Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343491
Samtals gestir: 30538
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03

Velkomin á bloggið mitt

Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum.

Færslur: 2008 Júní

23.06.2008 11:04

Ísólfsskálaleið

Í gær fórum við í bíltúr og fórum upp að Kleyfarvatni og var margt um manninn þar að njóta blíðunnar, svo fórum við út í Krísuvíkurbjarg og þegar við komum þangað hittum við Hollensk hjón sem voru búin að ganga frá Krísuvíkurkirkju og út á bjarg , þau voru á húsbíl og vildu ekki leggja hann í þessa för. Þau spurðu hvort þau mættu sitja í með okkur til baka og var það alveg sjálfsagt, þegar við fórum að spjalla við þau kom í ljós að þau voru ekki búin að sjá neinn Lunda svo við keyrðum með þau út á gamla vitann og fundum við lunda þar og svo sást út í Eldey og sögðum við þeim að þar væri stæðsta súlubyggð í evrópu, svo  fannst þeim  mjög gaman að komast í smá jeppaferð svona óvænt ,skiluðum við þeim svo í bílinn þeirra og buðu okkur í kaffi en við afþökkuðum og héldum leið okkar áfram út í Ísólfsskála en þar er komið kaffihús og virtist vera þó nokkuð að gera. Fórum svo í gegnum Grindavík og í Vogana og nutum veðurblíðunnar og kaffisopans þar. Fín helgi.
M

23.06.2008 09:42

21.06.2008

Á laugardag fórum við í brúðkaup hjá Kjartani og Olgu, en Sigurgeir og Kjartan eru vinnufélagar til margra ára, var athöfnin í Dómkirkjunni afskaplega falleg og sá Sr. Hildur Eir Bolladóttir um hana, það var blíðskaparveður og eiginlega ekki hægt að fá fallegri dag til að standa í svona stórræðum.
Svo var veislan haldin í Rafveituheimilinu og var hún glæsileg í alla staði, maturinn alveg frábær en í forrétt var Humarsúpa svo komu nautalundir með bernes eða piparsósu og meðlæti og súkkulaði dessert í eftirrétt, þessu var svo skolað niður með hvítvíni og rauðvíni, (maður verður svangur af að hugsa um matinn eftirá).
Það vildi svo skemmtilega til að gömul og góð vinkona mín Erna frá Síðumúlaveggjum var stödd þarna með Guðbjarti manni sínum og þremur börnum þeirra og flutti Þorgrímur sonur þeirra þrumu góða ræðu um Olgu en hú er frænka þeirra og var í sveit hjá þeim til margra ára, svo sungu þær Barbara og Íris 3 falleg lög til þeirra og spilaði Viðar maður Barböru undir á píanó og Íris á gítar og var þetta mjög flott hjá þeim. Við þökkum bara fyrir frábæran dag með brúðhjónunum.
M

17.06.2008 23:26

Fín helgi og nýjar myndir

Þetta var nú aldeilis ágæt helgi hjá okkur , en við fórum í bústaðinn og komu Einar Hallur og fjölskylda og voru með okkur .
Við fórum sveitarúnt og fórum niður Skarðshamraveg og kíktum svo á Hreðavatnið og var þar fallegt að vanda, fórum svo upp að Jafnaskarði, svo var farið í Baulu og fengið sér ís.Þegar heim var komið var smá lúr tekinn og var svo farið að elda, við vorum með læri.Svo fóru krakkarnir inn dalinn og vorun að skoða álftarhræið sem tófan drap fyrir nokkru.Svo kom alveg frábært veður á sunnudagskvöldið algört logn og sól og var þá gaman að sullast í ánni. Krakkarnir fóru svo heim á mánudag en Einar Hallur hjálpaði pabba sínum að girða fyrir ána áður en þau fóru.. En á mánudeginum var mjög hvasst og gekk á með hellirigningu, Sigurgeir var úti og var að færa tré, ég fór ekki út fyrr en rigningin var hætt og fór þá að hreinsa "altarið". Komum svo heim í dag 17.júní og var mjög gott veður í allan dag, sól og blíða.
M

11.06.2008 22:17

Framkvæmdir og nýjar myndir

Jæja loksins kom gröfumaðurinn kl. 1. í dag og með honum stór trailer, svo var hafist handa við að flytja stóra gosbrunnasteininn og var hann færður að furunum  og gekk það þokkalega nema hann sneri honum öfugt  en við skoðum það seinna hvað hægt er að gera í því,en fururnar þurfa að víkja á næstu árum .Svo var ráðist í steypuna og gekk vel að rífa hana upp og veggina líka þegar allt var komið á trailerinn fóru þeir eitthvað með það og áttu svo að koma með hellusand til baka en þegar hann fór að renna af pallinum fór illilega um mig því þetta var ekki sá sandur sem við vildum heldur einhverskonar grús úr Lambafelli sem þeir sögðu að væri notuð undir hellur og er það kannski allt í lagi en við ætluðum að nota sandinn líka á bak við hús þar sem skúrinn var og eitthvað víðar þannig að magnið sem var komið með dugar í nokkur plön, svo ef einhvern vantar hellusand þá bara gjörið svo vel.
Mokum meiri sand!!!!!!!!!
M

02.06.2008 11:54

Sumarið er að koma, nýjar myndir






Við fórum í dalinn um helgina en þar var aðeins byrjað á vorverkunum eins og að klippa brotnar greinar eftir snjóþungann í vetur, laga netin sem skýla sumum plöntum og Sigurgeir byrjaði aðeins að laga girðingar en við förum í það næst, annars var Hvammsbóndinn búinn að sleppa í skóginn hjá sér svo þær gætu þvælst til okkar ef lítið er í ánni. Dýralífið var skemmtilega mikið við sáum rjúpur,sandlóur, straumendur,gulendur, gæsir og álftir og svo fullt af mófuglum einnig sáum við skjótta tófu í Hvammsskógi.Fúsi og Sigga voru í sínu húsi en aðrir voru ekki í dalnum.
Settum út minkagildrurnar.
M
  • 1
Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343491
Samtals gestir: 30538
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03

Eldra efni

Nafn:

María Gunnarsdóttir

Farsími:

8991904

MSN netfang:

mariabg@hi.is

Heimilisfang:

Ásakór 11

Uppáhalds tónlist:

Country, Cliff og íslenskt

Uppáhalds matur:

Villibráð
clockhere

Tenglar