Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
Færslur: 2007 Júní25.06.2007 10:24Frábær 29 ára brúðkaupshelgiJæja, þá er blessuð Jónsmessan liðin og eyddum við hjónin henni inn í Básum í Þórsmörk, í sól og sumaryl, að vísu komu smá mold sveipir en að öðru leyti var ekkert að veðri. Við tókum góðan göngutúr , fórum Bása hringinn og upp á Bólfellið fórum svo og lágum bara í sólbaði en það voru um 1500 manns í Básum, svo var varðeldur og söngur á laugardagskvöldið Sem betur fer sluppum við, við alla bílalestin en við fórum Þrengslin báðar leiðir. Virkilega ljúft. 17.06.2007 18:2117.júníÍ dag er fínt veður , hlítt en sólarlaust keyrðum með ströndinni og kíktum á golfvöllinn út í Vogum, þar var margt um manninn, skoðuðum svo Keilisnesið dóluðum svo heim á leið með viðkomu í Akurgerðinu til að kanna hvernig gangan yfir Leggjarbrjót hafi gengið í nótt, en hún gekk bara vel.Svo er óvíst hvað verður gert í kvöld. 14.06.2007 22:41Fínn dagurDagurinn fór vel af stað, svaf til kl. 10 ,en fór þá að gera mig klára fyrir utanhúsmálningu og var að dúlla mér við það fram eftir degi í blíðskaparveðri (alla vega til málunar) hlýtt en sólarlaust. Reyni að fara aðra umferð yfir framhliðina á morgun. Fórum í göngutúrinn okkar fyrir kvöldmatinn og var frekar fátt fólk á ferli núna. 04.06.2007 19:16Mánudagur til mæðu.Það er leiðinda veður í dag , svo ég fór seint á fætur og gerði lítið , tók til í skósafninu og fann lítið þar sem mátti missa sig enda aldrei til nóg af skóm. Fór út í Bónus og lét afgreiðslufólkið fara í taugarnar á mér það gat bara sagt ekki skilja, ekki veit, ekki kann svo ég spurði það bara hvort það gæti ekki drullast heim til sín ef það nennti ekki að læra íslensku, sú sem var á undan mér fór bara frá öllu á borðinu og sleppti sér við verslunarstjórann en ég held hann ekki skilja, ekki veit, ekki kann. Þannig var þessi rok og rigningardagur ,fór samt hringinn með bóndanum. Gott í dag
Flettingar í dag: 252 Gestir í dag: 107 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 22 Samtals flettingar: 343491 Samtals gestir: 30538 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is