Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
Færslur: 2007 Apríl30.04.2007 22:17AkureyriJæja þá er búið að taka forskot á sumarið en við dvöldum á Akureyri um helgina í hreint dásamlegu veðri 22° hiti sól og blíða. Fórum og fengum okkur að borða á Friðrik V meiri háttar matur og fín þjónusta. Svo var bara verið að dúlla sér út um allan bæ. Lögðum af stað á suðurleið, gekk vel að Staðarskála en flutningabíll með tengivagni hafði oltið við Hrútafjarðará og lokaðist vegurinn í 2 tíma meðan verið var að ná bílstjóranum út, en þyrlan flutti hann svo suður. Við ætluðum að stytta okkur biðina og fara á vaði yfir ána en ekki gekk nú betur en svo að við misstum bílinn í drullu og þurftum að kalla út mann á dráttarvél til að draga okkur upp úr gúmmelaðinu. Svo komum við við í bústaðnum og vorum þar í smátíma vorum svo komin heim um sex leytið. Það á að banna þungaflutninga um þjóðvegina því þeir eru ekki gerðir fyrir svona stóra bíla. Mæli með að sjóflutningar verði teknir upp á ný. 25.04.2007 10:00Jón Ásgeir og DavíðJæja nú á að fara að gera teiknimyndasögu um þá félaga Jón Ásgeir og Davíð og koma þar ýmsir menn við sögu td. verður Kári Stefánsson brjálaði vísindamaðurinn sem býr í geimstöð. Jón Ásgeir og Jóhannes búa í Kastala, það passar fint því Jón Ásgeir var að kaupa sér þakíbúð í New York á litlar 10 milljónir dollara og er mánaðarlegt viðhaldsfé 17,720 $ eða 1,1 milljón króna þá munar ekki um það þessa karla. Þá er bara að bíða eftir teiknimyndabókinni. Hafið það gott í dag. 24.04.2007 18:19Lögregluþjóni á Akureyri á bæði að segja upp starfi og dæmaÞað er sóðalykt af dómi yfir lögreglumanninum á Akureyri sem mætti ölvaður á slysstað og akandi þar að auki, kallaði síðan út konu sína og var hún einnig drukkin á bíl. Hvernig geta menn komist upp með svona lagað, hvað er að dómskerfinu okkar sem hleypir svona dómum í gegn og svo þar að auki fær maðurinn að halda áfram að starfa innan lögreglunnar bara færður til í starfi. Er þetta sú fyrirmynd sem við viljum sýna unga fólkinu okkar í dag allt í lagi keyra fullur ljúga fyrir dómi og komast upp með það. Þetta er orðið ömurlegt dómskerfi í landinu okkar . 24.04.2007 10:19Jeltsin allurJæja, þá er þessi skrautlegi forseti allur og kannski ekki nema von ,en ég hafði gaman að honum, hann var ekki þessi stífi karakter sem oft veljast í svona störf (eins og t.d okkar forseti sem sem er eins og spítukarl og á að heita líðræðislega kjörinn en er með fyrir innan 30% af þjóðinni á bak við sig), enda Jeltsin umdeildur maður og örlagafillibytta og hafði gaman af að djamma og djúsa og hafði mikla spillingu í kring um sig. Litríkur persónuleiki óhætt að segja það. Blessuð sé minning hans. 23.04.2007 21:23OlíuverðÞað er með ólíkindum hvað olíunverð er rokkandi þessa dagana. Hér úti hjá shell er verðið 111 kr að morgni en 119 kr að kvöldi svo hélt maður að AO mundi verða samkeppnisfært en svo er ekki í dag, OB, Ego og orkan eru öll með lægra verð núna. Þá er víst bara að keyra minna. Gott í dag 18.04.2007 22:33Síðasti vetrardagurHér áður fyrr var alltaf djamm og gaman á þessu kvöldi, en nú er maður farin að reskjast og hættur öllum fíflalátum, en þó finnst mér að sjónvarpið mætti vera með skemmtiefni á þessu kvöldi, en svona er þetta allt er breytingum háð og maður verður bara að sætta sig við það. Fórum út að ganga eftir kvöldmat, það var fallegt veður en kalt 2°frost svo vetur og sumar frjósa saman að þessu sinni.
Flettingar í dag: 65 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 22 Samtals flettingar: 343304 Samtals gestir: 30468 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:25:36 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is