Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343491
Samtals gestir: 30538
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03

Velkomin á bloggið mitt

Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum.

07.04.2008 20:30

Ruglaðir pólitíkusar

Alveg er það með ólíkindum hvað okkur er boðið uppá af ráðamönnum, þeir halda víst að allur almenningur sé sauðheimskur að halda að þeir geti talið okkur trú um að það sé ekkert dýrara að fljúga með einkaþotum en áætlunarflugi, eigum við þá ekki að spara og taka einkaþotu t.d norður á Akureyri, nei nei ég bara spyr? Það verður umhugsunarefni hvað eða hvort maður kýs í næstu kosningum hvort heldur er á þing eða í borg ,vegna þess að það er ekki nokkur frambærilegur pólitíkus til lengur bara smábörn og eiginhagssmunaseggir .
 Annars heldur maður svona öðru hvoru að vorið sé á næsta leiti en svo fer að snjóa og  jafnvel frysta, Sigurgeir er búinn að klippa trén og ég er byrjuð að hreinsa laufið og tína upp drasl sem hefur safnast saman í trjánum en það er bara alltaf skítakalt.
Annars er ekkert að ske þessa dagana svo ég er að dúlla mér við að setja tónlis inn á Ipotinn minn, fæ lánaða diska á bókasafninu það er ódýrt og hagkvæmt svo bara bíða eftir sumrinu.
M

24.03.2008 20:17

Páskar 2008 og nýjar myndir

Þá er páskahelgin liðin og fengum við gott veður alla dagana, vorum svona aðeins að leika okkur eins  og myndirnar sýna.Á föstudag vorum við í dalnum á laugardag fórum við í heimsókn til Stefáns og Díönu en þau voru með bústað í Svignaskarði, svo fórum við áleiðis að Langavatni svo var skroppið í heita pottinn og borðuðum saman, við vorum komin heim um kl. 22.30 en Kalli og Hafrún gistu .Á páskadag kíktum við á heiðina og fórum í Staðarskála.Sigurgeir fékk málsháttinn "Enginn skyldi einn í sorgum sitja"og minn var" mestu hetjuverkin eru unnin í smáorrusstum lífsins"
M

13.03.2008 21:39

Skattmann

Alveg er það með ólíkindum þegar hið opinbera ætlar að fara að stjórna okkur og kalla það  svo "hagræðingu" fyrir hinn almenna borgara í þessu landi.
Þannig er mál með vexti að nú eru flestir landsmenn að huga að skattaskilum í tæka tíð svo þegar maður kemur inn á síðuna sína  eða annara sem maður er með í vinnslu þá er flest allt sem stendur á samræmingarblaðinu alls ekki rétt, sérstaklega ef málin snúast um hlutabréf. Á einni skýrslu hjá mér eru 5 rangfærslur og ef maður ætlar að leiðrétta þær þá gengur það ekki upp vegna þess að það stemmir ekki við samræmingarblaðið! og þá er ekki hægt að skila skýrslunni. Til þess að fá skekkjurnar lagfærðar er aðeins ein manneskja hjá skattinum sem sér um það og ef maður er svo heppinn að fá tíma hjá henni tekur það um það bil tvo klukkutíma að fara í gegnum ferlið með henni.
Svo endilega góðu landar farið vel yfir skýrsluna ykkar svo þið lendið ekki í djúpum skít 1. ágúst.
M

09.03.2008 17:59

Í fermingu Viktors, nýjar myndir


Við vorum í fermingarveislu Viktors í dag og var hún mjög fín, góður matur og skemmtilegt fólk.
Við vorum líka með gesti um helgina en Andrés kom í bæinn með flutningabíl og kom Dísa með honum svo fóru þau í dag um 4 leitið með annan bíl.
Annars er bara lítið að frétta, maður er bara á kafi í að gera skattaskýrslur fyrir  vini og vandamenn, svo enda ég á okkar skýrslu.Alltaf gott þegar það er búið.
Það hefur núna undanfarið verið svartþröstur í garðinum hjá okkur og setti ég inn mynd af honum en hún er ekki góð enda tekin í gegnum glugga.
M

