Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
21.04.2009 09:00VoriðJæja, ætli vorið sé nú komið, er að hugsa um að fara út í garð og byrja á vorverkunum, bóndinn er reyndar löngu búinn að klippa svo þá er fínhreinsunin eftir og tekur hún smá tíma og svo þarf að færa nokkrar plöntur og stinga með öðrum sem eiga að fara í bústaðinn.Hann liggur bara í leiðindar rigningu eins og er. Við fórum í fermingu til Söru Dýrleifar hennar Guðrúnar Höllu á laugardaginn og var það skemmtileg samkunda.Svo þarf maður að fara að taka afstöðu um hvað á að kjósa, "Hvað gera flokksbundir sjálfstæðismenn sem eru ósáttir" jú, jú þeir skila auðu eða allavega ég. Ég var alveg sammála konu einni sem skrifaði í blöðin í gær að telja ætti auða seðla sér og ef fengist þingsæti út á þá, þá á bara að hafa einn þingstólinn auðann á komandi þingi. Eg hef ekki orðið vör við neina breytingu hjá sitjandi stjórn og sé ekki að það verði neinar breytingar framundan þar sem hver höndin er upp á móti annari, en allir í hagsmunapoti eins og tíðkast hefur í "Bananalýðveldinu Íslandi" Svo vil ég að útrásarvíkarnir verði gerðir brottrækir frá landinu í a.m.k 15 ár.Svona liggur á mér í dag. Ætli ég geti ekki fengið keypta þessa skútu sem búið er að leggja hald á vegna fíkniefnainnflutnings? ![]() 15.04.2009 00:57Páskar og nýjar myndir og myndböndÞað var reglulega gaman um Páskana hjá okkur en við fórum í fermingarveislu á Skírdag og svo á föstudaginn langa fórum við í dalinn, komum við í Húsafelli en Stefán og Díana voru þar í bústað með sínu fólki. sáum tófu um kl. 22 á föstudagskvöldið og rjúpu reyndar líka. Á laugardeginum fórum við niður í Svignaskarð þar voru Óli, Magga og börn og Soffía, Friðjón og strákarnir Viktor og Þórður svo bættist í hópinn en Vogafólkið kom uppeftir líka. Ég og strákarnir fórum inn á Langavatnsdal og var verið að leika sér þar fram eftir degi og svo borðaði fólkið allt saman um kvöldið og voru miklar kræsingar, í forrétt var humar,steinbítur, reyktur og grafinn lax svo í aðalrétt var svínakjöt, nautakjöt og hreindýrakjöt og konfegt í eftirrétt aldeilis flott og gott. Á sunnudag skruppum við upp á heiði og var bara töluverður vetur þar, og var fólk að leika sér víða á heiðinni, kíktum á ætið hjá Valda og er það nánast búið en engin ummerki voru eftir veiðimann. Á sunnudagskvöldið fór Arnór í bíltúr inn dal og festi sig svo Sigurgeir fór og kippti í hann. Lögðum svo tímalega af stað heim á leið og gekk okkur vel, en Einar og fjölskylda voru í bænum yfir páskana og fóru þau fljótlega eftir að við komum heim og lentu þau frekar illa í því en bíllinn hjá þeim bilaði við Húnaver ónýtur vatnskassi eða farinn yfir á tíma, vitum það ekki enn, hann fékk kunningja sinn til að ná í þau og dró hann bílinn í Varmahlíð svo í dag fóru þeir aftur og komu honum á verkstæði á Sauðárkrók Ég held að Dísa og fjölskylda komi um næstu helgi í bæinn. ![]() 09.04.2009 23:36DymbilvikanÞá er Dymbilvikan langt komin, Einar Hallur,Ísól og Malik(+2 hundar) komu í bæinn á þriðjudagskvöldið svo á miðvikudag fórum við að skoða í búðir, ekkert verslað nema einhverjir tölvuleikir sem