Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
Færslur: 2008 Febrúar25.02.2008 15:46Þá er þorra lokið og nýjar myndirÞetta var nú ágætis helgi, við fórum í sextugs afmæli til Heiðars og var boðið þar fyrst í mat og svo tertur á eftir allir saddir og sælir þetta var mjög huggulegt og gaman hjá þeim hjónakornum. Svo var árshátíð hjá Einari Halli og komu þau Ísól og hann með flugi og gistu hjá okkur, fóru svo aftur í gær norður Ekkert fékk maður hreindýrið annað árið í röð , hvorugt okkar og er ég drulluspæld en Kalli fékk belju á svæði tvö og Jónatan tarf á tvö líka. Ég fer bara í einhverjar aðrar veiðar þegar fer að líða á árið vonandi! M 17.02.2008 20:06Eftirlitsferð og nýjar myndirKalli og Óli fóru í eftirlitsferð í Sanddalinn í gær með sínu fólki og gekk ferðin bara vel og allt í lagi í húsunum hjá okkur, þeir sögðu færið frekar þungt í blautum snjónum en komust það sem þeir ætluðu svo´þetta var hin besta skemmtun fyrir stóra og smáa. M 16.02.2008 17:45Aftur komin heim.Jæja þá er vonandi þessari törn lokið hjá mér á spítölum í bili.En það þurfti að leggja mig aftur inn vegna þess að það fór að leka mænuvökvi út úr gatinu eftir deyfinguna sem ég fór í í síðustu viku, þetta er í annað sinn á 15 árum sem þetta skeður hjá þeim. Til að stoppa lekann var framkvæmdur blóðflutingur úr handlegg á stungusvæðið og var það helvíti sárt en nóg um það. Nú tekur maður lífinu bara rólega í nokkrar vikur. Kalli og Óli fóru upp í Sanddal í dag í eftirlitsferð og var vist allt í sómanum þar. Einar Hallur og Ísól eru að flytja um helgina og ætlar Andrés að hjálpa þeim. M 09.02.2008 12:10Komin heimJæja, þá er þessi vika liðin en henni eyddi ég á St.Jósefsspítala í nokkuð góðu yfirlæti miðað við aðstæður, það var mjög heimilislegt og gott fólk sem vinnur þar, en heima er nú samt alltaf bezt. Ég á að taka því rólega næstu 4 til 6 vikurnar þannig að ég ætti að vera búin að jafna mig um páska og þá verður nú gert eitthvað skemmtilegt, farið á fjöll eða bara í bústaðinn. Hér hefur gengið á með snjókomu og éljagangi í morgun eftir þýðuna í gær. Einar Hallur og Ísól fara að flytja á Grenivelli í vikunni þannig að það rýmkast vel hjá þeim. Dísa var í prófi í gær og gekk mjög vel var með 10 en hú er að taka tölvu og bókhalsnám. M 03.02.2008 23:04Akureyringar í bæjarferð og nokkrar myndirÞað er búið að vera rennerí af fólki hjá okkur um helgina, Fyrst komu Dísa, Andrés og synir svo komu Einar Hallur, Ísól og Malik töluvert seinna um kvöldið en þau lentu í smá basli á leiðinni heim, það fraus hjá þeim annað afturdekkið fast vegna þess að þau settu bílinn í handbremsu smá stund í Staðarskála, svo endaði með því að það sprakk hjá þeim og felgan ónýt, en þegar Einar fór út til að skipta um dekk var -19° og hann vettlingalaus ekki paar skemmtilegt. Fórum aðeins í búðir á laugardag svo var farið í gegnum Heiðmörkina og leiðinni var farið í Maríuhellir og skoðað þar í kring. Dísa og Andrés fóru á árshátíð hjá Eimskip á laugardagskvöldið.Svo upp úr hádegi í dag lögðu þau öll af stað norður og gekk ferðin bara vel og voru allir komnir til síns heima um kvöldmat. Friðjón, Soffía og Viktor kíktu í kvöldkaffi og voru hin hressustu, þetta var bara ansi góð helgi. M
Flettingar í dag: 252 Gestir í dag: 107 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 22 Samtals flettingar: 343491 Samtals gestir: 30538 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is