Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
15.11.2009 22:23Rjúpa og nýjar myndirÞrettándi dagur í þrælabúðum, þreyttur mjög og genginn. Á gúmmítúttum gömlum, lúnum, Geiri minn, er sko betri en enginn. (bóndinn var eitthvað að kvarta að hann væri ekki búinn að fá frídag í þrettán daga) Þá erum við komin heim úr tíu daga ferð í Sanddalinn og var þetta mjög notalegt hjá okkur, bóndinn reif mig upp á rassgatinu um kl. 6 til 7 á morgnana þá daga sem mátti veiða, en það birti nú lítið fyrr en milli kl. 8 til 9. Við fórum víða til leytar á fugli, en það var nú ansi snjólítið á heiðinni, og lítið af fugli þar en fengum samt í kirkjunni, Bláhæðinni og í sæluhúsahæðunum, svo fórum við upp með giljum og í Hellistungum og svo í múla í nágreninu svo þetta gekk bara vel hjá okkur. Einn dagur var sýnu verstur því við lentum í norðaustan stormi og var varla stætt, en fengum nokkra þó.Menn voru mikið á þvælingi og vissu ekki hvar væri helst að finna fugl, á laugardaginn var bara eftir einn bíll kl 2 um daginn, svo voru menn að fá töluvert í Baulusandi og í Teigsfjalli. Við fórum í eitt ferðalag og var það vestur á Reykhóla og höfðum við mjög gaman af að koma þar, en það eru tugir ára síðan við komum þanga, við skoðuðum ¨þorpið¨ kíktum á dráttarvélarnar á Grund og eru þær mjög flottar, fórum svo að Stað og er þar kirkja ein sem er bara mjög snotur, en það voru 10 rjúpur að þvælast í kirkjugarðinum, svo fórum við gamlan slóða sem liggur að bæ sem heitir Laugaland held ég, en við og GPS tækið vorum ekki sammála, gpsinn vildi kalla staðinn Kríuhólma, kannski getur einhver frætt okkur um það. Fórum aðeins og kíktum á Þörungaverksmiðjuna, svo fórum við nýja veginn í Arnkötludal og var sá kafli miklu rjúpnalegri en Holtavörðuheiðin, snjór var víða með lækjum og í dældum, annars þekkjum við ekkert til þarna. Kíktum svo á Hólmavík svo var brunað heim í bústað.Þannig að þetta er búið að vera gaman hjá okkur.Maður skríður sæmilega sáttur inn á 7unda tuginn með fulla frystikistu af villibráð, hreindýri,rjúpu,gæsir og endur, bara flott. M 25.10.2009 02:44Haustið og nýjar myndirFórum aðeins að kíkja eftir rjúpum svona í næsta nágreni Reykjavíkur, fórum upp að Hafravatni um síðustu helgi og sáum töluvert,eða um 30 fugla, svo fórum við í Heiðmörkina í dag og þar var líka slæðingur svo nú fer maður að gera klárt fyrir næsta mánuðinn. Bara gaman framundan. M 03.10.2009 14:53Akureyri 1.okt 2009 og nýjar myndirÉg skrapp til Akureyrar í vikunni til að hitta fólkið mitt fyrir norðan, kom á miðvikudegi í ágætu veðri og fór til baka í skítaveðri á föstudegi, veturinn var sko kominn þar. Við borðuðum öll saman hjá Dísu um kvöldið og vorum með hreindýrasteik.Svo vorum við á þvælingi eftir skólann, en Dísa var búin snemma, hún er með nokkra áfanga í Verkmenntaskólanum. Bæði kvöldin spiluðum við Einar Geir Olsen olsen og fóru leikar 10-7 fyrir Einari Geir, hann er ansi glúrinn. Helgi Þór var bara að spila við sjálfan sig og kannski eins gott því spilin voru meira og minna á gólfinu. Heimsótti svo Einar Hall og familíu á fimmtudag og var það fínt, snoðaði kallinn í leiðinni en hann var farinn að geta tekið í tagl. Kom heim í rok og rigningu. Takk fyrir mig. 22.09.2009 20:3819 - 20 september og nýjar myndirVið vorum í dalnum um helgina og fórum snemma á