02.03.2008 17:29

Snjósleðaleikur, nýjar myndir



Kalli mágur hringdi í okkur um hádegið í gær og bauð okkur að koma út að leika, sem við þáðum með glöðu geði og fórum við upp á Höfða og hittum hann þar. Hann var með tvo nýja snjósleða og ákveðið  var að fara upp á Mosfellsheiði. Stoppuðum fyrst á Skálafells afleggjaranum þar voru sleðarnir teknir úr kerrunni og var farið að aka þar um, brátt fjölgaði í hópnum og kom Óli með sín börn, Friðjón og Viktor og með Kalla var Karl Rúnar. Þegar við vorum búin að fara nokkrar ferðir þar ákváðum við að fara innar á heiðina. Við Friðjón, Viktor og ég keyrðum sleðana áleiðis upp eftir en þá vildi nú ekki betur til en ég missti sleðann sem ég var á ofan í djúpan skafl og gróf hann sig niður þar, Friðjón og Viktor komu til baka til að athuga hvað væri að, þeir reyndu að lyfta sleðanum upp en réðu ekki við hann svo Friðjón fór að sækja hjálp og voru þeir bræður Kalli og Sigurgeir snöggir upp á sleðann og komu til mín gekk þeim 3 (Viktor) bærilega að losa mig upp héldum svo ferðinni áfram og komum fljótlega að bílunum, þá var Óli búinn að kanna snjóalög og var að moka sig upp en þurfti á endanum að hleypa smá úr.Svo þegar leikar stóðu sem hæst komu að tveir bílar Forrunner og Ford 150 þegar menn stigu út úr þeim bílum kom í ljós að þetta voru tveir æskufélaga Einars Halls þeir Gulli og Ingi Þór með sína litlu gutta, þegar Fordinn fór út af þjóðveginum lenti hann í sama skafli og Óli og sat þar fastur, Sigurgeir dró hann upp. Svo var bar verið að leika sér í hreint frábæru veðri fram eftir degi og endað í kaffi og nýbökuðum snúðum og pönnukökum hjá Soffíu.Hreynt frábær dagur.
M

25.02.2008 15:46

Þá er þorra lokið og nýjar myndir

Þetta var nú ágætis helgi, við fórum í sextugs afmæli til Heiðars og var boðið þar fyrst í mat og svo tertur á eftir allir saddir og sælir þetta var mjög huggulegt og gaman hjá þeim hjónakornum. Svo var árshátíð hjá Einari Halli og komu þau Ísól og hann með flugi  og gistu hjá okkur, fóru svo aftur í gær norður
Ekkert fékk maður hreindýrið annað árið í röð , hvorugt okkar og er ég drulluspæld en Kalli fékk belju á svæði tvö og Jónatan tarf á tvö líka.
Ég fer bara í einhverjar aðrar veiðar þegar fer að líða á árið vonandi!
M

17.02.2008 20:06

Eftirlitsferð og nýjar myndir

Kalli og Óli fóru í eftirlitsferð í Sanddalinn í gær með sínu fólki og gekk ferðin bara vel  og allt í lagi í húsunum hjá okkur, þeir sögðu færið frekar þungt í blautum snjónum en komust það sem þeir ætluðu svo´þetta var hin besta skemmtun fyrir stóra og smáa.
M

16.02.2008 17:45

Aftur komin heim.

Jæja þá er vonandi þessari törn lokið hjá mér á spítölum í bili.En það þurfti að leggja mig aftur inn vegna þess að það fór að leka mænuvökvi út úr gatinu eftir deyfinguna sem ég fór í í síðustu viku, þetta er í annað sinn á 15 árum sem þetta skeður hjá þeim. Til að stoppa lekann var framkvæmdur blóðflutingur úr handlegg á stungusvæðið og var það helvíti sárt en nóg um það. Nú tekur maður lífinu bara rólega í nokkrar vikur. Kalli og Óli fóru upp í Sanddal í dag í eftirlitsferð og var vist allt í sómanum þar. Einar Hallur og Ísól eru að flytja um helgina og ætlar Andrés að hjálpa þeim. 
M

09.02.2008 12:10

Komin heim

Jæja, þá er þessi vika liðin en henni eyddi ég á St.Jósefsspítala í nokkuð góðu yfirlæti miðað við aðstæður, það var mjög heimilislegt og gott fólk sem vinnur þar, en heima er nú samt alltaf bezt. Ég á að taka því rólega næstu 4 til 6 vikurnar þannig að ég ætti að vera búin að jafna mig um páska og þá verður nú gert eitthvað skemmtilegt, farið á fjöll eða bara í bústaðinn. Hér hefur gengið á með snjókomu og éljagangi í morgun eftir þýðuna í gær. Einar Hallur og Ísól fara að flytja á Grenivelli í vikunni þannig að það rýmkast vel hjá þeim. Dísa var í prófi í gær og gekk mjög vel var með 10 en hú er að taka tölvu og bókhalsnám.
M

03.02.2008 23:04

Akureyringar í bæjarferð og nokkrar myndir

Það er búið að vera rennerí af fólki hjá okkur um helgina, Fyrst komu Dísa, Andrés og synir svo komu Einar Hallur, Ísól og Malik töluvert seinna um kvöldið en þau lentu í smá basli á leiðinni heim, það fraus hjá þeim annað afturdekkið fast vegna þess að þau settu bílinn í handbremsu smá stund í Staðarskála, svo endaði með því að það sprakk hjá þeim og felgan ónýt, en þegar Einar fór út til að skipta um dekk var -19° og hann vettlingalaus ekki paar skemmtilegt. Fórum aðeins í búðir á laugardag svo var farið í gegnum Heiðmörkina og leiðinni var farið í Maríuhellir og skoðað þar í kring. Dísa og Andrés fóru á árshátíð hjá Eimskip á laugardagskvöldið.Svo upp úr hádegi í dag lögðu þau öll af stað norður og gekk ferðin bara vel og voru allir komnir til síns heima um kvöldmat. Friðjón, Soffía og Viktor kíktu í kvöldkaffi og voru hin hressustu, þetta var bara ansi góð helgi.

