Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
Færslur: 2007 Ágúst28.08.2007 22:27MeyjaÞá er afmælisdagurinn að kveldi kominn og hefur hann verið friðsæll og góður. ![]() Fékk tvo kærkomna gesti í heimsókn þá bræður Jónatan og Grím og áttum við notalegt spjall og spádóma. ![]() Þakka allar afmæliskveðjurnar í dag . M 26.08.2007 22:04Gæsir á flugiJæja þá er helgin liðin og við komum fuglaus heim. Vorum allan laugardaginn að kynna okkur atferli gæsarinnar og erum kannski búin að finna hvar við setjum okkur niður um næstu helgi.Sigurgeir eldaði dýrindis máltíð handa okkur á milli rigningarskúra á heiðinni. M 19.08.2007 00:24Góður dagurÞað var farið snemma á fætur í morgun og farið sem leið liggur Mosfellsheiði, Þingvelli, Lyngdalsheiði að Geysi og Gullfoss og sem leið liggur inn að Hagavatni og urðu nokkrir útlendingar á leið okkar, það var bjart og gott veður fórum bröttu brekkuna upp að vatninu og var gaman að koma á þessar slóðir. Fórum svo upp á Bláfellsháls og þaðan að Skálpanesi, en þar er þokkalegt hús og mikið af snjósleðum og jökladóti sem virðist bara vera geimt þarna. Fórum svo í Fremstaver og var fallegt þar víða,sáum álftir og gæsir, svo lá leið okkar í Reykjaskóg og var okkur boðið í kvöldmat í Siggubæ hjá Klöru,Sigga, Hrönn og Gunna og tengdó sátum þar frameftir en drifum okkur svo heim og vorum komin undir miðnættið. ![]() ![]() 17.08.2007 00:28Akureyri og nágreniJæja þá er maður búinn að fara á fiskidaga, handverkssýningu og skoða í búðir á norðurlandi, reyndar versla "pínulítið" annars var kalt og ekkert spes veður. Nú er orðið tómlegt hér heima, Einar Hallur og Úlfur farnir til síns heima svo við erum bara tvö í kotinu. Förum sennilega til fjalla um helgina. ![]() Fékk símtal frá Hreindýraráði þar sem komið var að mér í úthlutun á belju á svæði 2, en ég var númer 75 á biðlista svo mér finnst eitthvað skrítið við þetta kerfi, en jæja ég afþakkaði þar sem ég ætla í skóla í haust og taka pungaprófið og svo á að skella sér í danaveldi síðar í vetur. ![]()
Flettingar í dag: 370 Gestir í dag: 1 Flettingar í gær: 19093 Gestir í gær: 79 Samtals flettingar: 527243 Samtals gestir: 36746 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:38:43 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is