Flettingar í dag: 111
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 127
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 350600
Samtals gestir: 31387
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 18:28:03

Velkomin á bloggið mitt

Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum.

16.11.2015 22:28

Rjúpnatíminn

Þá er þessum dögum lokið sem mátti veiða þetta haustið og var veður ansi risjótt og voru bara 2 góðir dagar.  Það er áberandi lítið af fugli á Vesturlandi og þurfti að hafa mikið fyrir því að ná í jólamatinn.
En þetta er alltaf jafngaman, síðasti dagurinn var albestur 10 stiga frost, bjart og logn svo maður naut náttúrunnar alveg í botn og þá er nú tilganginum náð .
emoticon María

11.08.2015 00:50

Ferðalag á vestfirði

Ég er búin að vera  ótrúlega löt að skrifa færslur á bloggið mitt, en nú fórum við vestur í Bolungarvík í brúðkaup hjá Brynju Dís  sem er bróðurdóttir bóndans og Ella Bjössa Halldórssonar sem er útgerðarmaður á Bolungarvík og ákváðum við að taka okkur 10 daga frí og ferðast svolítið um og er ég nú búin að setja inn nokkrar myndir og mun ég setja  þær inn eftir því sem tími vinst til  :)  M

22.02.2015 23:17

Ótitlað

Fórum í bíltúr í gær að Kleifarvatni í köldu en fallegu veðri , var Einar Geir með okkur og var mjög gaman. Tók nokkrar mydir.
emoticon

12.11.2013 17:49

Kaup á landi 8.nóv 2013

Það var lengi búinn að vera draumur okkar að kaupa hektarann sem húsið okkar stendur á í Sanddal, og rættist sá draumur á fimmtudaginn, þegar Hraunhamar í Hafnarfirði gekk frá kaupunum okkar.
Við vorum búin að gera nokkur tilboð meðan Lífsval var og hét en okkur var alltaf hafnað, svo talaði ég við Magnús Leopoldsson og taldi hann að vonlaust væri að gera tilboð nema fyrir milljónir svo maður gaf hann upp á bátinn.
Fór svo til Hlyns  hjá Hraunhamri og var hann alveg til í að tala við núverandi eigendur Lífsvals sem er Höldur dótturfélag Landsbankans og Jón Steingrímsson stjórnarformaður Haldar gerði okkur gagntilboð sem okkur þóttir mjög gott og alveg innan þeirra marka sem við vorum búin að gera okkur.
Svo nú erum við nýustu landeigendur í Sanddal og hafa ekki verið nýir eigendur þar síðan 1923 þegar Sanddalstungan var keypt.
Kíktum á heiðin, fengum frekar lítið og var ekki mikið af fugli en við erum komin með nóg fyrir okkur.
emoticon M

21.10.2013 00:14

Tvær helgar í október

Við vorum í Sanddalnum um síðustu helgi og þá gróf Sigurgeir fyrir Húsinu sem við ætlum að reisa þar , það verður um 10 fermetrar og er bjálkahús. Það var yndælisveður og ég setti niður um 200 lauka svo er bara að sjá hvort mýsnar éti þá alla upp núna.Annars var ekkert um að vera í dalnum nema það flugu tvær flugvélar og voru sennilega að kíkja eftir kindum nú eða bara athuga hvort menn væru nokkuð farnir til rjúpna, en það var enginn á svæðinu að ég held.
Svo fórum við í Sanddal á föstudaginn og gistum þar og héldum svo á Akureyri í fertugs afmæli Hafdísar og svo áttu Einar Geir og Helgi Þór líka afmæli og var heljarins veisla. Við fórum til baka í fallegu veðri um kvöldið í Sanddalinn.
Fórum svo Grjóthálsinn og Hesthálsinn heim á leið í blíðskapar veðri.
emoticon M

