Flettingar í dag: 370
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 19093
Gestir í gær: 79
Samtals flettingar: 527243
Samtals gestir: 36746
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:38:43

Velkomin á bloggið mitt

Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum.

28.03.2011 04:07

Ferð í Sanddal

Þá gafst okkur loksins tími til að eyða einni helgi í Sanddalnum og var fallegt veður þegar við komum, sól og stilla en á laugardag var milt og þoka. Hafrún og Kalli voru líka og skruppum við í smá bíltúra, svo fóru bræðurnir að smala en það var rolla með lambi á útigangi í Hvammslandi, en á laugardag komu menn og tóku þau.Það var nú ekki mikið annað dýralíf, eitthvað heyrðist í rjúpu og snjótittlingum og svo var krummi karlinn á svæðinu.Sáum smá ummerki eftir tófu en hefur oft verið meira.
Þeir bræður Bjarni og Halli ásamt fjölskyldum voru í Þrastar húsi.
emoticon M

22.03.2011 17:12

Lífið

Jæja, þá er allt daglega lífið komið í sinn fasta farveg, skólinn búinn, skattaskýrslurnar búnar svo þá er bara að bíða eftir vorinu.
Ég lenti í umferðaróhappi í síðastliðinni viku á litlu Toyotunni, meiddi mig ekkert en bílinn skemmdist svolítið og varð óökufær en hann er kominn á verkstæði, verð vonandi búin að fá hann áður en jeppinn fer á verkstæði en við ætlum að setja 100% læsingar að aftan.
emoticon M

13.03.2011 22:37

Ljósmyndaferð í Krísuvík

Ég fór með skólafélögum og Vigfúsi kennara í útimyndatökur í Krísuvík  á laugardag og fengum við frábært veður eða eins og það gerist best á þessum árstíma, heiðskýrt, sól og logn, ég hef sjaldan séð himininn jafn bláann.
Í dag fórum við upp í Þormóðsdal og Hafravatnshringinn og það var frekar leiðinlegt skyggni, allt svona grámóskulegt svo ég tók engar myndir þar.
Kíktum svo í kaffi til Soffíu og Friðjóns í pönnsur og eplapæ, svo þegar við komum heim birtust Erlingur, Þuríður og dætur, svo ég bakaði vöfflur og svoleiðis.
Svo er mamma búin að fá inni á DAS í 6 vikur, bara gott mál
emoticon M

09.03.2011 21:01

Nýi Hiluxinn

Við vorum að fá okkur nýjan Hilux árg 2007, þurfum svolítið að sníða hann að okkur og gerum það svona smásaman. Annars gengur lífið sinn vanagang, nú er þetta síðasta vikan í skólanum, erum að spá í norðurljósaferð á meðan frostið er, svo á að fara einhvern góðann hring á laugardag sennilega Kleifarvatn, Selvog og Eyrabakka eða eitthvað svoleiðis.
emoticon M

19.02.2011 17:18

Skólinn

Fór með skólanum í dag um Suðurnesin og var veðrið svona la la en þræl gaman,  tók um 200 myndir og svo er bara að athuga hvort nokkuð sé nothæft af þeim, ætla að skoða þær betur áður en ég set þær inn á síðuna, en maður er alltaf að læra eitthvað nýt t.d þríhyrningsdæmið sem Vigfús kennari talaði um við okkur og svo bara að læra á myndavélina  tíma, ljósop og hraða þetta síast hægt og rólega inn sjálfsagt.
emoticon M

09.02.2011 17:34

Vetur

Þá er veturinn búinn að kíkja við hér hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og er það bara fínt, ég er byrjuð í Myndlistaskólanumm  úti í JL-húsi og líst mér vel á framhaldið þar,við eigum að vera í verklegri ljósmyndun  á laugardögum og bóklegu á mánudögum.
Svo verður maður bara að vera duglegur að æfa sig og vinna á tölvuna, það er svona að brjótast í mér hvort ég eigi að fá mér Makka, hugsa málið í einhvern tíma!!
Var að fá mér fjarstýringu á myndavélina og hún er ekki að virka, svo ég fer með hana í búðina á morgun.
Einar Hallur var í bænum um síðustu helgi, og var það bara gaman. Mamma er núna í Holtsbúð og er hún ekkert sérstaklega ánægð þar enda lítið um að vera!!
emoticon M

