Flettingar í dag: 430
Gestir í dag: 155
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 343669
Samtals gestir: 30586
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:08:42

Velkomin á bloggið mitt

Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum.

12.07.2008 00:06

Fjallabaksleið syðri

Á mánudagsmoruninn lögðum við af stað upp á fjöll og fórum sem leið lá að Keldum á Rangárvöllum og beygðum þar upp á leið í Hungurfit þega innar kom var stórt bjarg sem sagan segir að þegar leitarmenn fóru í fyrsta sinn á fjall skyldu þeir klífa bjargið og helst hálfslompaðir, Sigurgeir fór þar upp! Það var nýbúið að opna veginn þarna og var hann sæmilegur inn að Hungurfit skálanum en á leiðinni inn í Krók var vegurinn illa skorinn og seinfarinn, fórum svo þaðan og í  Mosa síðan gegnum Þverárgil og er það mjög skemmtileg leið þar er keyrt eftir árfarveginum.Næst komum við í Hvanngil, kíktum að Álftavatni  ætluðum að tjalda þar en þar máttum við ekki fara á bílnum til að losa farangur svo við fórum bara aftur í Hvanngil og tjölduðum þar það er mjög fallegt allstaðar þarna.
Síðan fórum við Mælifellssandinn og var hann nýheflaður og bara góður, fórum svo Öldufellsleið sem liggur niður með Hólmsá skoðuðum þar nokkra fossa mjög fallega. Komum svo niður á þjóðveg hjá Hrifunesi
Þaðan fórum við svo upp að Heiðarvatni sem er fyrir ofan Vík í Mýrdal en svisslendingur á alla þá jörð fyrir utan eitt lítið hús sem vinnufélagi Sigurgeirs á okkur var ráðlagt að fara ekkert innar í dalinn því kallinn var að veiða þar í ánni, hann er víst ekki ánægðu ef fólk er að þvælast þarna.Því næst var haldið í Þórsmörk.
ps. af óviðráðanlegum orsökum glötuðust myndirnar sem voru teknar á þessari leið svo hún verður bara geymd í minninu.
M

11.07.2008 23:35

Sumarfríið frábært

Við áttum frábæra viku með Hrönn og Gunna í Kaupmannahöfn og bjuggum við í Trésmiðafélagsíbúðinn við Norrebro. Skoðuðum mannlífið og gengum mikið, einnig fórum við í heimsókn til Svíþjóðar þar sem Birgir pabbi Gunna og Haukur bróðir hans búa, við tókum lest til Sölvaborgar en þeir feðgar búa þar úti í skógi í litlu sætu húsi, fórum svo til Systu systir hans en hún býr 30 km frá þeim og er niður undir sjó.
Allt tókst mjög vel nema heimferðin, á leiðinni út á Kastrup kom upp eitthvað stopp hjá lestinni svo við fórum einhversstaðar úr henni og tókum leigubíl, svo þegar við vorum búin að skrá okkur inn var aðeins litið í kringum sig á flugstöðinni bara til að láta tímann líða , þegar klukkan var farin að halla í hálf tíu vorum við orðin svolítið óróleg því aldrei var kallað út í flugvélina, þegar farið var að kanna málið var búið að fresta fluginu til morguns, við þurftum að taka farangurinn okkar aftur og koma okkur á hótel sem er í hverfinu Kastrup
þar gekk mjög hægt að skrá fólkið inn og komum við ekki upp á herbergi fyrr en um miðnættið og þurftum að vakna aftur kl. 4 og fara út á flugvöll og skrá okkur aftur inn og enn var fluginu frestað nú um 45 mín svo var nú kallað út í vél en þá var eftir að setja eldsneyti á hana en í loftið fórum við um kl.9.45. Þegar heim  var komið buðu Soffía og Friðjón okkur í "Bruns" og var það þrælflott.
M

07.07.2008 01:21

Nýjar myndir

Er orðin svo sibbin að ég blogga bara seinna.
M

23.06.2008 11:04

Ísólfsskálaleið

Í gær fórum við í bíltúr og fórum upp að Kleyfarvatni og var margt um manninn þar að njóta blíðunnar, svo fórum við út í Krísuvíkurbjarg og þegar við komum þangað hittum við Hollensk hjón sem voru búin að ganga frá Krísuvíkurkirkju og út á bjarg , þau voru á húsbíl og vildu ekki leggja hann í þessa för. Þau spurðu hvort þau mættu sitja í með okkur til baka og var það alveg sjálfsagt, þegar við fórum að spjalla við þau kom í ljós að þau voru ekki búin að sjá neinn Lunda svo við keyrðum með þau út á gamla vitann og fundum við lunda þar og svo sást út í Eldey og sögðum við þeim að þar væri stæðsta súlubyggð í evrópu, svo  fannst þeim  mjög gaman að komast í smá jeppaferð svona óvænt ,skiluðum við þeim svo í bílinn þeirra og buðu okkur í kaffi en við afþökkuðum og héldum leið okkar áfram út í Ísólfsskála en þar er komið kaffihús og virtist vera þó nokkuð að gera. Fórum svo í gegnum Grindavík og í Vogana og nutum veðurblíðunnar og kaffisopans þar. Fín helgi.
M

