Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343491
Samtals gestir: 30538
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03

Velkomin á bloggið mitt

Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum.

Færslur: 2007 Desember

23.12.2007 22:59

Þorláksmessa 2007

Þá er maður bara farin að bíða eftir jólunum, bara eftir að fara í bað og klæða sig upp.
Við fórum víða í dag, kirkjugarðana og svo að skila af sér pökkum og gekk það sæmilega þurftum reyndar að bíða eftir að fólk kæmi heim en þetta hafðist að lokum.
Sigurgeir fór í skötu í Unufellið og var bara góð mæting bara svona gikkir eins og ég sem fór ekki.
Hitti Andra Geir í dag eins og ég var að vona og er þá búin að hitta öll barnabörnin undanfarið.
Gleðilega hátíð!
M

22.12.2007 23:27

Laugardagur fyrir jól

Ósköp er nú notalegt að fá svona helgi fyrir jól, maður er bara ekki í neinu jólastressi heldur bara í hátíðarskapi og afslappaður. Við hjónin röltum okkur niður laugarveginn í dag í fallegu veðri og var töluvert af fólki á ferðinn, fengum okkur kaffisopa í  kaffihúsinu Kaffitári og var bara traffík þar. Ég sá fullt af flottum fötum og dásamlegu skarti um allan bæ,  það er ágætt að fara svona ferð bara einu sinni á ári annars setti ég bóndann fljótt á hausinn.
Svo enduðum við bæjarferðina á að fá okkur kjúkling á KFC.
Fljótlega eftir að við komum heim komu Erlingur, Þuríður og dætur og sátu góða stund hjá okkur. Erlingur er að hugsa um að matreiða rjúpu fyrir sig á nýjan hátt og vonandi gengur það vel. Ívar Örn ætlar að kíkja við hjá okkur á morgun, þá á ég bara eftir að hitta Andra Geir af barnabörnunum  fyrir jólin, en kannski sé ég hann á morgun.
Höfum þetta gott í dag.
M

21.12.2007 08:15

Ömmudagur


Í gær átti ég ánæjulegan dag með Sindra og Unnari  og fórum við í Þjóðminjasafnið og var það mjög gaman, en við vorum að leita að jólakettinum, það er ratleikur sem safnið hefur sett upp og gekk okkur bara nokkuð vel að finna kettina, kannski ekki alveg í rétri röð en fundust samt allir. Unnar hafði farið með skólanum sínum svo hann kunni reglurnar og kenndi okkur hvernig við áttum að fara að þessu.
Þar hittu þeir einnig Helgu sem sá um bókasafnið í skólanum hjá þeim fyrir einhverjum árum og höfðu þau gaman af að hittast en hún er nú starfsmaður safnsins. Svo fórum við á KFC  (meiri bjánin hún amma ykkar að vita ekki hvað staðurinn heitir) og fengum okkur kjúkling að borða þar sem við vorum orðin svöng.
En þetta var afskaplega skemmtilegur dagur og ekkert jólastress hjá okkur,
 bara nutum þess að vera til.
Jóla hvað

Ps: Byrjuðum reyndar á að heimsækja langafa og langömmu á Kleppsveginum.

16.12.2007 12:57

Jólaferð til Akureyrar

Við skelltum okkur til Akureyrar á föstudag og gekk ferðin bara vel höfðum vindinn á eftir okkur eiginlega alla leiðina , fundum mest fyrir honum í Blönduhliðinni svo var smá hálka efst á Öxnadalsheiði. Vorum komin til Dísu og Andrésar um kl 20.00, þau fóru snemma að sofa svo við fórum að skoða jólaskreitingar á húsum og var fallegasta gata í heild Lerkilundur sem er skeifulaga gata og virkilega flott. Á laugardaginn fórum við og röltum um göngugötuna það var frekar fátt fólk komið á ról en búið að opna búðir.
Heimsóttum svo Einar Hall og Ísól sambýliskonu hans og var það mjög gaman , fórum svo og fengum okkur að borða á Greifanum áður en við lögðum af stað heim aftur, tókum smá króka  fórum í gegnum Sauðárkrók og yfir Þverárfjall það var töluverð hálka á leiðinn en birtan var mjög falleg þó dagurinn sé orðinn ansi stuttur, komum við í Sanddal þar var allt í lagi, gáfum Sabínu smá romm.
Skoðuðum svo jólaljósin í Borgarnesi og Akranesi.
Komum heim um 8 leytið.
M

09.12.2007 22:39

Akureyringar í heimsókn

 Hafdís og fjölskylda komu  til höfuðborgarinnar í jólainnkaupin og gekk það bara vel hjá þeim og  eru þau komin aftur norður og gekk ferðin vel. Tók glugga og gardínur í dag, kíktum í kaffisopa til Soffíu og Friðjóns eftir hádegið.
M

03.12.2007 21:21

Mánudagur



Fór í sjúkraþjálfun í dag og það gekk sæmilega, fór svo til tengdamömmu og  fórum við í banka, búðir, kirkjugarðinn og enduðum svo í kaffi  hjá Fanney.
Bara ansi gott.
M
PS . Ég á tvo miða á tónleika hjá Bjögga Halldórs í Laugadalshöllinni á laugardag kl 16.00 ég get ekki notað þá sjálf svo ef einhver vill þá, þá bara gjörið svo vel
M
Miðarnir eru farnir

02.12.2007 23:31

Sunnudagur

 
Þá er þessi dagur liðinn, annars var helgin ágæt.
Við kíktum á tengdamömmu og svo til Óla í gær, en í dag fórum við í síðbúið morgunkaffi til Soffíu og enduðum svo hjá Kalla og þar voru gestir, Hrönn sem hjálpaði Hafrúnu að setja upp gardínur, Gunni var að lagfæra tölvur og tengdamamma var í þeirra fylgd. Á morgun er ég hjá Bjössa sjúkraþjálfa svo ætlum við tengdó aðeins að fara í búðaráp eða þannig.
  M
  • 1
Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343491
Samtals gestir: 30538
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03

Eldra efni

Nafn:

María Gunnarsdóttir

Farsími:

8991904

MSN netfang:

mariabg@hi.is

Heimilisfang:

Ásakór 11

Uppáhalds tónlist:

Country, Cliff og íslenskt

Uppáhalds matur:

Villibráð
clockhere

Tenglar