föstudag, svo fórum við á heiðina um kvöldið í gæs, lágum úti í ágætis veðri en það kom ekkert flug það kvöldið, enda standa nú smalamennskur yfir. Á laugardag setti Sigurgeir upp kjaftahurðina og kláraði ég að mála hana, svo var farið í að taka upp girðingar úr ánni fyrir veturinn, kíktum inn dalinn og sáum tófu og var gaman að fylgjast með henni eins og venjulega.Haustlitirnir voru flottir. Kalli og Hafrún voru í mat hjá okkur á laugardagskvöldið og vorum við með læri af nýslátruðu og bragðaðist það vel. Sigurgeir setti niður rifsberjaplöntu, ég tók skapalón af merkinu okkar, en það þarf að saga það út og setja á nýju hurðina. Það er búið að vera erilsamt hjá mér það sem af er viku, endalausir snúningar út og suður, prentarinn bilaður svo ég þarf að reyna að gera við hann og ef það tekst ekki hendi ég honum, búin að gera við þurrkarann svo vonandi fer þetta bilerý að taka enda. M 08.09.2009 22:14Sveitin og nýjar myndirÞá erum við búin að vera í nokkra daga í dalnum og fórum á heiðina í gæs, það var nú ekki mikið flug, aðeins fyrra kvöldið en langt frá okkur seinna kvöldið, fengum samt 2 heiðargæsir stórar og bústnar. Svo fórum við að skoða Reykjadalinn , en innst í honum er haft þar sem maður kemst bara fótgangandi yfir til að fara inn á sandinn, þar var mikið um boð og bönn eins og myndirnar sýna. Svo er bara stóra spurningin, á maður eitthvað að virða þessi skilti, við erum þegnar í þessu guðs volaða landi og okkur ætti að vera heimilt að fara um það og njóta náttúrunnar. M 01.09.2009 21:39Afmælið mitt og nýjar myndir.Jæja þá er þessum áfanga náð, 60 ára er kerlingin orðin að árum og það var heljarins húllum hæ hjá okkur, var með kaffiboð á laugardaginn og tókst það bara vel. Á sunnudaginn bauð Peta vinkona mér út að borða og í leikhús á eftir og borðuðum við á Cafe Flóru og fórum svo í Loftkastalann og sáum Fúlar á móti og skemmtum okkur konunglega, ekki hlegið jafn mikið í langann tíma. Helgina þar áður fórum við í bústaðinn og fórum í ber og á gæs og fengum tvær, það var lítið flug og flugu þær mjög hátt, en veðrið var dásamlegt stilla og bjart. M 05.08.2009 09:14Verslunarmannahelgin 2009, nýjar myndirÞá er þessari helgi lokið og fengum við þokkalegasta veður, svona sól og skýað í bland en enga rigningu. Það var rennerí af fólki í dalnum, til okkar komu Hrönn og Gunni með hjólhýsið sitt svo komu Soffía,Friðjón og Þórður og borðuðu með okkur á sunnudagskvöldið, Kalli og Hafrún voru uppfrá og með þeim var Karl Rúnar og svo komu Arnór og Ester og eyddu helginni með þeim, eitthvað kom svo af systkynum Hafrúnar líka. Sigurgeir og Gunni slógu heil ósköp af landareigninni, ég setti upp myrkratjöld fyrir svefnherbergið, svo var farið upp í Holtavörðuvatn og var gúmmíbáturinn tekinn með og vorum við að reyna að veiða en fengum nú ekki mikið, ég fékk 1 pundara á flugu og var það allur afraksturinn. Sigurgeir hljóp upp í Klumbrunar fyrir ofan hjá okkur til að skoða hvaða stöng var búið að setja þar niður og virðist það sennilega vera merking fyrir nýja girðingu Máluðum pallinn og vegginn við endann á honum. Sáum nokkra rjúpnaunga, vonandi veit það á gott haust. Komum svo heim á þriðjudag. Fín helgi. 