23.06.2008 09:42

21.06.2008

Á laugardag fórum við í brúðkaup hjá Kjartani og Olgu, en Sigurgeir og Kjartan eru vinnufélagar til margra ára, var athöfnin í Dómkirkjunni afskaplega falleg og sá Sr. Hildur Eir Bolladóttir um hana, það var blíðskaparveður og eiginlega ekki hægt að fá fallegri dag til að standa í svona stórræðum.
Svo var veislan haldin í Rafveituheimilinu og var hún glæsileg í alla staði, maturinn alveg frábær en í forrétt var Humarsúpa svo komu nautalundir með bernes eða piparsósu og meðlæti og súkkulaði dessert í eftirrétt, þessu var svo skolað niður með hvítvíni og rauðvíni, (maður verður svangur af að hugsa um matinn eftirá).
Það vildi svo skemmtilega til að gömul og góð vinkona mín Erna frá Síðumúlaveggjum var stödd þarna með Guðbjarti manni sínum og þremur börnum þeirra og flutti Þorgrímur sonur þeirra þrumu góða ræðu um Olgu en hú er frænka þeirra og var í sveit hjá þeim til margra ára, svo sungu þær Barbara og Íris 3 falleg lög til þeirra og spilaði Viðar maður Barböru undir á píanó og Íris á gítar og var þetta mjög flott hjá þeim. Við þökkum bara fyrir frábæran dag með brúðhjónunum.
M

17.06.2008 23:26

Fín helgi og nýjar myndir

Þetta var nú aldeilis ágæt helgi hjá okkur , en við fórum í bústaðinn og komu Einar Hallur og fjölskylda og voru með okkur .
Við fórum sveitarúnt og fórum niður Skarðshamraveg og kíktum svo á Hreðavatnið og var þar fallegt að vanda, fórum svo upp að Jafnaskarði, svo var farið í Baulu og fengið sér ís.Þegar heim var komið var smá lúr tekinn og var svo farið að elda, við vorum með læri.Svo fóru krakkarnir inn dalinn og vorun að skoða álftarhræið sem tófan drap fyrir nokkru.Svo kom alveg frábært veður á sunnudagskvöldið algört logn og sól og var þá gaman að sullast í ánni. Krakkarnir fóru svo heim á mánudag en Einar Hallur hjálpaði pabba sínum að girða fyrir ána áður en þau fóru.. En á mánudeginum var mjög hvasst og gekk á með hellirigningu, Sigurgeir var úti og var að færa tré, ég fór ekki út fyrr en rigningin var hætt og fór þá að hreinsa "altarið". Komum svo heim í dag 17.júní og var mjög gott veður í allan dag, sól og blíða.
M

11.06.2008 22:17

Framkvæmdir og nýjar myndir

Jæja loksins kom gröfumaðurinn kl. 1. í dag og með honum stór trailer, svo var hafist handa við að flytja stóra gosbrunnasteininn og var hann færður að furunum  og gekk það þokkalega nema hann sneri honum öfugt  en við skoðum það seinna hvað hægt er að gera í því,en fururnar þurfa að víkja á næstu árum .Svo var ráðist í steypuna og gekk vel að rífa hana upp og veggina líka þegar allt var komið á trailerinn fóru þeir eitthvað með það og áttu svo að koma með hellusand til baka en þegar hann fór að renna af pallinum fór illilega um mig því þetta var ekki sá sandur sem við vildum heldur einhverskonar grús úr Lambafelli sem þeir sögðu að væri notuð undir hellur og er það kannski allt í lagi en við ætluðum að nota sandinn líka á bak við hús þar sem skúrinn var og eitthvað víðar þannig að magnið sem var komið með dugar í nokkur plön, svo ef einhvern vantar hellusand þá bara gjörið svo vel.
Mokum meiri sand!!!!!!!!!
M

02.06.2008 11:54

Sumarið er að koma, nýjar myndir






Við fórum í dalinn um helgina en þar var aðeins byrjað á vorverkunum eins og að klippa brotnar greinar eftir snjóþungann í vetur, laga netin sem skýla sumum plöntum og Sigurgeir byrjaði aðeins að laga girðingar en við förum í það næst, annars var Hvammsbóndinn búinn að sleppa í skóginn hjá sér svo þær gætu þvælst til okkar ef lítið er í ánni. Dýralífið var skemmtilega mikið við sáum rjúpur,sandlóur, straumendur,gulendur, gæsir og álftir og svo fullt af mófuglum einnig sáum við skjótta tófu í Hvammsskógi.Fúsi og Sigga voru í sínu húsi en aðrir voru ekki í dalnum.
Settum út minkagildrurnar.
M

25.05.2008 19:58

Útskrift og nýjar myndir.

