Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
25.11.2008 20:33Betra seint en aldrei
Skessuhorn, 25. nóvember 2008
Bændur á vegum Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar smöluðu lönd Sveinatungu og Hlíðar í Norðurárdal í gær. Eins og greint var frá í Skessuhorni í síðustu viku var vitað að talsvert væri eftir af fé á þessum jörðum. Alls smöluðust 99 kindur. Þrjár þeirra voru úr Dölum, ein frá Norðurárdal, ein úr Stafholtstungum en 94 frá sama bænum í Þverárhlíð. Að sögn Kristjáns F Axelssonar, formanns afréttarnefndar Þverárréttarafréttar er talið að land sé nú hreinsmalað á þessum slóðum. Hinsvegar veit hann að sést hefur til þriggja kinda við Búrfellsá sem er inni í afréttargirðingunni á Holtavörðuheiði. Ekki dónalegt að vera hér um bil búnir að smala fyrir jólin, skyldu þessum þremur úr Dölunum hafa verið slátrað. En ég get upplýst að það halda engar sauðfjárveikivarnar girðingar á milli Sveinatungu, Hlíðar og Sanddalstungu annarsvegar og Dalasýslu hinsvegar, en þær eru LÖNGU ónýtar. ps.( Kannski er Siggi á Höfða þá búinn að heimta sitt fé af fjalli) M 17.11.2008 16:05Sveitasælunni lokið í bili - nýjar myndirÞá er fjölmiðlafriðurinn úti svona þegar maður er kominn til byggða, mér heyrðist í sjónvarpinu áðan að ég skuldaði einhverjar 4,5 milljónir eins og hvert mannsbarn á Íslandi núna en það gleymdist bara að láta mig vita að ég bæri ábyrgð á forsetanum, útrásinni og öllu saman heila klabbinu. En heim erum við komin eftir 10 dásamlega daga í óbyggðum fórum 1 sinni og keyptum olíu höfðum annars nóg að bíta og brenna. Veðrið var nokkuð rysjótt eins og oft vill verða á þessum árstíma, sáum nokkrar rjúpur en tiltölulega dreifðar, veiddum okkar skammt og ekkert umfram það.Keyrðum um og spjölluðum við aðra veiðimenn, það sem okkur þótti mjög áberandi núna er mjög mikil aukning í hundasportinu, menn eru með allt upp í 4 hunda, það eykur nú ekki mikið áhugann hjá manni að fara á eftir þeim í fjöllin, en fuglinn er með vængji blessaður svo maður bíður bara eftir að hún komi aftur. Við fengum þrjá unga menn í heimsókn og voru tveir af þeim að fara í sína fyrstu veiðiferð en þetta var Aron Andrew og félagar og voru þeir búnir að kíka á heiðina en þar var ekki hundi út sigandi vegna veðurs svo við sögðum þeim að kíkja inn á Baulusand en veðrið var lítið skárra þar.Við kíkjum kannski aðeins aftur í mánuðinum svona til gamans ef viðrar. M 12.11.2008 13:45Ein er upp til fjallaVið njótum lífsins hér í okkar fjallakofa. Í dag er fallegt veður logn og 0° hiti smá grámi yfir öllu. Skruppum í Staðarskála bara svona til að skoða nýja skálann. Það hefur gengið illa hjá mér að setja inn myndir tengingin er svo hæg geri það bara þegar ég kem heim.. Við erum að verða búin að fylla okkar veiðikvóta í ár, ætlum aðeins að kíkja á morgun. Það standa yfir smalamennskur öðru megin í dalnum þessa dagana, svo eru 10 rollur Sveinatungumegin , betra seint en aldrei, annars eru 20 til 30 rollur í Fornahvammslandinu ennþá, þeir ætla kannski að selja veiðileyfi á þær. M 07.11.2008 17:22Á fjalliJæja þá erum við búin að vera á Holtavörðuheiðinni í dag og í gær afrakstur lítill en þó 4 í gær og 3 í dag