Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
05.08.2010 23:05ÁgústVið fórum í dalinn um helgina og fengum gott veður allt upp í 23° í forsælu en það var sólarlítið. Á laugardeginum dældi Sigurgeir vatni í karið annars er vatnsbúskapurinn orðinn frekar lítill á þessum slóðum, nóg af laxi í hylnum en hann hreyfir sig lítið enda áin 13° heit, svo þurfti að skipta út fúa spýtu og þvo öskuna af pallinum. Kalli og Hafrún komu í mat til okkar og svo birtust Soffía og Friðjón og var glatt á hjalla, en svo fóru þau heim seinna um kvöldið. Á sunnudeginum fórum við upp á heiði og vorum bara svona að fylgjast með dýralífinu, ákváðum svo að fara upp að skotsteinavatni og prufa einn riffilinn, þá voru þar fyrir Jónatan og Jón félagi hans og voru þeir að stilla sína riffla inn fyrir hreindýraferð. Við ákváðum svo að sjá hvað við kæmumst langt upp frá Fornahvammsmúla og komumst við inn fyrir Sátu, en þurrkarnir hafa verið svo miklir að allar mýrar eru þurrar, þar var fjörugt fuglalíf, álftir, endur og gæsir. Við höfum einu sinni áður farið á bíl upp í Sátuna en þá áttum við Súkku og fórum við þá upp og yfir Tröllakirkju á snjó um allt þetta svæði keyrðum upp í Sátuna og komum niður Sandinn og var það árið 2002. ![]() 26.07.2010 00:45AkureyrinÞá er maður kominn í eitt enn ferðalagið, en nú er ég á Akureyri í heimsókn hjá börnunum mínum og er það alveg frábært. Við vorum á bæjarrápi í sólinni í gær og í dag fórum við í Kjarnaskóg í 20° hita allavega, þegar tímaklukkufólkið þurfti að fara heim (Dísa þarf að gefa litla að drekka á 3ja tíma fresti) þá fórum við Einar Hallur í Listigarðinn að skoða plöntur og mannlíf, bara ljúft. svo gerum við eitthvað skemmtilegt á morgun , gera litla óþekkan eða þannig. 25.07.2010 23:11Strandir að HornbjargiVið lögðum af stað úr Dalnum á miðvikudegi 14 júlí í góðu veðri og fórum yfir Bröttubrekku, Dalina og Arnkötludalinn til Hólmavíkur og fórum fyrir Drangsnesið skoðuðum Hjallinn í Hamarsbæli og gerðu kríurnar aðsúg að okkur þar,skoðuðum líka fallega garða í þorpinu og heitu pottana sem eru í fjöruborðinu og ókum svo að Klúku í Bjarnarfirði þar sem við tjölduðum og röltum um staðinn og finnst okkur Bjarnarfjörðurinn tilkomumikill á svona á björtu sumarkvöldi. Tókum okkur svo upp og héldum áfram norður Strandir, þegar við vorum komin áleiðis að Asparvík sáum við fálka vera gæða sér á kolluunga á veginum og færði hann sig rétt út fyrir veg og beið bara eftir að komast í ætið aftur. Næsta stopp hjá okkur var við bæinn Kaldbak en þar hitti Sigurgeir gamlan vinnufélaga Björn Númason sem var með vini sínum Katli Oddssyni og höfðu þeir verið einhverja daga í veiði ,ég fékk að kíkja inn í húsið og er það stórt og mikið hús með rúmum fyrir yfir 20 manns og fullt af gömlum munum. Næst var stoppað á Dúpuvík og þar fengum við okkur kaffi og brauð hússins, eins og frúin á staðnum kallaði það og var það gott.Skoðuðum okkur um þar og var þá næsti áfangastaður Gjögur og finnst mér nú ekki mikið til þess staðar koma, kíktum svo á Granitsteininn sem er í túninu á Stóru-Ávík. Fórum