16.09.2013 20:04

Dannmörk

Við vorum í Dannmörk í viku og ferðuðumst töluvert. Fyrstu tvo dagana vorum við í Kaupmannahöf og skoðuðum mannlífið og héldum upp á afmæli Friðjóns, fórum út að borða á Hereford við tívolíið. Á mánudag tókum við bílaleigubíl og skruppum til Hróarskeldu og skoðuðum okkur um þar og fórum svo til Drageyrar og var það gaman. Á þriðjudegi fórum við ströndina áleiðis til Gilleleje, stoppuðum fyrst í  Vedbæk og fylgdumst með báti sem var að landa fiski og komu bæjarbúar með poka í hendi niður á bryggju og keyptu fisk beint úr bát og virtist það vera alveg löglegt, alla vega enginn skattmann. Síðan stoppuðum við í smá bæjunum á leið til Helsingör en þar skoðuðum við Rósenborgarkastalann, þar gátum við náð okkur í stöðumælasekt upp á  litlar 16. þúsund krónur. Svo skoðuðum við Hellebæk en þar voru við svo óheppin að einhver keyrði utan í bílinn hjá okkur og stakk af . Næst komum viðt til Hornbækog ætluðum að borga sektina en þar var enginn banki..Svo fengum við okkur að borða í Gilleleje og borguðum þar sektina. Þá var haldið til Hilleröd og Freðriksborgarhöll skoðuð, næst var Birkeröd skoðuð og fannst okkur það ótrúlega stór bær svona rétt við Köben. Enduðum svo daginn í kvöldmat heima.
Á miðvikudag var ákveðið að fara til Manar ,en eyjan Mön liggur suðaustur af Sjálandi. Þetta eru tilkomumiklir kalksteinsklettar sem mætti vel kalla Dover Danmerkur. Við þurftum að ganga niður 500 tröppur til að komast niður að sjó og eru þetta mjög fallegir klettar.
Skiluðum bílnum þennan dag.
 Fimmtudagur var tekinn í verslanaleiðangur hjá okkur Soffíu og byrjuðum við við Vesterbrugade og versluðum heilmikið þar, svo var Strikið rölt en ekki mikið verslað þar eiginlega var alltof mikið af fólki í búðunum þar. Sigurgeir og Friðjón tóku strætóbátinn og silgdu með honum fram og til baka og sáu heræfingar og lúðrasveitarhljómsveit. Hittumst svo á strikinu.
Gengum frá íbúðinni og röltum með töskurnar niður á Nýhöfn og sátum þar í sólinni fram eftir degi.
Góð ferð og gaman.
Takk félagar.
emoticon M

16.09.2013 17:53

Dannmörk

Við vorum í Dannmörk í viku og ferðuðumst töluvert. Fyrstu tvo dagana vorum við í Kaupmannahöf og skoðuðum mannlífið og héldum upp á afmæli Friðjóns, fórum út að borða á Hereford við tívolíið. Á mánudag tókum við bílaleigubíl og skruppum til Hróarskeldu og skoðuðum okkur um þar og fórum svo til Drageyrar og var það gaman. Á þriðjudegi fórum við ströndina áleiðis til Gilleleje, stoppuðum fyrst í  Vedbæk og fylgdumst með báti sem var að landa fiski og komu bæjarbúar með poka í hendi niður á bryggju og keyptu fisk beint úr bát og virtist það vera alveg löglegt, alla vega enginn skattmann. Síðan stoppuðum við í smá bæjunum á leið til Helsingör en þar skoðuðum við Rósenborgarkastalann, þar gátum við náð okkur í stöðumælasekt upp á  litlar 16. þúsund krónur. Svo skoðuðum við Hellebæk en þar voru við svo óheppin að einhver keyrði utan í bílinn hjá okkur og stakk af . Næst komum viðt til Hornbækog ætluðum að borga sektina en þar var enginn banki..Svo fengum við okkur að borða í Gilleleje og borguðum þar sektina. Þá var haldið til Hilleröd og Freðriksborgarhöll skoðuð, næst var Birkeröd skoðuð og fannst okkur það ótrúlega stór bær svona rétt við Köben. Enduðum svo daginn í kvöldmat heima.
Á miðvikudag var ákveðið að fara til Manar ,en eyjan Mön liggur suðaustur af Sjálandi. Þetta eru tilkomumiklir kalksteinsklettar sem mætti vel kalla Dover Danmerkur. Við þurftum að ganga niður 500 tröppur til að komast niður að sjó og eru þetta mjög fallegir klettar.
Skiluðum bílnum þennan dag.
 Fimmtudagur var tekinn í verslanaleiðangur hjá okkur Soffíu og byrjuðum við við Vesterbrugade og versluðum heilmikið þar, svo var Strikið rölt en ekki mikið verslað þar eiginlega var alltof mikið af fólki í búðunum þar. Sigurgeir og Friðjón tóku strætóbátinn og silgdu með honum fram og til baka og sáu heræfingar og lúðrasveitarhljómsveit. Hittumst svo á strikinu.
Gengum frá íbúðinni og röltum með töskurnar niður á Nýhöfn og sátum þar í sólinni fram eftir degi.
Góð ferð og gaman.
Takk félagar.
emoticon M