Ísól og Einar gáfu Malik. Svo kom nú svolítið uppá, en Mjallhvít "litla dýrið" slapp út og týndist og fóru þau hjónaleysin Einar og Ísól út að leita og fundu ekki tíkina svo það varð grátur og sorg, hringt í lögguna og upp að Leirum og auglýst eftir henni á netinu, en ekkert gekk, svo kom Kalli mágur í heimsókn og þegar hann var á leiðinni heim til sín sá hann"litla dýrið" svo Ísól var flót að fara og grípa hana og urðu þá allir glaðir á ný. Í dag fórum við í fermingu hjá Jóni Elí og var hún mjög skemmtileg, enda alltaf gaman þegar glatt fólk hittist.Svo bakaði ég eina tertu fyrir morgundaginn og lagaði í einn heitan rétt. Í eftirmiðdaginn komu Árni bróðir og Kristín og voru þau hress í anda að vanda, annars var Kristín hálf lappalaus og í giktarkasti (rauðum úlfum) svo fóru Einar Hallur og family til pabba hennar í mat svo eru þau núna einhverstaðar í heimsókn. 30.03.2009 21:2620-22 mars 2009 og nýjar myndirÞetta var sko aldeilis fín helgi, Einar Hallur kom í bæinn á fimmtudagsmorgni til að fara á trúnaðarmannanámskeið hjá Póstinum og svo var haldið upp á 90 ára afmæli fyrirtækisins. Fórum með hann út á flugvöll um kl 7.30, tókum svo smá rúnt um bæinn og kíktum á seglskútuna sem var í Reykjavíkurhöfn, svo drifum við okkur heim og gerðum okkur klár til að fara í sveitina og vorum við komin upp í bústað um kl. 12.00 þá var ljómandi gott veður svo við fórum að stilla rifflana svolítið betur, þarf nú samt að prufa Remmann úti á skotvelli. Svo var farið og kynt húsið hjá Kalla og Hafrúnu svo þar væri sæmilega hlítt þegar þau kæmu.Á laugardagsmorgun var veðrið sæmilegt en snjóaði svolítið og Sigurgeir fór að hjálpa Kalla að koma stiganum fyrir á sínum stað og svo var þverbitinn á framgafli klæddur. Ég lá og las fram eftir morgni en fór svo í smá leiðangur inn dalinn, það var töluvert að tófusporum og voru þau sennilega frá því um morguninn tók svo smá labbitúr upp í hlíðina og þar voru rjúpuför en það var farið að snjóa meir og orðið svolítið hvasst, þá hringdi bóndinn í mig og spurði mig hvort ég vildi ekki fara að koma mér heim áður en veðrið verstnaði meir og dreif ég mig þá niður. Vorum svo í dýrindis kvöldmáltíð hjá Kalla og frú. Á sunnudagsmorgni var alger bongóblíða heiðskírt og sól. Þvældist aðeins um dalinn og tók nokkrar myndir. Vorum svo komin heim upp úr miðjum degi. ![]() 23.03.2009 20:07Stigasmíði og fl og nýjar myndirÞeir bræður Sigurgeir og Kalli fóru í að smíða stiga í sumarbústaðinn hjá Kalla og gekk það ljómandi vel hjá þeim, þá er bara eftir að koma honum fyrir í sumarbústaðnum og verður farin ferð í það fljótlega. Svo komu Soffía og Friðjón í kaffisopa, þegar þau voru nýfarin kom Árni bróðir og Kristín og voru þau kát að vanda svo voru Kalli, Hafrún og Karl Rúnar í kvöldmat. Um hádegisbil á sunnudag kom Erlingur, Þuríður, Guðný Kristín og Kristbjörg, þegar þau voru farin kíktum við á bílasölur en sáum ekkert spennandi. Fórum til tengdamömmu í kaffisopaog hittum þar Gísla Inga, Díönu og Stefán. Svo í eftirmiddaginn komu Hrönn og Gunni.Svo þetta er búin að vera góð helgi. Áfram Liverpool!!! 