Í gær  vorum við í stúndentaútskrift hjá Aroni og var það mjög gaman, frábær matur og virkilega grand.Svo horfðum við á Eurovision í gærkveldi og fannst okkur mörg góð lög þar, við vorum samt hrifnust af dananum, okkar fólk var líka mjög flott.
Það er búið að vera frábært veður í dag sól og 15 stiga hiti og fórum við í bæinn að skoða mannlífið, Grjótaþorpið og Þingholtin svo vorum við í Ráðhúsinu þegar Dagur barna var settur og var það gaman, þar var Frú Dorit og var hún dálítið púkalega klædd en bar sig vel, flott kerling. Fórum svo í kaffi til Soffíu og var hún að baka snúða, hún er ótrúlega iðin við að nenna að vera í eldhúsinu .
Endaði svo daginn á að lesa reyfara í sólinni.
M

13.05.2008 21:41

Þá er helgin liðin, nýjar myndir (af Staðargenginu)

Í dag er búið að vera milt og gott veður þó sólarlaust væri. Ég fór með Dísu í búðir og var hún að versla sér hjól fyrir sig og Andrés og fékk hún ágætis hjól á góðu verði á Vagnhöfða 8, og verða þau send norður til þeirra. Svo fóru þau Dísa og Helgi Þór með flugi heim í eftirmiðdaginn og gekk ferðin vel.
Svo  nú tekur hversdagurinn við hjá mér á ný sem er ágætt líka.
Um helgina er búinn að vera töluverður gestagangur og var það bara mjög gaman.
M

11.05.2008 22:06

Hvítasunnudagur og mæðradagur

  • Já, það hefur borið svolítið á því undanfarið að  2 helgidagar beri upp á sama dag, mæðradagur og hvítasunnudagur í dag og 1.maí og uppstigningardagur  báru líka upp á sama dag.
    Jæja en það hefur ekkert að segja fyrir mig sem er heimahangandi.(nýyrði hjá mér)
    Það hefur verið smá gestagangur hjá okkur undanfarið en í gær komu Soffía og tengdamamma, þær systur  Valla og Ólöf komu líka að ná í Helga og fara með hann í afmæli hjá frænku þeirra.  Andrés tengdasonur kom líka um kvöldmatarleitið og  ætlan hann að vera fram á mánudag, þá fer hann með fulllestaðan flutningarbíl norður. Í dag komu Díana ,Stefán, Heiðar og Helga svo ætlaði Gunni minn og fjölskylda að koma en frestuðu því vegna anna hjá mér.Helgi Þór er orðinn góður eftir síðasta hitakast.
    Sigurgeir er búinn að vinna baki brotnu um helgina við að saga og brjóta múr og járn en við ætlum að fjarlægja steininn og nánast allt sem tilheyrir honum, steinveggi, grjót og plöntur.
    Dísa og Helgi Þór fara svo heim til Akureyrar á þriðjudaginn.
    M

  • 10.05.2008 00:04

    Vikan 5 - 9 maí 2008 og nýjar myndir.

    Þetta er nú búin að vera dálítið erfið vika en við erum með Helga Þór yngsta barnabarnið og er hann búinn að vera með mikinn hita alla vikuna eftir barnabólusetningu svo við höfum ekkert farið út fyrr en í dag. Annars er ég orðin of gömul til að vera með smábörn í svona langan tíma ,allt í lagi að fá þau lánuð einn og einn dag en ég hef ekki heilsu til að standa í svona margra sólarhringa pössun. Hann er ósköp góður greyið litla og vill vera voða góður við ömmu sína, tína út úr skápunum og sturta ceriosinu á gólfin, snakkinu og öllu sem hann nær í en lætur allt vera annarsstaðar en í eldhúsinu.
    Nú er Hvítasunnuhelgin að skella á og ætlum við að vera heima um hana.
    M