26.07.2009 22:05Hreindýr og ferðalag á fjöllum, nýjar myndirVið lögðum af stað á miðvikudag og fórum suðurleiðina til Egilsstaðar og vorum við komin um miðjan dag, fórum þá að Skipalæk, en við vorum búin að fá leigðan vegagerðarskúr sem stendur þar heim við hlöðu og gengur hann undir nafninu Þrælabúðir. Höfðum samband við Einar Axelsson leiðsögumann og ákváðum að hittast um áttaleytið næsta morgun.Gerðum við okkur klár með nesti og ný hlaðin skot í riffilinn. Svo var ekið að Akurgerði þar sem Einar býr, sexhjólinu komið upp á kerru og farið að spá í hvar væri helst að leyta að törfum og taldi Einar að helst væri þá að finna á Hallormstaðarhálsi, en þá vantaði bensín á sexhjólið svo við komum við hjá vini hans á Melum og kipptum einum brúsa af sláttuvélabensíni með, á milli Skriðuklausturs og Valþjófsstaða sáum við einn lítinn hóp tarfa og voru það óttalegir tittir kannski tveggja vetra, svo við fórum upp í gegnum Hallormsstaðarskóg þegar upp var komið lá þoka yfir hálsinum, svo við fórum inn Víðivallaháls, fljótlega var ákveðið að taka sexhjólið af kerrunni og skildum við það eftir neðarlega á hálsinum, ætluðum þá bara að sækja það ef til þess kæmi.Svo voru eknir slóðar inn hálsinn og stoppað reglulega og nánasta umhverfi skoðað, en lítið bólaði á dýrum fram eftir morgni og sagði Einar okkur sögur af mönnum og málefnum og höfðum við gaman af, en einn þátturinn í hreindýraveiðum er að fá leiðsögn heimamanna sem eru hafsjór af fróðleik og oft kynlegir kvistir. Um kl 11 sá Sigurgeir tarfahóp í fjarska og var stefnan tekin á þá, skoðuðum við þá og töldum einn af þeim koma til greina, fikruðum okkur nær og var einn tarfurinn áberandi stærri en hinir, ætluðum við fyrst niður fyrir þá, en svo taldi Einar að betra væri að koma að þeim ofan frá svo við komum okkur fyrir þar og röltu þeir svo að okkur í rólegheitum. Þegar þeir voru komnir í 170 metra færi í Gerðisslakka skaut ég einu skoti og stein lá dýrið, og svo var búið að gera að dýrinu um kl.12 á hádegi. Þá fór Einar og náði í bílinn og komst hann nokkuð nálægt og var svo dýrið sett á svokallaðan Cabelas sleða og dregið að bílnum og sett á kerruna. Svo slökuðum við bara á og fengum okkur kaffi og nestisbita og dóluðum okkur út Víðivallahálsinn, sýndi Einar okkur hvar hann færi á greni og sagði okkur sögur frá því. Fórum svo að sexhjólinu og ók Sigurgeir því niður, svo var farið með skrokkinn í Skóghlíð til vinnslu. Þá var nú heimleiðin eftir og ákváðum við að þvera hálendið, fórum upp að Kárahnjúkum svo í gegnum Kreppitungur og inn í Öskju og þaðan Flæðurnar og yfir Urðarhálsinn að Kistufelli og Dyngjuhálsinn, svo Gæsavatnaleið niður í Laugafell, þar ákváðum við að tjalda og fór ég til skálavarðarins til að athuga með tjaldstæði, hún kváði við" tjalda", það hefur snjóað síðustu 2 nætur sagði hún, við gáfum nú lítið fyrir það og reistum okkar kúlutjald og sváfum mjög vel þó frostið færi í -3°, tókum okkur svo upp um morguninn og komum niður í Vesturárdal í Skagafirði .