það er blautt og hlítt og það litla sem er af fugli er í 700 metrum og ofar en við vorum í Kirkjunni það hafa verið um 15 menn og flestir með lítinn afla.Talvan er svo lengi að vinna hjá mér að ég fer ekki í hana nema stöku sinnum svona annan til þriðja hvern dag.M ps. Svona vill þetta stundum vera Rúnar minn Kveðja 02.11.2008 17:31Utanvegaakstur bíla og menn á veiðum á fjórhjólumTröllakirkja á Holtavörðuheiði Þá er fyrsta helgin á rjúpu liðin og gekk okkur þokkalega vorum með 6 á laugardag og 9 á sunnudag.Menn voru svona með 0 til 5 fugla sem við töluðum við, göngufærið var mjög slæmt og voru sumir á þrúgum en maður fór niðrúr í öðru hvoru skrefi. Það voru um 30 bílar á heiðinni á laugardag en sáum engan í morgun en heyrðum 1 skot. Á laugardag sáum við bíla fara upp slóðann hjá Fornahvammi en þeir komust ekki eftir honum upp þá tóku þeir stímið beint upp múlann og var ömurlegt að sjá hvernig þeir óðu upp landið utanvegar beint af augum og voru þetta meðal annars merktir ferðaþjónustu bílar. Og var þessi einn af þeim, merktur bak og fyrir " The Mountaineer of Iceland" og sáum við hann svo langt inn á fjöllum, þar sem hann bar við himinn á móts við Tröllakirkju að vestanverðu. Það ætti nú að taka svona fyrirtæki sem ganga ömurlega um landið okkar hreinlega úr umferð og svo kalla þessir menn sig ferðafrömuði. Svo voru menn í landi Sandalstungu í Norðurárdal og þar á meðal voru menn á tveimur fjórhjólum og með pinnalausar byssur og fótbraut annar þeirra sig. M 29.10.2008 14:31Rjúpnaleit og afmæli, nýjar myndirVið fórum á laugardaginn upp að Hafravatni og nágreni til að athuga hvort ekki væri allt vaðandi í rjúpu á þessu friðaða svæði til margra ára. Það var fallegt veður en við sáum 1. rjúpu og annarstaðar för eftir aðra, en við sáum tvær kanínur svo ekki er útlitið gæfulegt.(Förum bara á kanínuveiðar) Fórum í afmæli á sunnudeginum til Guðnýjar Kristínar og var það voða gaman. Í gær kom Hafdís og fjölskylda í bæinn en Einar Geir þurfti til læknis svo fara þau heim í fyrramálið. Við Helgi Þór fórum út að labba í morgun, fórum í búðina og bakaríið og labbaði hann báðar leiðir en svo sofnaði hann á meðan ég var að laga matinn hans, þreyttur blessaður, hann er mjög góður ef foreldrarnir eru hvergi nálægir, það er nú þannig með flest börn. M 23.10.2008 20:13Hálf svört vikaÞessi vika hefur eiginlega ekki verið neitt skemmtileg, allt svo neikvætt og allt á hausnum, ríkisstjórnin gerir ekki neitt nema skoða málin alveg endalaust svo nú er mál til komið að hún taki á hlutunum ella fari bara frá, þá væri þetta nú fullkomnað, kannski hægt að bæta eins og einu eldgosi við já og svo fárviðrinu sem á að koma í nótt, flott flott flott. Annars kom Aðalheiður til mín á þriðjudag og vorum við að dúlla okkur í tölvunni hennar, svo komu Friðjón og Soffía í kvöldkaffi og á morgun kemur Unnar til mín en það er skólafrí núna, svo fer Dísa norður á morgun. M 20.10.2008 21:38Hrafnaþing/Jón ÁsgeirÓlíkir þættir þessi og Silfur Egils, þarna var umræðan málefnaleg og tókst Jóni Ásgeiri að skýra sitt mál þokkalega. Ég er nú farin að hallast að því að Davíð Oddsson hafi farið á límingunum þann 30. sept þegar hann hafði