svo og skoðuðum Handverks og menningarhúsið Kört sem er rétt hjá Finnbogastaðaskóla, fórum um Norðurfjörð og út að Krossneslaug, það var ættarmót í Norðurfirði og hittum við þar Valgerði vinkonu mína sem er þaðan,skoðuðum okkur svo um í Ingólfsfirði og áfram út í Ófeigsfjörð og að Hvalá og er margt gaman að skoða á þessu svæði, við fengum gott veður. tjölduðum á tjaldsvæðinu hjá Finnbogastaðaskóla, fórum svo í fjöru kríuferð. Um kl 3 um nóttina vöknum við upp við að fullt að fólki er komið og er að tjalda allt í kringum okkur, með bílana í gangi fram á rauða morgunn. fórum nokkuð snemma upp þar sem við áttum pantað far með bátnum frá Norðurfirði kl.10 um morguninn. Þá hófst sjóferðin, það var stafalogn og skýað en algott skyggni, um borð í bátnum hafa verið um 20 manns og fór stór hluti af því fólki frá borði á fyrsta áfangastað sem var stutt stopp í Reykjafirði, meðal annars var þar 1 árs gömul stúlka Linda Björk sem var að fara sína fyrstu"gönguferð" með foreldrum og afa og ömmu, ætluðu þau að ganga frá Reykjafirði til Ófeigsfjarðar.Það var tilkomumikil sjón að sigla fyrir mynni fjarðanna og horfa á Drangaskörðin og hrikaleg hamrabelti alveg út á Hornbjarg, þar sagði Reymar skipstjóri okkur sögur af eggjatökumönnum og öðrum mikilmönnum sem þarna hafa verið, svo var silgt inn í smá vík sem þarna er og kemur þar mikill foss niður Hornbjargið og silgdi hann alveg upp undir fossinn og var það mjög gaman, næsta stopp var við Hornbjargsvita þar sem 7 hressar konur voru settar á land en þær ætluðu að vera á göngu á svæðinu í 3 daga. Næsta stopp hjá okkur var í Reykjafirði og var stoppað þar á 3 tíma , fengum leiðsögn um svæðið og svo var okkur boðið upp á kaffi, pönnukökur og ástarpunga og svo fræddi okkur Ragnar Strandvörður um sögu fólks sem lifði og bjó þarna, en í dag er ekki veturseta þar lengur og rekin er ferðaþjónusta hjá þeim á sumrin í samvinnu við bátinn. Svo var farið með farangur og vistir inn á Bolungavík nyðri og að Dröngum og allir þessir staðir eiga sér sína sögu sem við fengum smá yfirlit yfir, komum svo til Norðurfjarðar um kl.18.30 . Með okkur í þessari ferð var maður að nafni Sveinn Torfi Þórólfsson og er kona hans frá Eyri í Ingólfsfirði þegar við fórum að spjalla kom í ljós að hann hafði verið í sveit hjá frænku minni Boggu og Stefáni manni hennar á Höskuldsstöðum fyrir utan Skagaströnd svona er heimurinn oft lítill. Þegar við komum í land fengum við okkur að borða á Cafe Norðurfirði mjög góða kjötsúpu. Förum svo að kikja eftir tjaldinu okkar og fundum það inn á milli tjalda á miðju ættarmóti sem var einnig þarna, svo við tókum tjaldið á milli okkar og fórum með það út í horn við girðinguna. Svo var farið að huga að heimferð, tókum okkur saman og ókum til Hólmavíkur og náðum okkur í olíu, fórum svo yfir Steingrímsfjarðarheiðina og niður í Ísafjarðardjúp og þaðan inn Laugabólsdal og upp á Kollafjarðarheiði, eiginlega var vegurinn bara 500 metrar upp mjög falleg leið, skógrækt og kjarr,efst á heiðinni eru vörður og er ekki nema svona 50 metrar á milli þeirra