Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343491
Samtals gestir: 30538
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03

Velkomin á bloggið mitt

Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum.

26.08.2007 22:04

Gæsir á flugi

Jæja þá er helgin liðin og við komum fuglaus heim.
Vorum allan laugardaginn að kynna okkur atferli gæsarinnar og erum kannski búin að finna hvar við setjum okkur niður um næstu helgi.Sigurgeir eldaði dýrindis máltíð handa okkur á milli rigningarskúra á heiðinni.
M

19.08.2007 00:24

Góður dagur

Það var farið snemma á fætur í morgun og farið sem leið liggur Mosfellsheiði, Þingvelli, Lyngdalsheiði  að Geysi og Gullfoss og sem leið liggur inn að Hagavatni og urðu nokkrir útlendingar á leið okkar, það var bjart og gott veður fórum bröttu brekkuna upp að vatninu og var gaman að koma á þessar slóðir. Fórum svo upp á Bláfellsháls og þaðan að Skálpanesi, en þar er þokkalegt hús og mikið af snjósleðum og jökladóti sem virðist bara vera geimt þarna. Fórum svo í Fremstaver og var fallegt þar víða,sáum álftir og gæsir, svo lá leið okkar í Reykjaskóg og var okkur boðið í kvöldmat í Siggubæ hjá Klöru,Sigga, Hrönn og Gunna og tengdó sátum þar frameftir en drifum okkur svo heim og vorum komin undir miðnættið.
  heyrumst!!!!!!!!!!! 

17.08.2007 00:28

Akureyri og nágreni

Jæja þá er maður búinn að fara á fiskidaga, handverkssýningu og skoða í búðir á norðurlandi, reyndar versla "pínulítið" annars var kalt og ekkert spes veður.
Nú er orðið tómlegt hér heima, Einar Hallur og Úlfur farnir til síns heima svo við erum bara tvö í kotinu.
Förum sennilega til fjalla um helgina.

Fékk símtal frá Hreindýraráði þar sem komið var að mér í úthlutun á belju á svæði 2, en ég var númer 75 á biðlista svo mér finnst eitthvað skrítið við þetta kerfi, en jæja ég afþakkaði þar sem ég ætla í skóla í haust og taka pungaprófið og svo á að skella sér í danaveldi síðar í vetur.

31.07.2007 23:03

Að fjallabaki

Það er orðið langt síð ég bloggaði síðast, svo þá er bara að bæta úr því.
Við fórum um síðustu helgi í Landmannahellir og leist svo vel á staðinn að við gerðum bara út þaðan. Við sofnuðum við söng ættjarðarlaga og vöknuðum svo um morguninn við fallega harmonnikkutóna. Fórum inn í Hrafntinnusker  og gengum upp í 1128 metra hæð og settum hrafntinnu í vörðuna,  svo gerði heilmikla snjókomu á okkur svo við urðum gegnblaut enda bara á stuttbuxum. Skoðuðum líka Fossabrekkur og var mjög fallegt þar, fórum svo í gegnum Hekluhraunið meðfram Þjórsá  og út á Skarfanes , en Skógræktin er með það svæði og kom okkur þetta svæði töluvert á óvart, skemmtilegur gróður og fallegur gamall kofi.

Gott í bili

25.06.2007 10:24

Frábær 29 ára brúðkaupshelgi

Jæja, þá er blessuð Jónsmessan liðin og eyddum við hjónin henni inn í Básum í Þórsmörk, í sól og sumaryl, að vísu komu smá mold sveipir en að öðru leyti var ekkert að veðri.
Við tókum góðan göngutúr , fórum Bása hringinn og upp á Bólfellið fórum svo og lágum bara í sólbaði en það voru um 1500 manns í Básum, svo var varðeldur og söngur á laugardagskvöldið
Sem betur fer sluppum við, við alla bílalestin en við fórum Þrengslin báðar leiðir.
Virkilega ljúft.

17.06.2007 18:21

17.júní

Í dag er fínt veður , hlítt en sólarlaust keyrðum með ströndinni og kíktum á golfvöllinn út í Vogum, þar var margt um manninn, skoðuðum svo Keilisnesið  dóluðum svo heim á leið með viðkomu í Akurgerðinu til að kanna hvernig gangan yfir Leggjarbrjót hafi gengið í nótt, en hún gekk bara vel.Svo er óvíst hvað verður gert í kvöld.

14.06.2007 22:41

Fínn dagur

Dagurinn fór vel af stað, svaf til kl. 10 ,en fór þá að gera mig klára fyrir utanhúsmálningu og var að dúlla mér við það fram eftir degi í blíðskaparveðri (alla vega til málunar) hlýtt en sólarlaust. Reyni að fara aðra umferð yfir framhliðina á morgun.
Fórum í göngutúrinn okkar fyrir kvöldmatinn og var frekar fátt fólk á ferli núna.

04.06.2007 19:16

Mánudagur til mæðu.