mikinn sparnað af landsmönnum og held ég að hann ætti nú bara að setjast í helgan stein og taka Geir Haarde með sér, Ekki veit ég hvurn andskotann maður ætti að kjósa ef til nýrra kosninga kæmi, hef alltaf kosið XD en nú er fokið í flest skjól, vil bara skipa ópólitíska þjóðstjórn og hala brækurnar upp um þessa herra, svo finnst mér að það ætti að sækja til saka bankastjórnendur sem skömmtuðu sér laun og önnur fríðindi, las eihverstaðar (helgarblað DV) að Bjarni Ármann hafi fengið 900 milljónir í starfslokasammning og hinir eitthvað svipað og svo náttúrulega árangurs tengd laun, svo nú þegar illa gengur eiga þeir að greiða með sér þar sem árangurinn hefur verið afspyrnu lélegur síðustu mánuði. M 19.10.2008 16:44Fínt í sveitinniÞá er maður búinn að slaka á í sveitinni þessa helgina og var það mjög notalegt, annars var fallegt veður í gær og kíktum við á heiðina sáum enga fugla né ref, vorum aðeins að skjóta upp við Skotsteinavatn og lofar nýji riffilsjónaukinn góðu.Það voru frekar fáir í dalnum Hafrún og Kalli voru og svo var verið 1 nótt í Bjarna húsi. Það er búið að mála húsið í Sveinatungu en eftir að taka stillansana niður. M 12.10.2008 20:35Norðanfólk farið heim, nýjar myndir Andrés og synir komu í heimsókn um helgina og það var voða gaman að hitta þá. En ég hef aldrei fyrr þurft að fjarlægja alla hluti upp í meters hæð áður, en svona vill þetta vera misjafnt, en Helgi Þór var óvenju fjölþreyfinn og braut tvo hluti.Þeir fóru heim í dag og gekk ferðin vel norður. Einar Hallur og Kristmundur voru uppi í bústað um helgina en þeir fóru í hjólatúra um næsta nágrenni. Við vorum að fá okkur stærri sjónauka á Remington riffilinn eða 3x12x56 og losnuðum við 7x50 sjónaukann í vöruskiptum, fengum hreindýralæri í staðinn og var það dýr skotið af konu sem heitir Anna Lóa, alltaf gaman þegar fleiri konur koma inn í veiðina og var þetta hennar fyrsta dýr og ætlar hún að fá sér haglabyssu og fara á rjúpu í haust. Við fórum á bílasýninguna í Fífunni í gær og var gaman að sjá úrvalið, ekki myndi ég vilja lenda undir stæðstu amerísku bílunum sem voru þarna það væri klárlega dauðadómur. Sá einn bíl sem mér fannst flottur en það var HiLux 2008 á 38" rauður, kannski fáum við okkur svoleiðis bíl næst þegar við endurnýjum M 09.10.2008 23:22Það er fjörJæja, þá er dagur að kveldi kominn einu sinni enn og alltaf versna þjóðmálin, svo maður bara á ekki til eitt aukatekið orð né aur lengur, því kókaínliðið er búið að ræna hvern einasta mann á landinu og svo eru þeir svo miklar skræfur að þeir loka sig inni með lífverði allt um kring eða eru farnir úr landi, svo skil ég ekki af hverju eignir þeirra hér og erlendis eru ekki teknar eignarnámi eins og hjá hverjum öðrum sem verður gjaldþrota, maður gæti haldið að æðstu ráðamenn væru hræddir við þá! Annars heldur daglega lífið áfram þó allt sé farið til andskotans. Hér á myndinni eru Sigurgeir,Kalli og Óli en þeir komu(sko Kalli og Óli) og borðuðu hjá mér villibráð, en ástæðan fyrir því að ég er með villibráð svona á virkum deg er sú að ég var að elda fyrir Gestgjafann en þeir ætla að gefa út sér villibráðarblað. Það verður svo aldeilis fjör hjá okkur á morgun en