Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343304
Samtals gestir: 30468
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:25:36

Velkomin á bloggið mitt

Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum.

16.01.2012 01:12

Ótitlað

Fórum til Borgarness í boði Soffíu, Friðjóns, Stefáns og Díönu, gistum að Hótel Hamri og fórum svo í Landnámssetrið og borðuðum góðan mat og sáum leiksýningu um Goðin sem Þór Tíliníus sagði frá og var það mjög gaman.Svo voru rædd málin í heita pottinum á eftir.
emoticon M

08.11.2011 17:47

Brúðkaup

Engin rjúpa þessa helgina, mættum í brúðkaup Söndru og Helga og var það ansi skemmtilegt.
Fór svo í axlaraðgerð á mánudagsmorgun og held ég að hún hafi gengið vel.Svo þá fer maður bara að hugsa til jól hvað úr hverju. Kannski kíkir bóndinn aftur á rjúpu.
emoticon M

02.11.2011 01:59

Fyrsta helgi á rjúpu 2011

Fórum í dalinn á fimmtudagskvöldið. Það var fallegt veður á fyrsta degi, lítill snjór, vorum á austurheiðinni þann daginn sáum nokkra arfastygga fugla en náðum þremur .Okkur fannst ekki mikið skotið á heiðinni miða við að það voru 36 bílar vitt og breitt um heiðina svo sennilega hafa verið minnst 60 manns á veiðum, en oft var skotið 3 - 5 skotum í einni bendu svo sennilega hafa flestir lent á henni styggri.
Á laugardag var mjög hvasst og slydda sáum 50 - 60 fugla ekki síður stygga en fyrri daginn en gekk sæmilega. Kíktum svo í Búrfellsdalina og fylltum þar kvótann eða þannig.
Nú vantar frost, stillu og meiri snjó, þá verður gaman að skjóta á nokkrar myndir eða þannig.
emoticon M

24.10.2011 00:25

Október 2011

Það hefur nú verið frekar rólegt hjá mér upp á síðkastið, er aðeins byrjuð með jólahreingerningar þar sem ég verð úr leik í nóv - des þar sem ég fer í axlauppskurð.
Ætla að reyna að komast eina helgi til rjúpna áður.
emoticon M

25.09.2011 04:43

Síðsumar

Vorum í Sanddal í nokkra daga í vikunni og var veðrið indælt, fórum á heiðina og kíktum eftir gæsum en það var mjög lítið flug og einu flugin sem við sáum voru háflug um eftirmiddaginn og svo ekkert á kvöldin. En það er alltaf jafn gaman að liggja við fjallavötn á fallegum síðssumarsdögum.
Svo var spáin leiðinleg svo við komum heim á föstudagskvöldi.
Kíkjum aftur fljótlega.
emoticon M

08.09.2011 01:41

Hreindýr

1.sept var lagt upp í ferð austur á Hérað í hreindýraleiðangur.Í þessa ferð fórum við hjónin og sonur okkar Einar Hallur og fór hann til að skjóta sitt fyrsta hreindýr. Strax þegar komið var austur fyrir fjall kom blessuð þokan og var hún félagi okkar nánast allan tímann. Komum um kvöldið á Skipalæk en þar höfðum við fengið leigt lítinn A-bústað.
Við mæltum okkur mót við leiðsögumanninn okkar Einar Axelsson upp úr kl. sex næsta morgun.
Þegar til hans var komið á Hallormsstað drifum við okkur af stað þó útlitið væri frekar svart, þegar komið var upp að Kelduárlóni kom í ljós að gædinn hafði gleymt lyklunum af sexhjólinu heima svo þá var bara hægt að leggja því einhverstaðar.
Síðan var byrjað að leita og fréttist ekkert af dýrum fram eftir degi en það voru margir á fjalli þennan dag.Upp úr miðjum degi hafði einn gædinn fundið hjörð nokkuð stóra og náði hann tveimur dýrum úr henni og lét okkur svo vita á hvaða slóðum hún væri.
Upphófst nú mikil ganga sem 5 manns voru í, þar af 3 veiðimenn og fannst hjörðin eftir mikla leit, þegar menn komust í skotfæri varð einhver misskilningur en Einar Hallur átti rétt á fyrsta dýri, en einhverra hluta vegna skutu menn hins leiðsögumannsins fyrst á hópinn og náðu sýnum tveimur dýrum og var þá ekki um annað að ræða fyrir þá nafna Einar Hall og Einar Axels að elta hópinn
og lentu þeir í ýmsum ævintýrum við það, dýrin krossuðu árnar og á endanum týndu þeir hjörðinni upp í þokuna og komu svo öslandi blautir og kaldir niður í bíl búnir að ganga 40-50 km.
Næsta morgun var vaknað kl.5.00 og lagt á heiðina en núna með lykla af sexhjólinu í farteskinu, ekki var skyggnið betra þennan daginn, farið var upp á Grjótárhnjúk og beðið eftir einhverri glufu í þokunni til að sjá yfir svæðið, en svo sást ekkert þar , farið var upp að Sauðárvatni og voru nokkrir bílar þar samankomnir en engin dýr sáust og svo var leitað og leitað en ekkert gekk. Svo fréttist af nokkrum beljum við skálann á Geldingarfelli og brunuðu menn þangað, þegar á staðinn var komið spáðu menn í hvað best væri að gera og var ákveðið, þar sem þokan var svo dimm, að veiðimennirnir skyldu skjóta saman allir þrír , fór svo einn bíll með þrjá veiðimenn og tvo gæda yfir árnar Kelduá og Blöndu og komust þeir í gott færi upp á klettum og 1.2.skjóta og þrjár beljur lágu, flott skot .
emoticon