Það er leiðinda veður í dag , svo ég fór seint á fætur og gerði lítið , tók til í skósafninu og fann lítið þar sem mátti missa sig enda aldrei til nóg af skóm.
Fór út í Bónus og lét afgreiðslufólkið fara í taugarnar á mér það gat bara sagt ekki skilja, ekki veit, ekki kann  svo ég spurði það bara hvort það gæti ekki drullast heim til sín ef það nennti ekki að læra íslensku, sú sem var á undan mér fór bara frá öllu á borðinu og sleppti sér við verslunarstjórann en ég held hann ekki skilja, ekki veit, ekki kann.
Þannig var þessi rok og rigningardagur ,fór samt hringinn með bóndanum.
Gott í dag

30.05.2007 00:00

Þriðjudagur

Þá erum við komin heim úr fermingarveislu á Bolungarvík, en þar var verið að ferma Maríönnu Mjöll og héldu Geiri og Sibba heljar veislu. Það var töluverður snjór þarna og ófært út í Skálavík og upp á fjall, en mjög fallegt veður. Strákarnir voru svona smá að reyna bílana en þeir nenntu ekki að hleypa úr svo þeir komust ekki mjög hátt í fjallið.

20.05.2007 19:11

Kaupmannahöfn að baki.

Þá er maður kominn heim úr vorinu ytra en það var mjög gaman hjá okkur þar.
Við Friðjón vorum gengin inn í kjöt á löppunum en það grær seinna.
Kosningarnar búnar og stjórnarviðræður hafnar, ekki eru núverandi viðræður mér alveg að skapi en vonandi gengur þetta samstarf ef af verður vel.
Það vorar seint hér í Reykjavík þessa dagana skítakuldi og rigning.
Skríð bara undir sæng með góða bók.

06.05.2007 21:53

Sunnudagur

Jæja þá skein smá sól í dag en gustaði köldu, fórum að hlusta á fyrirlestur í Vetrargarðinum í dag, hann var nú ekkert sérstakur, annars vorum við að hreinsa í garðinum meiripart dagsins og var það bara ágætt.

05.05.2007 20:38

Utankjörstaðakosning

Helvíti finnst mér skítt að fá ekki sama tækifæri og þeir sem geta kosið á kjördag, en ég kaus í dag og var mér ekki boðið uppá að raða fólki á listann en kjörseðill lítur svona út
http://www.unnurbra.is/index.php?itemid=48
Ég fékk bara 10x10cm snepil og átti að stimpla þann listabókstaf sem ég ætlaði að kjósa.
Annars flokks þegn í eigin landi. Ekki satt?

05.05.2007 19:38

Veiði 2007

Fór á sýninguna í Vetragarðinum í dag, fannst hún bara ansi góð, þarf reyndar að fara aftur á morgun til að hlusta á erindi sem Ívar Erlendsson flytur um samanburð mismunandi riffilstærða. Ég hafði gaman að erindi sem Þröstur Elliðason var með, hann virðist vera að gera góða hluti,kannski endar maður bara í stangveiðinni þegar ekkert er eftir til að skjóta hér heima ,ekki þar fyrir utan þá er alltaf gaman að skjóta í mark. En nú styttist í Kaupmannahafnarferðina og hef ég verið að reyna að hafa upp á veiðibúðum þar og er komin með eitthvað. Annars á bara að vera í afslöppun og njóta lífsins þar.

03.05.2007 10:29

Mengun

Góðan og blessaðan daginn.
Það fór svona í gegnum huga minn á laugadaginn hver væri oft meginorsök mengunar.
Þennan dag var bjart og sólríkt veður norðanlands en snögglega blasti við okkur svartur reykur innan úr Eyjafirði , við héldum að það hefði orðið slys og kviknað hefði í einhverjum bænum en aldeilis ekki þetta voru bændur að kveikja sinu á jörðum sínum
og þá er ekki spáð í hver er að menga fyrir hverjum, það lá við að það þyrfti að aflýsa flugi vegna sjónmengunar en reykiinn lagði yfir flugvöllinn og miðbæ Akureyrar.
Ég hélt nú að á upplýsingaöld væri ekki ástæða til að fara svona með landið okkar, nógu slæmt er ef kviknar í óvart eins og skeði vestur á Mýrum í hittefyrra en kannski hafa bændur bara gert það sjálfir "alveg óvart" en hver skyldi hafa borgað fyrir það mikla slökkvistarf sem þar fór fram, jú jú við litilmagnarnir sem fáum enga milljarða  í starfslokasammninga og þess háttar eins og bankastjórarnir, þetta er orðið frekar ósmekklegt umhverfi sem við lifum í þar sem er mengun, peningasukk og spilling á háu stigi  lifir góðu lífi eins og sýndi sig með ríkisborgararétti fyrir tilvonandi tengdadóttur Jónínu Bjartmars.
Best að láta ekki fleira fara í taugarna á sér í dag, þó á ég eftir að lesa blöðin.
Hafið góðan dag

01.05.2007 21:20

Frídagur verkamanna

Iss skítaveður í borginni,nenni ekki að vera atvinnumótmælandi í dag og fara í göngu, hef reyndar aldrei gert það, svona er að vera ekki róttækur en röfla bara við bóndann hér heima og halda að maður bjargi heiminum þannig.
Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343491
Samtals gestir: 30538
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03

Eldra efni

Nafn:

María Gunnarsdóttir

Farsími:

8991904

MSN netfang:

mariabg@hi.is

Heimilisfang:

Ásakór 11

Uppáhalds tónlist:

Country, Cliff og íslenskt

Uppáhalds matur:

Villibráð
clockhere

Tenglar