Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343491
Samtals gestir: 30538
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03

Velkomin á bloggið mitt

Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum.

Færslur: 2008 Júlí

27.07.2008 03:46

Afmæli og myndir úr því

 Þá er þessum degi lokið og komin rauða nótt, en hann (dagurinn) tókst í alla staði mjög vel, það mættu yfir 50 afkomendur Guðrúnar og fögnuðu þessum áfanga með henni .
Veðrið var þokkalegt, þurrt en dálítið hvasst en lægði þegar líða fór á kvöld, maturinn mjög góður svo ekki sé nú talað um desertinn en fólk sótti óvenju mikið í hann, enda vel bragðbættur með Coniaki, svo alhörðustu teplararnir voru komnir í mikið söngstuð.
Bráðum kominn nýr dagur.
M

25.07.2008 00:23

Vikan bara að verða búin, nýjar myndir

Í þessari viku hefur verið skemmtilega gestkvæmt hjá okkur.
Sindri sonarsonur minn hefur komið til mín um 8 leytið á morgnana og verið með mér að þvælast , en Alda tengdadóttir fór norður í land og Unnar yngri sonur þeirra fór með henni, en Sindri vildi frekar vera heima enda var hann búinn að vera í einhvern tíma hjá afa og ömmu á Dalvík. Svo komu Einar Hallur, Ísól , Malik og hundurinn hann Úlfur kom náttúrulega líka  í bæinn á þriðjudag og fórum  við Sindri  með þeim í búðir og svoleiðis.Tengdamamma átti afmæli í gær og varð hún 85 ára, börnin hennar  ætla að halda henni smá veislu um helgina, þá verður nú fjör.
M
Svo kom sólin fyrir norðan þegar þau voru komin hingað suður, alveg típýst!

20.07.2008 21:11

Bara fín helgi, nýjar myndir

Við eyddum helginni upp í Sanddal í blíðskaparveðri, það var enginn í dalum utan okkar og Kalla og Hafrúnar, við borðuðum saman og höfðum bara gaman.
Svo fórum við upp á Króksháls að skoða aðstöðuna fyrir nýja GSM mastrið, það voru bara 2 álftir á Fiskivatni.Sigurgeir sló og ég reyndi að mála smá. Svo á heimleiðinni fórum við yfir Grjótháls og inn að  Kvíum og að Helgavatni og þaðan í Örnólfsdal, þetta er mjög falleg leið sem liggur með Kjarránnni. Þegar við komum að Örnólfsdal rak Kalli augun í gamlan Volvo sem hann var að vinna á þegar hann byrjaði hjá símanum 1984 og var hann eins og smástrákur sem hafði fundið gullmola, og var hann myndaður við hræið skælbrosandi.
Frábær helgi
M


12.07.2008 00:35

Rússagullið í Þórsmörkinni,myndir

Nú í vikunni vorum við á fjöllum og enduðum túrinn í Þórsmörk en þar var bongóblíða og komum við okkur vel fyrir í okkar kúlutjaldi og nutum fegurðarinnar þegar allt í einu birtast tvær þyrlur sem lentu við hliðina á okkur og skömmu síðar koma tveir stórir jeppar, annar þeirra var merktur LAX-Á, þarna reyndust vera á ferðinni Rúsneskir auðmenn sem höfðu verið í veiði með LAX-Á mönnum, höfðu þeir lent á toppi Heklu til að skála fyrir góðum veiðitúr til Íslands svo var farið með þá inn í Þórsmörk þar sem þeir snæddu luxus málsverð og drukku eðal vín með, eftir matinn var farið með þá í útsýnisflug yfir svæðið og jöklana og hurfu þeir okkur sjónum eftir það, LAX-Ár menn stoppuðu við tjaldið hjá okkur og báðust afsökunar á ónæðinu sem var fúslega veitt.
Miklir menn Rússar!!!