þá koma Einar Geir og Helgi Þór með pabba sínum í bæinn og verða þeir fram á sunnudag. M 06.10.2008 23:52Það gengur á ýmsuÞað er óhætt að segja að það hafi mikið gengið á í þjóðfélaginu okkar í dag, allt orðið ríkisrekið aftur og þjófarnir farnir úr landi með aurana okkar, en lífið er eilífðar hringrás, ef horft er til fortíðar þá segir sagan okkur að á ca 100 ára fresti ganga yfir heiminn einhverskonar kreppur. Síðast er talað um heimskreppuna miklu sem var á öðrum tug nítjándu aldar, en svo rísum við upp og byrjum bara aftur þannig er nú bara lífið. Annars vorum við í afmælisveislu hjá Kristínu mágkonu á laugardagskvöldið og var það vel lukkuð og skemmtileg veisla. Svo átti nú bóndi minn afmæli í dag og kom allt Staðargengið í kaffisopa og var það bara fínt. M 04.10.2008 18:28KaldárselÞá er þessi vikan að verða liðin. Ég var á GPS námskeiði í vikunni og var verkleg æfing í morgun upp í Kaldárseli. Veðrið var dásamlega fallegt og snjór yfir öllu. Kennarinn okkar var Sigurður Jónsson sem er í hjálparsveit Kópavogs hann var svolítið skondinn, vill að maður geri plön heima í stofu og fylgi þeim, en svoleiðis eru bara ekki okkar ferðir, við erum kannski einhverstaðar t.d upp í bústað og förum aðeins út að keyra og svo dettur okkur í hug að fara eitthvurt allt annað en í upphafi var talað um, svo svona plön duga okkur nú skammt, aðalatriðið er að kunna á tækin sem maður er með í höndunum og til þess var leikurinn gerður. Það sem mér kom mest á óvart er hvað GPS tækin geta verið ólikt sett upp, ég var sú eina sem var með bílatæki og voru forrit, skipanir og uppsetning allt öðruvísi en í göngutækjunum, en ég fékk þær upplýsingar og kennslu í því sem mig vantaði og er þá tilgangnum náð.Svo er fimmtugs afmæli framundan og verður sennilega húllum hæ í því M 30.09.2008 13:57Þá er bara að taka því rólegaÞað þýðir helvíti lítið að reyta hár sitt eins og ástandið er á fjármálamörkuðum í dag, bara að taka því rólega og gá hvort sparnaður fólks skili sér ekki aftur þegar frá líður, allavega ætla ég ekki að fara á taugum að svo komnu máli þó maður eigi smáhlut í banka, huga bara að einhverju skemmtilegra næstu mánuðina og vera sparsamur eða næstum því samansaumaður á budduna. Fór í strípur og klippingu í dag og kaffisopa til tengdó. Fer í skólann í kvöld. M 27.09.2008 11:19RjúpanHæ Þá er nú búið að ákveða hvenær má veiða rjúpuna en það er frá 1.11.2008 til 30.11. 2008 og þá á fimmtudögum,föstudögum,laugardögum og sunnudögum, og mælst er til að hver veiðimaður veiði ekki meira en 10 fugla. Þetta er búin að vera mikil heimavika en ég var að jafna mig eftir smá aðgerð á spítala, bóndinn klikkaði í bakinu og Disa var hjá okkur í 3 nætur.Nú verð ég að fara að vera dugleg að labba en gangan hefur legið niðri hjá mér í dálítinn tíma vegna veikinda. Svo fer ég á GPS námskeið til upprifjunar um mánaðarmótin þannig að það er alltaf eitthvað á döfinni. Bara gaman framundan. M Flettingar í dag: 65 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 22 Samtals flettingar: 343304 Samtals gestir: 30468 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:25:36 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is