    30.04.2008 19:24

    1.maí á morgun

    Þá er bara að mæta í mótmælagöngu á morgun og vera með smá kröfur og svolítil læti svo löggan geti gasað verkalýðinn til undirgefni, því það má enginn lengur hafa skoðanir á ýmsum þáttum mannlífsins, við kjósum ráðamennina og svo halda þeir að við höfum verið að kjósa þá til að leggjast í ferðalög, er ekki viðskiptaráðherra í Tíbet núna, en til hvers er mér hulin ráðgáta? Reyndar mæli ég með því að ríkisstjórn og borgarstjórn segji af sér sem fyrst, ég kaus þessa hottintotta bæði á þing og í borg og geri þá vitleysu ekki aftur er meira að segja að spá í að segja mig úr flokknum og er þá langt gengið.Sakna DAVÍÐS!!!
    Hann hafði þó bein í nefinu til að stjórna sínum flokki og öllum hinum líka, ég held bara að hann verði að koma aftur og bjarga landi og lýð.
    M

    25.04.2008 22:00

    Sumar

    Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
    Þetta eru nú meiri lætin sem búin eru að vera undanfarið bæði hjá almenningi(mótmæli), stjórnvöldum(sem hafa alveg gleymt til hvers þau voru kjörin á þing ) og lögreglu(sem býður upp á helvítis læti með sinni framgöngu og þá aðallega sérsveitin sem ég held að sé ekki með fulla fimm). Vonandi fer nú allt að róast, sumarið að koma og ríkisstjórn að fara í sumarfrí eftir öll fínu ferðalögin með einkaþotum "von að menn séu þreyttir".
    Hjá okkur er nú lífið í nokkuð eðlilegum farvegi, Sigurgeir ákvað að lengja helgina og vinna hér heima enda af nógu að taka, ég lufsast þetta fram og til baka og geri mest lítið, en svona er lífið.
    M

    21.04.2008 18:05

    Vorið er komið,nýjar myndir

    Jæja, langt síðan maður bloggaði síðast en það er búið að vera bölvað vesen hjá stjórnendum vefsins og er enn t.d er ekki hægt að raða myndum, í gær var ekki hægt að setja inn myndir , vonandi fer þetta nú að lagast hjá 123.is.
    Helgin var frábær við fórum í dalinn á föstudagskvöldið veðrið fínt og á laugardag og sunnudag var um 9-11 ° hiti og sól.
    Farfuglarnir flykktust inn dalinn heyrðum meira segja í lóu sem er óvenju snemmt á þessum stað. Skruppum í ferð upp á heiði og fórum upp úr gryfjunum komumst á bílnum áleiðis með því að hleypa úr en snjórinn var mjög blautur og svo bara drulla ef farið var af sköflunum svo við lögðum bílnum og röltum upp að Tangavatni, það var allt ísilagt og ekkert líf fyrir ofan Fornahvamm.Alveg bongóblíða eins og myndirnar sýna m.a við árstíma. Þegar við komum heim sáum við að Kallarnir og Hafrún voru komin og kíktum í kaffisopa til þeirra svo buðu þau okkur í kvöldmat. Á sunnudeginum um hádegi hringdi Kalli í okkur og sagði að það væri tófa á lóðinni hjá sér og var hann byssulaus og myndavélarlaus svo þeir nafnarnir stugguðu henni niðureftir til okkar og ætlaði ég að skjóta hana fríhendis en það mistókst svo ég handlagaði byssunni til Sigurgeirs sem var hálfur upp á þaki og lá betur við og steindrap kvikindið, vorum með nýja tegund af skotum sem fara á 4000 fet á sek og lá skepnan áður en hvellurinn var þagnaður og hausinn af. Fúsi og Sigga voru í kaffi hjá okkur og var þeim nóg boðið og fóru úr dalnum.
    Um hina helgina vorum við á Akureyri og gistum hjá Einari Halli og Ísól, Helgi Þór var veikur svo við tókum Einar Geir með okkur og vorum með hann um helgina, annars var Malik fóstursonur Einars Halls líka veikur. Einar Hallur bauð upp á flotta steik kengúrufille alveg meiriháttar gott, en hann er mjög duglegur að elda.
    M
    Flettingar í dag: 430
    Gestir í dag: 155
    Flettingar í gær: 133
    Gestir í gær: 22
    Samtals flettingar: 343669
    Samtals gestir: 30586
    Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:08:42

    Eldra efni

    Nafn:

    María Gunnarsdóttir

    Farsími:

    8991904

    MSN netfang:

    mariabg@hi.is

    Heimilisfang:

    Ásakór 11

    Uppáhalds tónlist:

    Country, Cliff og íslenskt

    Uppáhalds matur:

    Villibráð
    clockhere

    Tenglar