Þetta er í fjórða sinn sem ég veiði hreindýr og hef alltaf jafn gaman af því. M 06.07.2009 00:123-5 júlí 2009 og nýjar myndirÞá er góðri helgi lokið.Við fórum í Úthlíðina í afmæli hjá Kristbjörgu en hún varð 3ja áraog fengum við þar kaffi , kökur og osta, aldeilis flott. Svo var haldið í Sanddalinn og var blíðskapar veður allan tímann, á laugardeginum elduðum við saman hjá Hafrúnu og Kalla og var borðað úti og drollað þar fram eftir kvöldi. Það er einhver að flytja í bústaðinn við hliðina á okkur spurning hvort það sé ekki bara gott fólk. Ákváðum að fara í samfloti og vera sem minnst á þjóðveg 1 og tókst það með ágætum, fórum og fengum okkur ís í Baulu og svo var farið Stafholtstungurnar og sem leið lá inn Reykholtsdalinn stoppuðum aðeins á planinu hjá Barnafossum, þar kíkti ég inn í söluskálann sem þar er en Augastaðahjónin reka hann og þar hitti ég húsfrúna ¨Jóhönnu¨ sem var með mér í skóla í Reykholti fyrir 47 árum og er alltaf gaman að hitta gamla skólafélaga.Þaðan lá leiðin í kaffisopa til Bjössa kunningja Sigurgeirs og fengum við ljúffengt bakkelsi með. Héldum svo inn á Kaldadal og var vegurinn harður eins og endranær, fór hitinn þar niður i 14° á hæðsta punkti eða í 736 m hæð. Stoppuðum svo við Uxahryggjaafleggjarann og grilluðum okkur pulsur við Minna Brunnavatn þar munaði litlu að Gaukur slyppi úr búrinu sínu og hefði þá ekki þurft að spyrja að leikslokum, svo var haldið á Þingvöll og Nesjavallaveginn tókum svo Hafravatsleiðina í bæinn og þurftum ekkert að fara út á þjóðveg 1, en ég held nú að umferðin hafi ekkert verið ofsalega mikil miða við þessa helgi. 22.06.2009 19:41Sumarfríið og nýjar myndirÞá er þetta vikufrí búið og var þrumu skemmtilegt. Við vorum fyrstu helgina í sumarbústaðnum svo fórum við á þriðjudeginum til Akureyrar að hitta okkar fólk og var það mjög gaman, fórum með þeim í bæinn á 17.júní og var veðrið ekkert spes, sæmilega hlýtt og rigning, svo fórum við Dalvík, Ólafsfjörður og Lágheiðina til baka og skruppum svo á Siglufjörð, svo kíktum við inn í Flókadalinn og virðast margir bæjir þar komnir í eyði, fengum okkur að borða á Hofsós og komum svo aðeins við á Sauðárkróki og fórum Þverárfjallið til Blönduóss en á Þverárfjalli var 3° hiti og sýndi hitamælirinn eitt rautt strik sem er viðvörun um hálku. Vorum komin í bústaðinn um kl. 7 um kvöldið. Vorum þar um helgina, það var mikið um tófur beggja vegna árinnar alveg frá morgni til kvölds.Krummi karlinn var iðinn við að tína ungana úr hreiðrunum hjá minni fuglunum, svo var líka Kjói , Mávur og Fálki á sveimi en krummi og mávur eru komnir á veiðilistann hjá mér í náinni framtíð. Gróðursettum nokkrar aspir og 1 hlyn, svo voru nokkur tré færð til sem voru of þétt gróðursett. 04.06.2009 21:06Hvítasunnuhelgin og myndirJæja, það hefur lítið verið bloggað upp á síðkastið en það er svona, stundum nennir maður engu. Við eyddum hvítasunnunni upp í bústað og var ég bara í leti en Sigurgeir vann á fullu við að færa plöntur. Það var fjölmennt í dalnum núna, Óli Magga og fjölskylda voru með tjaldvagninn hjá Hafrúnu og Kalla, svo komu Soffía, Friðjón, tengdamamma og Viktor og stoppuðu dagstund, voða fjör, það var slæðingur inn í dal. Held ég sé að fá flensu, oj bara. M 24.05.2009 22:59Viku frí í Danaveldi og nýjar myndir.Hér datt bara bloggfærslan út eftir marga daga, skil ekki kerfið hjá 123 10.05.2009 21:39Vegagerð í Sanddal og nýjar myndir.