Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
Færslur: 2008 Janúar31.01.2008 20:14Kaldur dagur í dagBara fallegt og kalt í dag, hélt mig bara heima að dútla mér við heimilið. Á morgun koma báðar fjölskyldur frá Akureyri í bæjarferð, Disa og Andrés eru að fara á árshátíð hjá Eimskip en Einar Hallur, Ísól og Malik eru bara að kíkja á okkur gamla settið, svo það verður fjör í kotinu.Svo fer ég á spítala á mánudaginn og verð þar út vikuna. ![]() 27.01.2008 21:42Þorrinn og nýjar myndirJæja, þá er þorrinn genginn í garð með sínum áhlaupum í veðri, það snjóaði í gær en rignir í dag en svo á að kólna eftir helgi og snjóa aftur. Við fórum út að borða í gærkvöldi og var það bara flott, fyrst var boðið heim til Björgvins og Margrétar í fordrykk síðan var haldið á Grillið á Hótel Sögu þar var humar í forrétt alveg frábær svo var aðalrétturinn fylltur hryggvöðvi og svo kaffi og desert á eftir og var þessi matur hver öðrum betri og fallega borinn fram. Þjónninn tilkynnti hvað væri í hverjum rétti fyrir sig og spurði einnig hvort einhver væri með fæðuofnæmi, hef ekki heyrt það áður. Við vorum 16 saman og var mikið fjör, hluti af fólkinu kíkti svo á dansiball í Súlnasal en við fórum heim og vorum komin um miðnættið. Í dag komu Fanney, tengdamamma og helmingurinn af Vogafjölskyldunnu Díana, Stefán Aðalbjörg og synir til okkar í kaffisopa og var gaman að því. Fékk myndir frá Stefáni úr Köben ferðinni okkar um áramótin og set þær inn. ![]() 19.01.2008 22:43Laugardagsferð í dalinn og nýjar myndirKomið þið sæl. Maður er sko bara heppinn að vera kominn heim til sín. Bóndinn var svo upptekinn við að leita að tófusporum meðfram Skarðshamra veginum í dag að hann keyrði út af, og ég var svo fljót út úr bílnum að ég gleymdi að taka myndavélina með mér svo það er enginn mynd, en þetta var helvíti bratt og tók nokkrar atrennur með allt splittað, en tókst að lokum. En ferðin var góð og tímabær, það var komið 20mm gat á panilinn eftir mús og tróðum við patrónu í það til bráðabyrgðar.Það var mikil lausamjöll og fallegt yfir að líta. Kíktum á bústaðinn hjá Kalla og var allt í lagi þar. ![]() 15.01.2008 15:24Slappur dagurÞá kúrir maður bara innandyra hálf lasinn en þó ekki meir en svo að maður fari í tölvuna en ég er að reyna að setja safnið upp hjá mér, en það er í gegnum símann og adsl, ljósmyndir úr tölvunni og farsímanum svo er hægt að skoða þær í sjónvarpinu. Það vantar eitthvað forrit hjá mér svo ég er að downloada því. Það er snjór en þokkalegt veður.Heyrði aðeins í Helgu Sördal og var gaman að heyra í henni svo heyrði ég í Einari Halli og Hrönn.Það tókst hjá mér að senda myndirnar í safnið á sjónvarpinu. ![]() 14.01.2008 12:55EftirlitsferðVið fórum í fallegu veðri í gær Bláfjallahringinn og vorum að kikja eftir rjúpum og tófu og er þetta nokkuð árviss ferð hjá okkur. Sáum á einum stað för eftir rjúpu en á nokkuð mörgum stöðum tófuspor. Hittum þarna mann sem gengur mikið á þessum slóðum og var hann að fara upp í Grindarskörðin, hafði hann einnig farið þangað um síðustu helgi og sagðist hann enga rjúpur hafa séð á þessum slóðum í vetur en þó nokkuð af fugli í Esjunni undanfarið, þannig að friðunin virðist ekki segja mikið. Kíktum svo í kaffi til tengdamömmu, annars var þetta mjög góð helgi. ![]() 13.01.2008 01:13Góðan dag kl 01.19Jæja, þá er klukkan komin vel yfir miðnættið og við vorum að koma heim, en við byrjuðum daginn á að kíkja til Óla og Möggu og var frúin ansi lasleg, en hún hafði náð sér í flensu. Svo vorum við í mat hjá Hrönn og Gunna og var maturin hreint frábær það var byrjað á dásamlegri Rjúpusúpu svo var grilluð nautalund og í dessert voru bananar vafðir í pönnuköku og vættir með Amaretto líkkjör og svo hitað, þetta var allt algjört sælgæti. Vorum komin heim um kl 10 þá var okkur boðið í kvöldhressingu að Brúnastöðum efri , þar var boðið upp á kaffi og konjak ásamt ostum og öðru góðmeti svo maður er vel etinn eftir daginn.Ekki amalegur þessi dagur. ![]() Ps. frétti að Árni bróðir, Kristín mágkona og Hafdís systir væru komin í nýju íbúðina sína á Spáni, ekki dónalegt hjá þeim og bara til hamingju! 12.01.2008 01:14SkýrslurÞá er komið að því að byrja að skila inn skýrslum og er þar fyrst á ferðinni veiðiskýrslan sem fór inn í kvöld og var hún heldur fátækleg bara nokkrar rjúpur eða þannig! Svo sótti ég um hreindýrstarf á svæði 6 og vona ég að það gangi eftir. Annars er lítið að frétta, erum boðin í mat til Hrannar og Gunnars um helgina. Förum svo fljótlega að huga að dalaferð við arineld og fjallasælu, ekki dónalegt það. ![]() 06.01.2008 22:26Nú árið er liðið. / Nýjar myndir
Flettingar í dag: 370 Gestir í dag: 1 Flettingar í gær: 19093 Gestir í gær: 79 Samtals flettingar: 527243 Samtals gestir: 36746 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:38:43 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is