svo það hlítur að vera þokugjarnt þarna, það eru vötn uppi á heiðinni þar eru líka himbrimar og álftir. þegar keyrt er niður af heiðinni er minni gróður, komum niður hjá Kletti í Gufudalssveit. Kíktum á bæinn sem Friðjón ætlaði að fá leigðann sem er Hofsstaðir í Gufudalssveit en ríkið á þá jörð og bauð út leiguna á því, en eins og svo oft þá var bóndanum að Gufudal leigð jörðin svo öngvir helv sunnanmenn kæmu þangað, enda allt í niðurníðslu. Svo var haldið sem leið lá í Sanddalinn okkar aftur. Fín ferð ![]() 22.07.2010 17:44Ótrúleg letiJæja, nú er maður sko búinn að vera slappur í blogginu það sem af er sumri, en margt hefur skeð og ætla ég að setja það hér inn svona smásaman. 22,júní fæddist okkur barnabarn, 11 marka strákur sem kom með látum, Dísa var send með sjúkraflugi til Reykjavíkur 8. júní, en læknunum tókst að seinka fæðingu um tvær vikur og munaði mikið um það en barnið átti að fæðast 15. ágúst. Voru svo þau hjónakornin hér hjá okkur þar til ákveðið var að taka drenginn með keisara 22 júní, gekk það allt vel og fór litli kúturinn í öndunarvél til að byrja með og gekk allt vel, hann fékk smá gulu eins og fyrirburar fá víst alltaf, svo kom Dísa heim af spítalanum en þurfti að fara niður á deild á 3ja tíma fresti að gefa honum, loksins var ákveðið' að senda þau mæðginin heim með áætlunarflugi og fór hjúkka með þeim. Drengurinn var lagður inn á Akureyrarspítala þegar hann kom norður en er nú kominn heim og gengur allt ljómandi vel. Tengdaforeldrar hennar og strákarnir komu suður eina helgina til að skoða piltinn og var þetta allt mjög gaman. Svo kom Einar Hallur og fjölskylda þegar Dísa og family fóru heim. Skrifa meira seinna. ![]() 17.05.2010 21:56Góð helgi, nýjar myndirDísa og fjölskylda komu í bæinn á fimmtudaginn og var mjög gaman að fá að hafa þau um helgina. Strákarnir voru svolítið trekktir af tilhlökkun og höfðu vaknað um kl 5 um morguninn og fóru seint að sofa.Svo fóru þau í búðir og svoleiðis á föstudeginum og kíktu svo á Völlu og Ólöfu og litlu krílin þeirra. Á laugadeginum fórum við að hitta ellismellina og gekk það þokkalega. Svo var Andrés að keppa í fótbolta hjá Eimskip, en starfsmennirnir hjá þeim hittast einu sinni á ári og spila saman. norðanmenn komu með bikarinn með sér þar sem þeir unnu í fyrra og fóru einnig með hann aftur norður núna, flott hjá þeim. Sigurgeir var á fullu alla helgina að hreinsa allt grjót upp úr rósabeðinu fyrir framan hús og keyra það upp á Hólmsheiði og voru þetta fjórar kerrur af grjóti,þess á milli sparkaði hann bolta með strákunum eða spilaði við þá, svo fór moldin niður í garð og rósirnar í poka, en þær fara í sveitina. Fengum svo 3 rúmmetra af hellusandi í dag, svo það er nóg að gera framundan. Ég er búin að gróðursetja sumarblómin og hreinsa hólinn og þá er hallinn eftir. Krakkarnir fóru svo heim um hádegi á sunnudag og gekk þeim vel, en ég held að hjónakornin hafi alveg verið uppgefin þegar þau komu heim Dísa (kasólétt) eftir búðarráp og Andrés eftir boltann og bæði með sár á fótunum. ![]() 10.04.2010 17:06PáskarVið áttum