Þá er nú þessari helgi lokið og var hún nokkuð margbreytileg, allavega hvað veður snertir á föstudag komum við í dalinn um kl. 17. og var þá hífandi rok og gekk á með dimmum éljum, á laugadag fór svo að rofa til og hlínaði aðeins, svo í morgun um kl. 6.00 var snjór yfir öllu, en um kl. 9.00 var komin rigning og rok. Arnór Hrannar fór með vörubíl og litla gröfu og var búinn að gera tækin klár þegar við komum, svo byrjuðu þeir fjórir (Karl Hallur, Sigurgeir, Arnór Hrannar og Karl Rúnar) að vinna á fullu og voru þeir að keyra í veginn í skítaveðri til kl.23 við Hafrún gengum bara frá farangri hvor á sínum stað, ég var að ganga frá straumbreytinum sem ég kom með. Á laugardag fóru þeir að vinna um kl.9 og voru til kl. 1 eftir miðnætti, Hafrún hvíldi sig en ég fór í að tengja ný ljós í svefnherberginu hjá okkur og gerði svo bara hreint í leiðinni og eru þá vorhreingerningar frá á þessu vori. Á sunnudagsmorguninn fóru strákarnir í að fínesera eitthvað og var svo haldið heim á leið upp úr kl. 13.00. M 06.05.2009 22:08Mánaðarmót apríl-maí, nýjar myndirVið fórum í sveitina um síðustu helgi og ætluðum við að færa nokkur tré en jörð var gaddfreðin svo við gerum það bara síðar. Svo var gerð vorhreingerning á eldhúsinu hjá mér en Sigurgeir fór að snyrta tré og dútla sér, setti meðal annars upp vatnsdæluna. Dýralífið var mikið, smáfuglarnir komnir og tófan út um allt. Þetta er dásamlegasti árstíminn þó hver árstíð hafi sinn sjarma. Á leiðinni upp eftir fórum við að skoða sumarbústaðahverfið á Valbjarnarvöllum en bjössi vinur Sigurgeirs er að hugsa um að fá sér land þar, það kom okkur á óvart hvað það er víðsýnt og fallegt þar, mikið útsýni yfir Borgarfjörðinn, sem er fallegastur allra fjarða. M 24.04.2009 22:26Reykjanesrúnturinn undir leiðsögnGleðilegt sumar og hafið þökk fyrir veturinn. Í tilefni dagsins þáðum við gott boð um að fara í bíltúr með Friðjóni og Soffíu og var stefnan tekin suður með sjó. Farið var til Grindarvíkur og aðeins litast um þar og meðal annars var höfnin skoðuð svo eru þeir Grindvíkingar duglegir við allskonar grjóthleðslur og kíktum við á það. Svo var fylgst með bát sem var á leið á miðin og tók hann nokkuð góðar dýfur þar sem þungt var í sjó, svo fórum við eftir strandlengjunni og gaf vel á garðana sem búið er að gera,svo kíktum við á húsin sem eru þar sem saltvinnslan var og er orðið ansi sóðalegt þarna í elsta hlutanum, annars er dreifistöð á raforku þarna í nýjum húsum, svo heyrðum við að í einu húsanna væri heilmikil sýningarsalur en við skoðum hann bara næst. Fórum svo sem leið lá út að vita, en þar var fuglinn kominn í bergið svo fór Sigurgeir upp á Valahnjúk, og vitinn stendur á Vatnshamri (minnir mig að hann heiti) svo voru æskustöðvar Friðjóns, Hafnirnar skoðaðar, en þarna bjuggu afi hans og amma en þau voru með símstöðina, Pálmi pabbi Friðjóns byggði líka sitt fyrsta hús þarna og er það merkt við mynd í myndaalbúminu, svo er þarna ættar spildan, því næst var farið niður í Sandvíkina aðeins ekið um sandinn, þarna voru líka tvö fjórhjól og virtist vera voða gaman hjá þeim. Fórum í kaffi til Pálma og Katrínar og var fólk orðið ansi svangt.Að lokum fór Friðjón með okkur um Vallarsvæðið og er það miklu stærra en við höfðum ímyndað okkur og ömurlegt að sjá meirihluta húsanna standa auð, en svona er þetta orðið víða á Íslandi. Á morgun rennur svo upp kjördagur og þá er komið að því að taka ákvörðun um xið, reyndar ætla ég nú að sleppa xinu svona einu sinni og vonandi í eina skiptið á ævinni. M Flettingar í dag: 252 Gestir í dag: 107 Flettingar í gær: 133 Gestir í gær: 22 Samtals flettingar: 343491 Samtals gestir: 30538 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is