15.03.2009 22:5414 og 15 mars 2009 og nýjar myndir.Jæja þessi vika leið nú nokkuð hljótt framhjá manni, gerði nokkrar skattaskýrslur annars var lítið um að vera.Á laugardag sótti Stefán Sigurgeir um kl. 8.30 og fóru þeir heim til Stefáns og fóru að flísaleggja milli skápa í eldhúsinu hjá þeim.Ég fór til tengdamömmu um kl. 13 og svo lögðum við af stað í Vogana um kl.15 og þegar við komum þangað var Díana ein heima en strákarnir höfðu farið til Rúnars hennar Aðalbjargar að horfa á leikinn Manchester United - Liverpool og öskruðu náttúrulega af gleði þegar United skeit á sig langt upp á bak. Jæja svo komu þeir þaðan og alltaf fjölgaði hjá gestunum og var öllu liðinu boðið í kvöldmat alls 18 manns og fóru þau hjónakornin létt með það og var læri og Bayonne skinka í matinn, Óli, Magga og krakkarnir komu um 4 leytið en Óli fór að laga tengingar fyrir tölvu og sjónvarp og Magga fór að gera skattaskýrslur fyrir flesta í Voga stórfjölskyldunni sem er óðum að stækka bæði Sandra og Brynja komnar á stað og svei mér þá ég held Stefán líka þið sjáið það á myndunum. Svo komum við heim um kl 21. Í dag förum við til Soffíu og Friðjóns og var margt um manninn þar að vanda og bakaðar pönnukökur og hitað brauð og alles.Svo í eftirmiðdaginn fór ég til mömmu og pabba og eldaði fyrir þau en mamma er búin að vera sárlasin síðustu daga en vonandi fer henni nú að batna. Þá er allt upp talið. ![]() 08.03.2009 21:50Sanddalur og nýjar myndirJæja ég var nú búin að blogga en það datt bara allt út hjá þeim á 123.is. Við fórum i sveitina snemma á föstudag og var veðrið alveg ljómandi gott svo það var bara sett kynding á fullt og svo farið út að skoða nánasta umhverfið, það var mikið af förum eftir bæði rjúpu og tófu bæði heima við hús og svo inn allan dal, við fórum inn sýsluveginn og inn að Mjóadal og var færðin fín þar, sáum þar töluvert af rjúpum bæði kúrandi og á flugi. Smári hringdi og var að athuga með far í bæinn, en bíllinn hans bilaði ,fór einhver lega í afturhjóli og var það auðsótt mál á sunnudag. Fínt veður á laugadeginum og kíktum við á heiðina og var ekki mikið um að vera þar, tveir bílar í heiðarsporðinum og virtust þeir hafa farið á snjósleðum í átt að Arnavatsheiði. Skoðuðum útburðinn við þjóðveg 1 og var mikið gengið í hann en það er eins og enginn sé á tófu þar svo það er bara góssen tíð hjá rebba. Við festum okkur nokkrum sinnum svo Sigurgeir þurfti að fara út að moka og hafði hann bara gaman af því, komum við á Fornahvammsplaninu svona eins og venjulega. Fórum svo og kíktum á Smára og Júlíu og var allt í fína hjá þeim fyrir utan bilaðann bíl. Fórum aftur inn í dal og sáum enn fleiri rjúpur. Svo vorum við búin að bera út fisk niðri á klöppum og settum grind og stein ofaná en krummi karlinn var sko ekki í neinum vandræðum að ná ýsunni. Í nótt var mjög notalegt að kúra undir sæng, en það var mjög hvasst svo hrikti vel í og svolítill skafrenningur, tókum okkur tímanlega upp þar sem veðurútlitið var ekki gott, kominn skafrenningur og smá blinda.Mjög góð helgi. 