19.08.2011 20:09

Ótitlað

Þá er ég komin heim úr viku ferð á Akureyri og var það ágætt, fremur leiðinlegt veður enda segja akureyringar að það hafi bara verið vor og haust.
En ég tók nokkrar myndir mér til gamans og er búin að setja þær hér inn allavega hluta þeirra.
Það styttist í hreindýrið!!!!
emoticon M

05.08.2011 08:06

Verslunarmannahelgin

Jæja, þá er þessi helgi liðin og vorum við í sumarbústaðnum í þokkalegasta veðri, rigning fyrstu dagana og svo mjög gott laugardag, sunnudag og mánudag. Einar Hallur var með okkur og kom hann á föstudeginum. Á sunnudag fórum við að Hítarvatni og svo fyrir múlana og komum niður hjá Valbjarnarvöllum, það var fín ferð og mikil fegurð.
Einar Hallur æfði sig heilmikið á rifflana, svo sló hann grasið á helstu gönguleiðum.
Á föstudagskvöldið buðu Hafrún og Kalli upp á humarveislu sumarsins, alveg frábært.
Arnór og Sigurgrímur voru með okkur í mat ásamt Hafrúnu og Kalla á laugardagskvöldið og var það gaman.
emoticon M

11.07.2011 00:59

Sitt lítið af hvoru!

Við fórum til Akureyrar í júní og áttum þar góða daga yfir hvítasunnuna, fórum að skoða fuglasafnið í Mývatnssveitinni og var það gaman, við fórum einn dag út á skotsvæði Akureyringa þar sem Einar Hallur var að æfa sig fyrir hreindýrið í haust og var hann vel hittinn og svæðið alveg ágætt.
Svo fórum við Héðinsfjarðargöngin til Siglufjarðar, flott göng en Héðinsfjörðurinn var nú ekki spennandi enda rok og rigning, fengum svo betra veður þegar við komum til Hofsós.
Vorum svo í nokkra daga upp í bústað í góðu yfirlæti.
Veðrið er búið að vera gott hér heima það sem af er júlí, sjáum svo til hvað við gerum meira.
emoticon M

09.06.2011 04:01

Sjómannadagurinn og nýjar myndir.

Við fórum út að keyra á Sjómannadaginn og byrjuðum í Hafnarfirði, þar voru hobby skipstjórar með bátana sína á Læknum og var gaman að fylgjaast með þeim, svo var aðeins kíkt við á höfninni og var töluvert af fólki þar. Svo fórum við Vatsleysuströndina og komum við á golfvellinum og var Stefán að spila þar við einhverja eðal frú!!!!
Fórum svo í kaffi til Díönu og var þar boðið upp á pönnukökur og kráserí.
Í vikunni fórum við með jeppann í undirvagns ryðvörn svo okkur liði nú svolítið betur en hann var að farinn að ryðga svolítið, skil ekki afhverju er hætt að ryðverja nýja bíla nú til dags.
Búin að hlaða 100 skot fyrir sumarið vona að það dugi eitthvað frameftir árinu eða fram að hreindýri.
Svo er bara að bíða eftir sumrinu, en það éljaði aðeins í dag.
emoticon M

