fleiri gestir, þau Steingrímur og Eygló voru á húsbílnum sínum.
Á Þriðjudagsmorgni fórum við aftur inn á afrétt í blíðskaparveðri og skoðuðum það sem við sáum ekki í gær og er geysi fallegt á þessum slóðum, meðal annars sáum við fálka, smyrla, kjóa og rjúpu og svo sáum við góðan urriða í Þverá.
Komum niður um hádegið og þá fórum við út á Klaustur og að Tungu þar sem pabbi Þuríðar á bústað og nutum við veðurblíðunnar þar, fórum að veiða í læknum og ég datt úti svelginn við tunnuna og ekki vildi nú betur til en svo að sjónaukinn minn fór á kaf og er hann nú í viðgerð, svo þegar Sigurgeir ætlaði að stökkva yfir gaf bakkinn sig og hann lenti út í líka. Svo fórum við Þuríður og Guðný Kristín að reyna að veiða og fékk ég einn smá titt annars sýndist mér bara vera smátittir þarna.Við höfðum voða gaman að Guðnýu Kristínu og Kristbjörgu og eru þær mjög duglegar að leika sér saman og  bara dúlla sér sjálfar.  Síðasta daginn tókum við snemma og fórum upp í Húðarhelli þar sem Erlingur bað Þuríðar á sínum tíma , Guðný Kristín kom með okkur , skoðuðum okkur svo um og sáum þá þessar frægu klettagæsir en Erlingur var búinn að segja okkur frá þeim og langaði okkur til að sjá það með eigin augum og það var tilfellið að þær voru á neðstu syllunum og voru með unga þar. Fórum svo heim og náðum í þær mæðgur og gengum á Orrustuhól og er mjög víðsýnt og fallegt að líta yfir héraðið.Var þetta alveg frábær ferð og komum við örugglega þangað aftur.
M
  • 1
Flettingar í dag: 370
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 19093
Gestir í gær: 79
Samtals flettingar: 527243
Samtals gestir: 36746
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:38:43

Eldra efni

Nafn:

María Gunnarsdóttir

Farsími:

8991904

MSN netfang:

mariabg@hi.is

Heimilisfang:

Ásakór 11

Uppáhalds tónlist:

Country, Cliff og íslenskt

Uppáhalds matur:

Villibráð
clockhere

Tenglar