01.03.2009 21:47Góð helgi og nokkrar myndirEinar Hallur og fjölskylda komu í bæinn á föstudagskvöldið og gekk ferðin sæmilega, skyggni slæmt, éljagangur og hálka en hafðist allt. Við Ísól og Malik fórum á smá þvæling á laugardaginn kíktum í Kolaportið og hittum þar nokkra sem við þekktum svo var farið í Krepputorg og þar fengum við okkur smá kaffisopa á efri hæðinni í ILVU annars var ekkert verslað bara svona verið að skoða, Einar Hallur fór líka á einhvern þvæling með Kidda frænda en Sigurgeir fór út að ganga með Úlf og fann úlfur tvær rjúpur og svo sáu þeir sel í voginum. Borðuðum hreindýr í kvöldmat, innanlæri með sherryrjómasósu, grænmeti og brúnuðum kartöflum og tókst mjög vel. Í dag sunnudag fóru þau krakkarnir til Rósu systir Ísólar og kom pabbi hennar og hans kona þangað líka en hún var með síðbúinn morgunverð (eða eins og sagt er "Bruns") Svo lögðu þau af stað um kl. 14 og gekk heimferðin hjá þeim vel. Við kíktum til tengdó og var fjölmennt þar. 26.02.2009 02:57Nú er daginn farinn að lengja, nýjar myndir og myndbandÞessi vika var nú ósköp róleg hjá mér, við fórum í smá innanbæjarbíltúr um helgina, kíktum aðeins niður á höfn og skoðuðum bátana og þar á meðal Vonina sem Elli kærasti Brynju Dísar á í félagi við pabba sinn og kannski væri hægt að plata þá til að fara með mann á svartfugl við tækifæri. Fengum svo bollukaffi hjá Hrönn. Á þriðjudag fór ég með mömmu og pabba til læknis og i apótek svo kíkti ég til Árna og Stínu og var Dísa systir hjá þeim en hún kom snögga ferð í bæinn og var gaman að hitta hana, kíkti svo á tengdó. 16.02.2009 15:45Sumarbústaðaferð og nýjar myndirSkelltum okkur í sveitina á á föstudaginn og var rok og rigning á leiðinn uppeftir, þegar þangað var komið var bara 1° hiti í bústaðnum svo þá var bara að kynda og tók það okkur 3.klst að ná upp 20° hita. Á laugardagsmorgunn var komin bongóblíða 5 ° hiti og bjart svo við fórum aðeins að skjóta, ég er ekki alveg búin að skjóta inn nýja sjónaukann á remmanum en fer út á völl við tækifæri. Sigurgeir var að athuga hvort Berettan væri komin í lag og var hún það, en hún skipti ekki á milli hlaupa hjá honum svo Agnar kíkti á hana. Svo var bara verið að skjóta úr Svarta Sambó á íshröngl í ánni. Fórum upp á heiði og er búið að bera vel út þar fyrir rebba og er hann farinn að ganga í ætið, ég veit ekki hver er með það sjálfsagt einhver úr Borgarnesi eða ráðinn refaskytta!! Það var ekkert líf í dalnum nema við og krummi karlinn, sáum mikið af tófusporum fyrir ofan Gestsstaði og kíkti Sigurgeir áleiðis að greni sem er þar en þar var ekkert að sjá.Á heimleiðinni í dag fórum við Hvalfjörðinn og var skítaveður þegar við komum inn í hann en inni í botni var ágætt veður, þar hittum við 3 útlendinga sem voru í ísklifri í smá fossi fremst í Botnsdalnum og var voða gaman hjá þeim. Fórum svo og skoðuðum sumarbústaðalóð með reistri grind í landi Hálsa, en kunningi Sigurgeirs er að spá í hann. 09.02.2009 20:17Ágætis helgi og nýjar myndirÁ laugardag fórum við á byssusýninguna hjá Palla frænda og var það ágæt,t en það var mikið að gera hjá kappanum svo við kíkjum til hans seinna þegar minna er um að vera, Svo fórum við í gegnum Gaulverjabæjinn og upp á Selfoss, hálf fannst okkur nú Flóinn lítið spennandi staður, en frá