30.05.2011 07:33

Vorið

Í gær fékk ég tuttuguþúsundasta gestinn minn inn á síðuna og þakka ég fyrir það.
Við vorum í Sanddalnum um helgina og fengum þokkalegt veður en fremur svalt, við settum niður nokkur tré, Reyni, Silfurreyni, gljámispil, kvist og berjarunna.
Settum vatnsdæluna við og vonum að ekki frysti mikið á næstu dögum.Svo voru svona hefðbundin verk sem unnin eru á hverju vori, bóndinn kíkti á girðingarnar og ég gerði vor hreingerninguna.
Það var mikið fuglalíf í dalnum við sáum álftir, gæsir,endur, rjúpur, spóa, lóu, hrossagauk og fullt af smáfuglum, en krummi og máfurinn voru nú komnir aðeins á stjá svo þá verða nú afföll af ungunum, en svona er lífskeðjan. Gróðurinn er allur að springa út og virðist koma vel undan vetri.
Það er töluverður snjór í fjöllum hjá okkur svo vonandi verður nóg vatn í sumar.
emoticonM

16.05.2011 10:16

Suðurströndin

Á laugardaginn fórum við í bíltúr um í gegnum Krísuvík og nýja suðurstrandaveginn og þegar við komum að sjónum fór að létta til og fengum við hið fallegasta veður og 10 stiga hita. Fengum okkur nesti í Herdísarvíkinni og var fuglalífið mikið þar, fórum svo um byggðina þar sem Gata heitir og að Strandakirkju og er hún mjög falleg og vel við haldin enda sennilega ríkasta kirkja landsins, hú var opin og mjög falleg að innan.
Hleðslurnar kring um hana eru alveg magnaðar. Í litla bæjarkjarnanum sem er þarna eru bæjir sem heita Þorkelsstaðir I og II, þar er uppi skilti sem stendur á ¨Free Camping¨og virðist það vera svona lítið samfélag með vísir að gróðurhúsi og svolítið draslaralegt. Svo var farið í Hveragerði og versluð blóm hjá Ingibjörgu og eru þau bæði fallegri og mun ódýrari en hér í bænum, á Lobeliunni munar 1000 kr á st svo það borgar sig að keyra þangað þó olían sé dýr. Á sunnudag kíktum við í kaffi til Soffíu og Friðjóns, þar fengum við kaffi og nýbakaðar vöfflur.
Bara góð helgi.
emoticon M

03.05.2011 00:30

Vorfílingur

Nú, er svona komið að því að maður vill fara að sjá vorið koma af alvöru , enda var vel hlítt í dag, fór í 15 stig.
Páskarnir liðu hjá í Dalnum í skíta veðri svo það var gott að hvíla sig og lesa góða bók.
Jónatan og Jón félagi hans kíktu við hjá okkur.
Svo er bara búið að vera snúningasamt hjá mér þessa vikuna og síðustu líka.
Ætla að byrja á vorverkum á morgun.
emoticon M



13.04.2011 19:00

Lífið kemur og lífið fer

Tengdamóðir mín Guðrún Karlsdóttir er látin og fór útförin hennar fram á mánudag 11.apríl og var það mjög falleg útför, Sigurður Jónsson prestur í Ásprestakalli sá um hana ásamt öðru góðu fólki.
Karlakór Fóstbræðra sá um tónlistina sem var afar falleg, flott rödduð og glæsileg og alveg í anda Rúnu, enda var hún styrktarmeðlimur þessa kórs.
Það er alltaf að fækka í hópnum sem er á þessum aldri og nú er mamma ein eftir af þeim nánustu, en dauðinn er það eina sem við getum verið viss um að vitjar okkar allra.En þeir sem eru á þessum aldri 80 -90 ára er ein sterkasta kynslóð sem uppi hefur verið og fáir lifað jafn miklar breytingar í heiminum, sem þau.
Þau voru alin upp í torfkofum og engin tækni og yfeirleitt bara vinna,vinna og vinna meir.
Svona er þetta nú bara.
emoticon M

01.04.2011 23:34

Föstudagur

Jæja þá er maður loksins búin að fá annan bílinn af verkstæði og er það jeppinn, en við vorum að láta setja í hann 100% læsingu að aftan. Litli bílinn verður ekki til fyrr en einhvernt ímann í næstu viku og verður hann þá búinn að vera á þriðju viku á verkstæðinu. Það er ótrúlegt hvað þetta getur dregist.
Það stendur nú ekki mikið til þessa helgina bara að dúlla sér við jeppann.

emoticon M
Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343304
Samtals gestir: 30468
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:25:36

Eldra efni

Nafn:

María Gunnarsdóttir

Farsími:

8991904

MSN netfang:

mariabg@hi.is

Heimilisfang:

Ásakór 11

Uppáhalds tónlist:

Country, Cliff og íslenskt

Uppáhalds matur:

Villibráð
clockhere

Tenglar