Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343304
Samtals gestir: 30468
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:25:36

Velkomin á bloggið mitt

Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum.

Færslur: 2008 Maí

25.05.2008 19:58

Útskrift og nýjar myndir.

Í gær  vorum við í stúndentaútskrift hjá Aroni og var það mjög gaman, frábær matur og virkilega grand.Svo horfðum við á Eurovision í gærkveldi og fannst okkur mörg góð lög þar, við vorum samt hrifnust af dananum, okkar fólk var líka mjög flott.
Það er búið að vera frábært veður í dag sól og 15 stiga hiti og fórum við í bæinn að skoða mannlífið, Grjótaþorpið og Þingholtin svo vorum við í Ráðhúsinu þegar Dagur barna var settur og var það gaman, þar var Frú Dorit og var hún dálítið púkalega klædd en bar sig vel, flott kerling. Fórum svo í kaffi til Soffíu og var hún að baka snúða, hún er ótrúlega iðin við að nenna að vera í eldhúsinu .
Endaði svo daginn á að lesa reyfara í sólinni.
M

13.05.2008 21:41

Þá er helgin liðin, nýjar myndir (af Staðargenginu)

Í dag er búið að vera milt og gott veður þó sólarlaust væri. Ég fór með Dísu í búðir og var hún að versla sér hjól fyrir sig og Andrés og fékk hún ágætis hjól á góðu verði á Vagnhöfða 8, og verða þau send norður til þeirra. Svo fóru þau Dísa og Helgi Þór með flugi heim í eftirmiðdaginn og gekk ferðin vel.
Svo  nú tekur hversdagurinn við hjá mér á ný sem er ágætt líka.
Um helgina er búinn að vera töluverður gestagangur og var það bara mjög gaman.
M

11.05.2008 22:06

Hvítasunnudagur og mæðradagur

  • Já, það hefur borið svolítið á því undanfarið að  2 helgidagar beri upp á sama dag, mæðradagur og hvítasunnudagur í dag og 1.maí og uppstigningardagur  báru líka upp á sama dag.
    Jæja en það hefur ekkert að segja fyrir mig sem er heimahangandi.(nýyrði hjá mér)
    Það hefur verið smá gestagangur hjá okkur undanfarið en í gær komu Soffía og tengdamamma, þær systur  Valla og Ólöf komu líka að ná í Helga og fara með hann í afmæli hjá frænku þeirra.  Andrés tengdasonur kom líka um kvöldmatarleitið og  ætlan hann að vera fram á mánudag, þá fer hann með fulllestaðan flutningarbíl norður. Í dag komu Díana ,Stefán, Heiðar og Helga svo ætlaði Gunni minn og fjölskylda að koma en frestuðu því vegna anna hjá mér.Helgi Þór er orðinn góður eftir síðasta hitakast.
    Sigurgeir er búinn að vinna baki brotnu um helgina við að saga og brjóta múr og járn en við ætlum að fjarlægja steininn og nánast allt sem tilheyrir honum, steinveggi, grjót og plöntur.
    Dísa og Helgi Þór fara svo heim til Akureyrar á þriðjudaginn.
    M

  • 10.05.2008 00:04

    Vikan 5 - 9 maí 2008 og nýjar myndir.

    Þetta er nú búin að vera dálítið erfið vika en við erum með Helga Þór yngsta barnabarnið og er hann búinn að vera með mikinn hita alla vikuna eftir barnabólusetningu svo við höfum ekkert farið út fyrr en í dag. Annars er ég orðin of gömul til að vera með smábörn í svona langan tíma ,allt í lagi að fá þau lánuð einn og einn dag en ég hef ekki heilsu til að standa í svona margra sólarhringa pössun. Hann er ósköp góður greyið litla og vill vera voða góður við ömmu sína, tína út úr skápunum og sturta ceriosinu á gólfin, snakkinu og öllu sem hann nær í en lætur allt vera annarsstaðar en í eldhúsinu.
    Nú er Hvítasunnuhelgin að skella á og ætlum við að vera heima um hana.
    M
    • 1
    Flettingar í dag: 65
    Gestir í dag: 37
    Flettingar í gær: 133
    Gestir í gær: 22
    Samtals flettingar: 343304
    Samtals gestir: 30468
    Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:25:36

    Eldra efni

    Nafn:

    María Gunnarsdóttir

    Farsími:

    8991904

    MSN netfang:

    mariabg@hi.is

    Heimilisfang:

    Ásakór 11

    Uppáhalds tónlist:

    Country, Cliff og íslenskt

    Uppáhalds matur:

    Villibráð
    clockhere

    Tenglar