Selfossi fórum við í Grímsnesið og svo upp hjá Ljósafossvirkjun og Þingvalla leiðina heim í ágætu veðri sáum svolítið af rjúpum í Miðfellslandinu. Á sunnudag fórum við í smá bíltút, kíktum í Snarfara og svo niður á höfn, svo var farið út í Gróttu og að Bakkatjörn og var mikið fuglalíf þar, fórum svo Ægissíðuna og var fallegt þar.Svo var farið heim og fljótlega komu Stefán og Díana í kaffisopa, svo var bara helgin búin! ![]() 04.02.2009 05:53Norðanfólk kom í snögga heimsókn, nýjar myndirJá, Dísa kom með Einar Geir til að fara til læknis og komu þau með flugi rúmlega 9 í morgun og var þá kíkt á Kleppsveginn og fenginn smá kaffisopi. Svo fórum við upp á Borgarspítala til Sigurveigar bæklunarlænis og skoðaði hún fæturnar hans, henni fannst vera dálítill snúningur í mjöðmunum og er það ekkert óeðlilegt með klumpufótar börn svo hann fær sérsmíðuð innlegg. Svo fengum við okkur að borða á kjúklingastað í skeifunni, fórum svo heim og var ákveðið að klippa Einar Geir og særa hárið á Dísu og þegar það var búið var kominn tími til að fara aftur út á flugvöll en flugið fór kl. hálf fjögur, sem sagt stutt stopp. ![]() 03.02.2009 08:37Smá bíltúr á sunnudegi og nýjar myndirÓli bró var með síðbúinn morgunverð í tilefni dagsins, en hann varð aðeins hænufeti eldri og var það virkilega fínt hjá þeim. Svo fórum við í bíltúr, dóluðum okkur af stað, en rólega samt því Friðjón og Soffía voru á leiðinni til að fara með okkur. Við kíktum upp í Bringur og er kominn línuslóði þaðan og inn á heiði.Fórum svo upp í Skálafell og komu félagarnir þangað, ókum svo í rólegheitum til Þingvalla og þaðan Gjábakkaveg að skilti sem vísar til vörðu og fórum þann slóða en hann er stikaður og var færðin bara nokkuð góð. Það var alveg aragrúi að sleðafólki þarna ábyggilega um 100 bílar. Við keyrðum inn að vörðu sem kallast víst í daglegu tali Bragabót.Kíktum svo inn að Valhöll og var þá orðið það áliðið að við strauuðum okkur heim á leið, komum við hjá Kalla og Hafrúnu og fengum kaffisopa. Fínn dagur. ![]() 02.02.2009 08:28Djúpavatn og Krísuvík og nýjar myndirÁ laugardag var ákveðið að fara í smá bíltúr og fórum við upp að Djúpavatni, Vigdísarvellina, niður á Ísólfsskálaveg og svo Krísuvíkin heim.Sigurgeiri finnst alltaf gaman að koma í Krísuvík en hann var þar í sveit í átta ár og hafði ánæju af þeim tíma þar. Veðrið var mjög fallegt og margar myndir teknar, ég setti bara smá brot hér inná. Það var fólk út um allar jarðir að leika sér , jeppar, snjósleðar og fjórhjól. Við sáum ummerki eftir töluvert af rjúpu eiginlega allan hringinn, svo voru för eftir tófu og mýslur enda auðvelt að sjá sporin í svona púðursnjó. ![]() 02.02.2009 08:20Þorrablót og nýjar myndirVið höfðum þorrablót á föstudagskvöldið hjá Soffíu og Friðjóni og vorum við 12 saman það tókst mjög vel og var spjallað og haft gaman fram yfir minætti en fórum þá heim, enda síðust að vanda. Flettingar í dag: 370 Gestir í dag: 1 Flettingar í gær: 19093 Gestir í gær: 79 Samtals flettingar: 527243 Samtals gestir: 36746 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:38:43 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is