13.01.2011 22:09

Komið fram undir miðjan mánuð

Það er nú svo sem ekki mikið um að vera hjá okkur, vorum reyndar með rjúpnakvöld á síðasta föstudag með Kalla, Hafrúnu og Karli Rúnari og kláraðist allur matur og var sá yngsti alveg ótrúlegur mathákur.Kíkti á tengdamömmu upp á Eir í gær og var hún bara fín, fór svo í dag út á Landakot til mömmu og fer hún eftir helgi í Holtsbúð í Garðabæ og verður þar næstu sex vikur, eg fór og skoðaði þar og leist mér bara vel á.Annars eyddum við jólunum á Akureyri í góðu yfirlæti hjá fjölskyldum okkar þar, komum svo heim á þriðja í jólum og svo var matur hjá Sigurgeirs fólki og tókst það vel hefði mátt vera betri mæting en svona er þetta bara.Við komum við í Dalnum þegar við komum frá Akureyri og var allt í góðu þar. Ég ætla að fara í Myndlistaskólann og taka þar 5 vikna námskeið í ljósmyndun fljótlega, annars er ekki mikið á dagskránni.
emoticon M

01.12.2010 19:59

Aðventan

Þá fer að líða að jólum og er ég aðeins byrjuð að skreyta og setja upp jólaljós. Heilsufarið hjá flestum er í sæmilegu formi, annars er mamma á spítala og er mjög léleg í fótunum og bakinu en vonandi hressist hún eitthvað. Friðjón og Soffía kíktu í kaffisopa áðan, hress að vanda. Kalli fór upp á heiði  á síðasta laugardag og sá 3 fugla, náði einum og var hún neðarlega.
Annars heyrist mér á mönnum sem ég hef hitt, að afli haustsins sé fremur slakur þettað árið, allavega hér vestanlands. Ætli maður verði ekki að finna sér nýjar veiðilendur á komandi árum.
emoticon M

21.11.2010 20:42

Rjúpan

Við fórum til rjúpna um síðustu helgi þ.e. 12-13-og 14 nóvember, á föstudag var skítaveður rok og skafrenningur kíktum aðeins og fengum tvær, laugardagur var með leiðindaveður fram eftir degi en kíktum annað þá og fengum tvær og enduðum í fallegu veðri á sunnudag en hörkufrosti gengum mikið og fengum tvo fugla, þannig að ekki var um auðugann garð að gresja á okkar slóðum, á há heiðinni var frostþoka svo við fórum bara neðar og voru menn að fá 1 til 2 fugla ef þeir fengu þá eitthvað. Við erum komin með 23 fugla og ætlum að láta það duga þetta árið.
emoticon M

09.11.2010 21:11

9.11.2010

Maður hélt sig bara heima um helgina, vissi af nokkrum sem fóru á fjall og töluðu þeir um vont göngufæri og mjög lítið af fugli.
Er að hugsa um að fara að panta mér ljósmyndanámskeið á næstunni, annars allt í rólegheitum.
emoticon M

31.10.2010 21:17

Fyrsta helgi í veiði 2010

Við fórum í bústaðinn á föstudagskvöldið, fórum svo á fjall um 9 leytið á laugadagsmorgni og þegar komið var þangað var dálítið rok sem óx jafnt og þétt fram eftir degi og var alls ekki stætt á tímabili maður fór eitt skref áfram og þrjú afturábak, á tímabili settist ég bara niður þar sem vonlaust var að ganga niður í bíl, en þá kom Kalli á fjórhjólinu og og ferjaði mig í bílinn.Það var slæðingur af fugli en ljónstyggur, við vorum með 17 og Kalli með 8 svo þetta var þokkalegur afli. Fórum svo á sunnudaginn bara að kíkja hvort margir væru á heiðinni og var slæðingur af mönnum en þeir voru flestir að fara niður um hádegið. Við hittum Jónatan og hafði hnéð gefið sig hjá honum. Það hafði einhver maður skotið tófu og stillti henni skemmtilega upp út í móa svo veiðimenn sem voru á niðurleið fengu smá kikk við að sjá hana en þegar að var gáð var hún rófulaus.
 Komum heim í eftirmiðdaginn.
emoticon M