31.01.2008 20:14

Kaldur dagur í dag

Bara fallegt og kalt í dag, hélt mig bara heima að dútla mér við heimilið.
Á morgun koma báðar fjölskyldur frá Akureyri í bæjarferð, Disa og Andrés eru að fara á árshátíð hjá Eimskip en Einar Hallur, Ísól og Malik eru bara að kíkja á okkur gamla settið, svo það verður fjör í kotinu.Svo fer ég á spítala á mánudaginn og verð þar út vikuna.
M

27.01.2008 21:42

Þorrinn og nýjar myndir

Jæja, þá er þorrinn genginn í garð með sínum áhlaupum í veðri, það snjóaði í gær en rignir í dag en svo á að kólna eftir helgi og snjóa aftur. Við fórum út að borða í gærkvöldi og var það bara flott, fyrst var boðið heim til Björgvins og Margrétar í fordrykk síðan var haldið á Grillið á Hótel Sögu þar var humar í forrétt alveg frábær svo var aðalrétturinn fylltur hryggvöðvi og svo kaffi og desert á eftir og var þessi matur hver öðrum betri og fallega borinn fram. Þjónninn tilkynnti hvað væri í hverjum rétti fyrir sig og spurði einnig hvort einhver væri með fæðuofnæmi, hef ekki heyrt það áður.
Við vorum 16 saman og var mikið fjör, hluti af fólkinu kíkti svo á dansiball í Súlnasal en við fórum heim og vorum komin um miðnættið.
Í dag komu Fanney, tengdamamma og helmingurinn af Vogafjölskyldunnu Díana, Stefán Aðalbjörg og synir til okkar í kaffisopa og var gaman að því. Fékk myndir frá Stefáni úr Köben ferðinni okkar um áramótin og set þær inn.
M

19.01.2008 22:43

Laugardagsferð í dalinn og nýjar myndir

Komið þið sæl.
Maður er sko bara heppinn að vera kominn heim til sín. Bóndinn var svo upptekinn við að leita að tófusporum meðfram  Skarðshamra veginum í dag að hann keyrði út af, og ég var svo fljót út úr bílnum að ég gleymdi að taka myndavélina með mér svo það er enginn mynd, en þetta var helvíti bratt og tók nokkrar atrennur með allt splittað, en tókst að lokum.
En ferðin var góð og tímabær, það var komið 20mm gat á panilinn eftir mús og tróðum við patrónu í það til bráðabyrgðar.Það var mikil lausamjöll og fallegt yfir að líta.
Kíktum á bústaðinn hjá Kalla og var allt í lagi þar.
M

15.01.2008 15:24

Slappur dagur

Þá kúrir maður bara innandyra hálf lasinn en þó ekki meir en svo að maður fari í tölvuna en ég er að reyna að setja safnið upp hjá mér, en það er í gegnum símann og adsl, ljósmyndir úr tölvunni og farsímanum svo er hægt að skoða þær í sjónvarpinu. Það vantar eitthvað forrit hjá mér svo ég er að downloada því. Það er snjór en þokkalegt veður.Heyrði aðeins í Helgu Sördal og var gaman að heyra í henni svo heyrði ég í Einari Halli og Hrönn.Það tókst hjá mér að senda myndirnar í safnið á sjónvarpinu.
M

14.01.2008 12:55

Eftirlitsferð

Við fórum í fallegu veðri í gær Bláfjallahringinn og vorum að kikja eftir rjúpum og tófu  og er þetta nokkuð árviss ferð hjá okkur. Sáum á einum stað för eftir rjúpu en á nokkuð mörgum stöðum tófuspor. Hittum þarna mann sem gengur mikið á þessum slóðum og var hann að fara upp í Grindarskörðin, hafði hann einnig farið þangað um síðustu helgi og sagðist hann enga rjúpur hafa séð á þessum slóðum í vetur en þó nokkuð af fugli í Esjunni undanfarið, þannig að friðunin virðist ekki segja mikið.
Kíktum svo í kaffi til tengdamömmu, annars var þetta mjög góð helgi.
M
Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343491
Samtals gestir: 30538
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:47:03

Eldra efni

Nafn:

María Gunnarsdóttir

Farsími:

8991904

MSN netfang:

mariabg@hi.is

Heimilisfang:

Ásakór 11

Uppáhalds tónlist:

Country, Cliff og íslenskt

Uppáhalds matur:

Villibráð
clockhere

Tenglar