góða daga í Dalnum um páskana, auk okkar voru Kalli og Hafrún í dalnum og voru þeir bræður að smíða grindverk á veröndina á föstudaginn langa, en þeir völdu þann dag af því að hann er svo asskoti langur. Svo var farið í bíltúra og fjórhjólatúra, borðaður góður matur með rauðvíni og ýmsum öðrum göróttum drykkjum og slakað á við lestur og leti. Svona eiga góð frí að vera! ![]() 15.03.2010 15:33Safnadagar á Suðurnesjum og nýjar myndirFriðjón og Soffía buðu okkur á Suðurnesjarúnt og fórum við upp úr hádegi og lá leiðin í gegnum Grindavík og í HS Orkuverið og var þar margt að skoða, flottir salir hjá þeim. Heimasíðan þeirra er www.hs.is Svo lá leiðin út á Stafnes og til Sandgerðis og út á Garðskaga fengum okkur kaffi á Kaffihúsinu Flösinni og skoðuðum safnið þar, fórum svo á smábátabryggjurnar sem voru á okkar leið og kíktum eftir flottum bátum, erum búin að skipa Soffíu sem bryta og Sigurgeir sem vélstjóra, kyndara og háseta á verðandi far, ekki slæm áhöfn það. Virkilega gaman. ![]() 10.03.2010 21:08Ferð í dalinn í byrjun mars, nýjr myndirUm síðustu helgi fórum við í Sanddalinn og vorum komin fyrir myrkur og náðum að kynda vel upp í kotinu fyrir nóttinan, annars var veðrið frekar rysjótt, rok og rigning og stundum él. Smári og Júlía höfðu komið á fimmtudeginum og fóru þau heim á laugardag. Smári hafði farið með æti upp eftir á mánudeginum og var eitthvað búið að ganga í það hjá honum , en enginn rebbi lét sjá sig hjá þeim. Það var lítið líf , sáum einn krumma og búið. Áin var að riðja sig og var þó nokkur klakastífla í gilinu fyrir ofan hjá okkur, svo í eftirmiddag á föstudeginum brast stíflan og var gaman að fylgjast með því. Annars vorum við bara í afslöppun, fórum aðeins upp á heiði að athuga hvort búið væri að bera út æti hjá Valda, en svo var ekki, kannski er hann bara hættur. Fórum svo inn dal og var mesti snjórinn þar.
21.02.2010 23:52Góður bíltúr um Suðurland - nýjar myndirVöknuðum tímalega á laugardagsmorgni og þar sem var bjart og fallegt veður ákváðum við að fara og skoða framkvæmdir á Bakkafjörum og eru þetta heilmiklar framkvæmdir og allt mjög stórt í sniðum, starfsmenn voru að fara í hádegismat þegar við komum, Sigurgeir spurði þá hvort við mættum litast um á svæðinu og var það auðsótt mál. Á Eyjasundi var töluverð umferð skipa og fannst manni bátarnir og eyjarnar ótrúlega nálægt manni. Fórum svo í gegnum Landeyjarnar vestari og hittum þar bóndann á Bakka og var hann ótrúlega hress og gamansamur. Fórum svo aðeins niður Eystri Landeyjar og kíktum á Stranda bæina, vinnufélagi Sigurgeirs er í vegaframkvæmdum að lóð sem hann fékk þarna, hittum einn karl þarna sem er að dútla sér við að koma upp einhverjum húsum fyrir sig, hundinn og hestana. Fórum síðan upp Rangárvellina að Selsundi og í Næfurholt, skoðuðum svo sumarbústaði sem eru að rísa þarna í svo kölluðum Hekluskógum. Fórum svo niður Þjórsárdalinn og er alltaf einhver sjarmi yfir honum, kíktum á Búrfellsvirkjun og Þjóðveldisbæinn, sáum álftarpar með einn unga , keyrðum svo aðeins um á jörðinni Ásólfsstöðum, sáum þar tófu