Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
Færslur: 2007 Maí30.05.2007 00:00ÞriðjudagurÞá erum við komin heim úr fermingarveislu á Bolungarvík, en þar var verið að ferma Maríönnu Mjöll og héldu Geiri og Sibba heljar veislu. Það var töluverður snjór þarna og ófært út í Skálavík og upp á fjall, en mjög fallegt veður. Strákarnir voru svona smá að reyna bílana en þeir nenntu ekki að hleypa úr svo þeir komust ekki mjög hátt í fjallið. 20.05.2007 19:11Kaupmannahöfn að baki.Þá er maður kominn heim úr vorinu ytra en það var mjög gaman hjá okkur þar. Við Friðjón vorum gengin inn í kjöt á löppunum en það grær seinna. Kosningarnar búnar og stjórnarviðræður hafnar, ekki eru núverandi viðræður mér alveg að skapi en vonandi gengur þetta samstarf ef af verður vel. Það vorar seint hér í Reykjavík þessa dagana skítakuldi og rigning. Skríð bara undir sæng með góða bók. 06.05.2007 21:53SunnudagurJæja þá skein smá sól í dag en gustaði köldu, fórum að hlusta á fyrirlestur í Vetrargarðinum í dag, hann var nú ekkert sérstakur, annars vorum við að hreinsa í garðinum meiripart dagsins og var það bara ágætt. 05.05.2007 20:38UtankjörstaðakosningHelvíti finnst mér skítt að fá ekki sama tækifæri og þeir sem geta kosið á kjördag, en ég kaus í dag og var mér ekki boðið uppá að raða fólki á listann en kjörseðill lítur svona út http://www.unnurbra.is/index.php?itemid=48 Ég fékk bara 10x10cm snepil og átti að stimpla þann listabókstaf sem ég ætlaði að kjósa. Annars flokks þegn í eigin landi. Ekki satt? 05.05.2007 19:38Veiði 2007Fór á sýninguna í Vetragarðinum í dag, fannst hún bara ansi góð, þarf reyndar að fara aftur á morgun til að hlusta á erindi sem Ívar Erlendsson flytur um samanburð mismunandi riffilstærða. Ég hafði gaman að erindi sem Þröstur Elliðason var með, hann virðist vera að gera góða hluti,kannski endar maður bara í stangveiðinni þegar ekkert er eftir til að skjóta hér heima ,ekki þar fyrir utan þá er alltaf gaman að skjóta í mark. En nú styttist í Kaupmannahafnarferðina og hef ég verið að reyna að hafa upp á veiðibúðum þar og er komin með eitthvað. Annars á bara að vera í afslöppun og njóta lífsins þar. 03.05.2007 10:29MengunGóðan og blessaðan daginn. Það fór svona í gegnum huga minn á laugadaginn hver væri oft meginorsök mengunar. Þennan dag var bjart og sólríkt veður norðanlands en snögglega blasti við okkur svartur reykur innan úr Eyjafirði , við héldum að það hefði orðið slys og kviknað hefði í einhverjum bænum en aldeilis ekki þetta voru bændur að kveikja sinu á jörðum sínum og þá er ekki spáð í hver er að menga fyrir hverjum, það lá við að það þyrfti að aflýsa flugi vegna sjónmengunar en reykiinn lagði yfir flugvöllinn og miðbæ Akureyrar. Ég hélt nú að á upplýsingaöld væri ekki ástæða til að fara svona með landið okkar, nógu slæmt er ef kviknar í óvart eins og skeði vestur á Mýrum í hittefyrra en kannski hafa bændur bara gert það sjálfir "alveg óvart" en hver skyldi hafa borgað fyrir það mikla slökkvistarf sem þar fór fram, jú jú við litilmagnarnir sem fáum enga milljarða í starfslokasammninga og þess háttar eins og bankastjórarnir, þetta er orðið frekar ósmekklegt umhverfi sem við lifum í þar sem er mengun, peningasukk og spilling á háu stigi lifir góðu lífi eins og sýndi sig með ríkisborgararétti fyrir tilvonandi tengdadóttur Jónínu Bjartmars. Best að láta ekki fleira fara í taugarna á sér í dag, þó á ég eftir að lesa blöðin. Hafið góðan dag 01.05.2007 21:20Frídagur verkamannaIss skítaveður í borginni,nenni ekki að vera atvinnumótmælandi í dag og fara í göngu, hef reyndar aldrei gert það, svona er að vera ekki róttækur en röfla bara við bóndann hér heima og halda að maður bjargi heiminum þannig.
Flettingar í dag: 65 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 22 Samtals flettingar: 343304 Samtals gestir: 30468 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:25:36 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is