Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
Færslur: 2007 Október31.10.2007 20:14Klár á rjúpunaÞá erum við komin til fjalla en hér hefur verið norðanátt nokkuð stíf og éljagangur, kíktum á aðstæður á heiðinni í dag og er ekkert mjög mikill snjór, sáum för eftir einn fugl . Erum búin að gera okkur klár fyrir morgundaginn en erum ekki alveg búin að ákveða hvert við förum ,spáin er ekki góð þannig að við tökum bara ákvörðun í fyrramáli. Enginn kominn í dalinn en við heyrðum af einhverjum sem ætla í Sandinn á morgun. M 26.10.2007 22:52Prófin búinJæja þá eru prófin búin og þá er að bíða eftir einkunum en ég fékk nú út úr fyrsta prófi í gær sem var siglingarfræði og þar fékk ég ansi gott eða 10 fæ úr hinum á morgun. M 25.10.2007 22:40PrófJæja nú er lítill tími til að vera á netinu því allur tíminn fer í að lesa undir próf. Fyrsta prófið var í kvöld og gekk það þokkalega, klára svo á morgun. M 14.10.2007 02:15Ljúft laugardagskvöld með góðum vinumVið áttum notalega kvöldstund hjá Margréti og Jónatani og kom Maggí systir með okkur uppeftir.Var okkur boðið upp á myntute úr garðinum þeirra og var það mjög gott ,síðan var sest að snæðingi og var þar á borðum hreindýr með ýmsu lostæti eins og það gerist best t.d stikilber úr garðinum þeirra og hef ég ekki smakkað þau áður . Var svo spjallað fram eftir kvöldi og í lokin vorum við leyst út með dýrindis perlum frá Kínaströnd, ekki dónalegt það. Bestu þakkir kæru hjón. M 07.10.2007 18:23Hin árlega rjúpnatalningFrábært veður í dag. Við ákváðum að það væri tilvalið að nota daginn til rjúpnatalningar eins og við gerum árlega á þessum tíma árs. Við vorum rétt komin upp að Úlfarsfelli þegar við sáum slatta af strákum (körlum)á dýru leikföngunum sínum og eyddu við næsta klukkutímanum í að horfa á þá á snjósleðum, bílum,fjórhjólum og motorhjólum og Svifflugvélum og var meiri háttar að sjá hvernig þeir fóru yfir Leirtjörnina en myndirnar tala því máli. Fórum síðan Hafravatnshringinn og sáum 5 rjúpur sem er mun meira en í fyrra en þá sáum við enga, en 11 árið á undan. Fórum svo til Hrannar og fengum kaffi og pönnukökur og fínerý, breytingin á svefnherberginu er meiriháttar flott eins og allt heimilið. Í gær átti bóndinn afmæli og kom fullt af fólki í kaffisopa það var mjög gaman. M
Flettingar í dag: 65 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 22 Samtals flettingar: 343304 Samtals gestir: 30468 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:25:36 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is