á ferðinni, vorum svo aðeins að rifja upp gamlar minningar, en á þessum slóðum eyddum við nokkrum Hvítasunnuhelgum með hópi góðra vina á árum áður, en þá vorum við ung , flúðum einu sinni undan veðri inn á Stöng en þá snjóaði töluvert þá var nú margt brallað. Svo skoðuðum við Stakkholtsrétt og er hún virkilega falleg eftir endurbæturnar sem hú fékk.Komum heim um kvöldmatinn sátt við góða ferð. ![]() 31.01.2010 16:00Janúar ferð í dalinn, nýjar myndir.Við eyddum helginni í góðu yfirlæti í Sanddalnum í fallegu veðri, 6° frost,logni og tunglskinsbjörtu. 24.01.2010 11:48JanúarÞað er eitthvað ógurlega rólegt yfir okkur hjónakornunum þessa dagana, mættum á kjörstað og röðuðum á lista hjá xD, heimsóttum Kalla og Hafrúnu í gær og kíktum svo á tengdamömmu. Fengum okkur þorramat á föstudaginn og var hann ágætur. Af barnbörnunum er það helst að frétta að Einar Geir er búinn að detta ansi oft á gifsið á handleggnum, Helgi Þór fór í svæfingu á föstudaginn og var verið að laga glerjunginn á tönnunum hjá honum, að öðru leiti hafa krakkarnir það gott. Pabbi fer til hvildarinnlagnar á Grund á morgun og verður þar í 4 til 8 vikur en fer svo vonandi að fá pláss til frambúðar, hann þekkir okkur ekki lengur og er horfinn alveg inn í alsæmerinn. Svona vill þetta víst verða þegar fólk eldist. Svo fer nú vonandi að koma einhver vetur svo við getum farið að fara í bústaðinn, en það er ekkert gaman að vera þar þegar allt er í drullu. 08.01.2010 21:44Hið daglega líf og nokkrar myndir![]() Þá er að komast á ró eftir jólin og lífið að fara í fastar skorður, og er það nú bara ágætt. Ekkert sérstakt á döfinni á allra næstu dögum, þarf reyndar á fjölskyldufund á þriðjudaginn þar sem tekin verður ákvörðun um hvar æskilegast sé að gamli maðurinn, hann pabbi verði. Það stendur til að koma honum inn á heimili sem kallað er Maríuhús og er fyrir heilabilaða, þar sem mamma getur ekki lengur séð um hann enda bæði orðin fullorðin. En svona er lífið, sumir verða háaldraðir og aðrir ekki, maður verður víst að sætta sig við það. 26.12.2009 18:13Jólin![]() Gleðileg jól Þá erum við búin að eiga notaleg jól á norðurlandi með fjölskyldum okkar og í jólasnjó. Það var mikið fjör á aðfangadagskvöl þega strákarnir voru að taka upp pakkana sína og var Helgi einna rólegastur og gólaði svona af og til, það voru allir ánægðir með jólagjafirnar, ég fékk flottan síma Nokia express 5800 tónlistarsíma með gps og 16 gb minni, svo næstu dagar fara í að læra á hann. Sigurgeir fékk líka iðnaðarmannasíma og finnst honum hann eiginlega ekki nógu einfaldur, enda 3210 alltaf bestur að hans mati.Hér er alveg ofboðslega mikill snjór og eru ruðningstæki á fullu að halda aðalgötunum opnum. 09.12.2009 06:55Þriðjudagur 8.des og nýjar myndir
07.12.2009 14:49Jólin nálgast, nokkrar nýjar myndir![]() ![]() ![]() ![]() Flettingar í dag: 370 Gestir í dag: 1 Flettingar í gær: 19093 Gestir í gær: 79 Samtals flettingar: 527243 Samtals gestir: 36746 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:38:43 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is