Annars áttum við mjög góða daga í sól og blíðu í Þórsmörkinni þar var ekki mikið um ferðamenn en þeir voru væntanlegir um helgina við gistum í tvær nætur. Kíktum svo á bústaðinn hjá Gulla og Björgu en þar var enginn heima, gróðurinn er aldeilis orðinn fínn hjá þeim. Þaðan var farið í Grímsnesið og skoðað húsið sem Sigga og Fúsi eru að spá í. Svo fórum við í Öndverðarnesið þar sem Árni vinnufélagi Sigurgeirs á bústað og var mjög vel tekið á móti okkur og var okkur boðið í kaffi og heimabakaðar kökur aldeilis flott.Þaðan drifum við okkur svo heim.
M

12.07.2008 00:06

Fjallabaksleið syðri

Á mánudagsmoruninn lögðum við af stað upp á fjöll og fórum sem leið lá að Keldum á Rangárvöllum og beygðum þar upp á leið í Hungurfit þega innar kom var stórt bjarg sem sagan segir að þegar leitarmenn fóru í fyrsta sinn á fjall skyldu þeir klífa bjargið og helst hálfslompaðir, Sigurgeir fór þar upp! Það var nýbúið að opna veginn þarna og var hann sæmilegur inn að Hungurfit skálanum en á leiðinni inn í Krók var vegurinn illa skorinn og seinfarinn, fórum svo þaðan og í  Mosa síðan gegnum Þverárgil og er það mjög skemmtileg leið þar er keyrt eftir árfarveginum.Næst komum við í Hvanngil, kíktum að Álftavatni  ætluðum að tjalda þar en þar máttum við ekki fara á bílnum til að losa farangur svo við fórum bara aftur í Hvanngil og tjölduðum þar það er mjög fallegt allstaðar þarna.
Síðan fórum við Mælifellssandinn og var hann nýheflaður og bara góður, fórum svo Öldufellsleið sem liggur niður með Hólmsá skoðuðum þar nokkra fossa mjög fallega. Komum svo niður á þjóðveg hjá Hrifunesi
Þaðan fórum við svo upp að Heiðarvatni sem er fyrir ofan Vík í Mýrdal en svisslendingur á alla þá jörð fyrir utan eitt lítið hús sem vinnufélagi Sigurgeirs á okkur var ráðlagt að fara ekkert innar í dalinn því kallinn var að veiða þar í ánni, hann er víst ekki ánægðu ef fólk er að þvælast þarna.Því næst var haldið í Þórsmörk.
ps. af óviðráðanlegum orsökum glötuðust myndirnar sem voru teknar á þessari leið svo hún verður bara geymd í minninu.
M

11.07.2008 23:35

Sumarfríið frábært

Við áttum frábæra viku með Hrönn og Gunna í Kaupmannahöfn og bjuggum við í Trésmiðafélagsíbúðinn við Norrebro. Skoðuðum mannlífið og gengum mikið, einnig fórum við í heimsókn til Svíþjóðar þar sem Birgir pabbi Gunna og Haukur bróðir hans búa, við tókum lest til Sölvaborgar en þeir feðgar búa þar úti í skógi í litlu sætu húsi, fórum svo til Systu systir hans en hún býr 30 km frá þeim og er niður undir sjó.
Allt tókst mjög vel nema heimferðin, á leiðinni út á Kastrup kom upp eitthvað stopp hjá lestinni svo við fórum einhversstaðar úr henni og tókum leigubíl, svo þegar við vorum búin að skrá okkur inn var aðeins litið í kringum sig á flugstöðinni bara til að láta tímann líða , þegar klukkan var farin að halla í hálf tíu vorum við orðin svolítið óróleg því aldrei var kallað út í flugvélina, þegar farið var að kanna málið var búið að fresta fluginu til morguns, við þurftum að taka farangurinn okkar aftur og koma okkur á hótel sem er í hverfinu Kastrup
þar gekk mjög hægt að skrá fólkið inn og komum við ekki upp á herbergi fyrr en um miðnættið og þurftum að vakna aftur kl. 4 og fara út á flugvöll og skrá okkur aftur inn og enn var fluginu frestað nú um 45 mín svo var nú kallað út í vél en þá var eftir að setja eldsneyti á hana en í loftið fórum við um kl.9.45. Þegar heim  var komið buðu Soffía og Friðjón okkur í "Bruns" og var það þrælflott.
M

07.07.2008 01:21

Nýjar myndir

Er orðin svo sibbin að ég blogga bara seinna.
M
  • 1
Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343491
Samtals gestir: 30538
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03

Eldra efni

Nafn:

María Gunnarsdóttir

Farsími:

8991904

MSN netfang:

mariabg@hi.is

Heimilisfang:

Ásakór 11

Uppáhalds tónlist:

Country, Cliff og íslenskt

Uppáhalds matur:

Villibráð
clockhere

Tenglar