18.10.2010 20:51

Haustið 2010

Það hefur ýmislegt drifið á daga mína undanfarið, pabbi varð mikið veikur og lést þann 13. september og var jarðsettur 22.september, einnig hefur tengdamóðir mín verið hálfgerður lasarus og er á spítala núna.
Við hjónin fórum til Tenerife 29. sept og vorum þar í sól og afslöppun í hálfan mánuð og var það mjög notalegt þar sem hitastig er þar mjög jafnt svona 30 til 33 á daginn og 23 til 25 á kvöldin og nóttunni.
Við vorum svolítinn tíma að koma okkur í þann gírinn að láta þjóna okkur en það hafðist svona nokkurnveginn.Bóndinn varð sextugur og héldum við upp á það með fínum steikum og eðalvínum eins og vera ber.
Við hittum heilmikið af góðu fólki bæði sem við þekktum og ekki.Fórum í ferðir og skoðuðum okkur um eyjuna, hefðum gjarnan mátt fá betra veður þegar við fórum hringferðina, en það var súld og rigning norðanmegin á eyjunni, við fórum í vínsmökkun og skoðuðum kirkju og svo var borðað á stað sem var einu sinni búgarður en er núna einhverskonar endurgerð af Kanaríeyjum.
Þarna á suðurhlutanum sem við vorum var eyðimörk allt fram til 1970, þá fundu ferðafrömuðirnir það út að þarna væri jafnasti hiti dags og nætur í heiminum, svo þeir drifu í að gera staðinn að ferðamannanýlendu sem er ótrúlega dauðhreinsuð því þarna lifir ekkert kvikindi nema örfáir kakkalakkar, eðlur og dúfur og allur gróður er innfluttur og vökvaður með hreinsuðum sjó, þannig að gróðurinn  og dýraríkið er ekkert sérstaklega spennandi né fjölbreyttur.
En afslöppunin var fín og við áttum náðuga daga, fegin að vera komin heim og þá fer að líða á haustið og nýtt veiðitímabil að hefjast.
emoticon M

12.09.2010 17:11

Helgin 10-12 sept

Við vorum í fimmtugs afmæli hjá Friðjóni á föstudaginn og var þar boðið upp á kjötsúpu,rabbabarapæ og bananateru ásamt rauðvíni og bjór og var þetta mjög gott allt saman og var allt með sveitaþema lopapeysur og alles, við fórum snemma heim þar sem  pabbi er orðinn rænulaus og kominn á líknarmeðferð.
Kíktum svo á Kalla og Hafrúnu í dag, að öðru leiti erum við bara í rólegheitum heima.
emoticon M

05.09.2010 12:27

Helgin 3-5 sept 2010

Við erum búin að hafa það notalegt heima þessa helgina snæða humar og villibráð. kíktum aðeins á gamla fólkið og Soffíu og Friðjón,  svo kom Hrönn aðeins við og einnig Stefán og Díana bar afslappandi helgi.
emoticon M

31.08.2010 22:18

Ágúst

Það hefur verið nóg að gera upp á síðkastið, helgina 20 ág fórum við í Dalinn og var Karl Hallur gerður að Sanddalsgoði með víking og öllu tilheyrandi. Við kíktum í gæs og var ekkert flug á svæðinu, fengum samt 2 fugla.Núna um síðustu helgi vorum við á Akureyri og var verið að skíra yngsta barnabarnið og fékk hann nafnið Davíð Már, svo var veisla með þvílíkum kökum og gummilaði, fórum og skoðuðum Menningarhúsið Hof og er þetta glæsileg bygging, svo var tískusýning og húllum hæ í Gilinu og göngugatan full af fólki. Á sunnudag fórum við í kaffi til Einars og Ísólar áður en við lögðum af stað heim á leið og fórum við Þverárfjallið og var skítaveður þar , en fór svo batnandi eftir því sem sunnar dró, kíktum við í bústaðnum og var gott veður þar að vanda, komum svo í bæinn um kvöldmatarleytið.
emoticon M
Flettingar í dag: 370
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 19093
Gestir í gær: 79
Samtals flettingar: 527243
Samtals gestir: 36746
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:38:43

Eldra efni

Nafn:

María Gunnarsdóttir

Farsími:

8991904

MSN netfang:

mariabg@hi.is

Heimilisfang:

Ásakór 11

Uppáhalds tónlist:

Country, Cliff og íslenskt

Uppáhalds matur:

Villibráð
clockhere

Tenglar