24.08.2013 01:48

Hreindýraferð 2013

Nú var haldið austur á land og gáfum við okkur  nægan tíma til að fara á hreindýr og skoða líka Austfirði sem við gerðum. En nú segi ég frá ferðinni þann 20 ág. þá var vaknað kl. 4.30 og gerðum við okkur klár og brunuðum svo inn í Hallormsstað og náðum þar í gædinn okkar Einar Axelson .Hengdum kerruna hans aftaní bílinn okkar og svo var sexhjólinu ekið upp á kerruna.
Einar ákvað strax að fara inn að Snæfelli og fórum við þangað, og fórum svo upp á Langahnjúk að athugað með dýr, eftir smástund spyr Einar okkur hvort við sjáum steina þarna úti á sléttunni eiginlega við Krossfiskavatnið jú við sáum eitthvað þar og var hann ákveðinn í að þetta væru dýr. ákváðum samt að fara upp á Bjálfa og athuga með útsýni þar, en þá var svo mikið rokið að við sáum ekkert enda þurftum við að ganga frá asnalegu bílaplani og fram á brún til að reyna að sjá,¨ ekki hefði ég boðið öldruðum eða fótafúnum að fara þessa leið í stórgrýtinu¨, held að þessir  þjóðgarðsverðir verði að fara að endurskoða allar sínar áætlanir .Eða gengur ekki jafnt yfir alla í svona þjóðgörðum? Það ætti að hafa plönin þannig að allir komist með sínu farartæki fram á brún, eða er þetta bara fyrir fótgangandi  fólk úr 101.
Næst ætluðum við að fara gamlan slóða niður að skálanum við Sauðána en þar var búið að setja kerru fyrir og tikynna lokun tímabundið vegna bleitu sem var í vor, löngu þornuð.

Forðuðum okkur í snarhasti úr þessum Þjóðgarði og fórum upp að Hálsalóni og ókum svo eftir vegi Landsvirkjunar, sáum dýrin mjög fljótlega aftur og fórum að reyna að nálgast þau, en þau lágu öll nema ein belja sem var á útkíkkinu svo lagði hún sig líka svo við skriðum af stað og fórum svona 2 kílómetra og vorum komin í þokkalegt færi svona frá 170 til 200 metra, það var hífandi rok og -1 í frosti.
Við biðum þarna í ca 1 til 2 tíma og stóð eitt og eitt dýr upp öðrukvoru, en svo reis upp belja sem mér leist vel á og sendi  ég henni eitt skot og féll hún steindauð til jarðar, þessi hópur sem hún var í hefur verið svona 140-160 dýr, Svo förum við að gera að dýrinu og koma því niður í bíl, sjáum við þá ekki .4-600 dýra hóp sem stefndi bara á Hálsalónið og það voru að koma þarna strákar til að fara í þessa hópa. Allt búið hjá okkur um hádegi og stefnan tekinnt il Hjartar í Skóghlíð.

Fín ferð og góður gæd.
emoticon M

05.08.2013 22:56

Verslunarmannahelgi 2013

Fórum í Sanddalinn á föstudag og var fallegt veður þegar við komun og vorum við að vinna fram eftir kvöldi en á laugardag var komið hífandi rok en en ágætis veður samt.
Sigurgeir kláraði vegginn sem eftir var og gerði síðan göngustíg á bak við hús það þurfti að flytja grjót og stinga upp torf og setja möl í og er orðið mjög fínt. ég flutti nokkrar birkiplöntur sem voru búnar að sá sér hjá rósunum mínum og fór ég með þær upp í holt og ætla að athuga hvort þær plummi sig þar, en hætt er við að rollan éti þau.
Á sunnudag fórum við að Erpstöðum og ætluðum að kaupa kjöt hjá bónda en ekkert var kjötið til og litlar upplýsingar að fá hjá erlendri afgreiðslustúlku sem kunni ekki eitt orð á íslensku.
Fórum svo Haukadalinn og að Eiríksstöðum og svo yfir Haukadalsskarðið og var vegurinn bara fólksbílafær, mikið búið að laga hann.
Bæði sunnudag og mánudag var rok og skítakuldi fór í 4°.
emoticon M


28.07.2013 22:58

Þjórsárdalurinn

Við ákváðum að skella okkur í dagsferð í Þjórsárdalinn á laugardagsmorgni og fórum Nesjavallaleiðin og brást hún ekki, mjög falleg, flott veður .
Byrjuðum á að skoða Hjálparfossa og eru þeir ótrúlega fallegir og fólk var að sulla og baða sig þar en þeir eru í Fossá rétt við Búrfellsvirkjun..
Fórum svo og skoðuðum Gjána en hún er fyrir ofan Stöng í á sem heitir Rauðá og er umhverfið bara hreint frábært og fegurðin ólýsanleg, eyddum við tíma fram eftir degi þar og var mikið myndefni .
Næst ákváðum við að keyra upp á Búrfell  sem er 670 metra hátt og gekk það vel þó efsta brekkan væri brött og laus í sér. Skoðuðum okkur þar um í smá tíma .
Ætluðum svo að skoða laug sem Sigurgeir hafði heyrt af en fórum eftir landakorti og var það ekki réttara en það að við keyrðun inn með Sandá og yfir hana upp í fjöllin og fundum þar fjallakofa sem heitir Klettur. Fórum svo til baka og fórum hinn afleggjarann og komum þá að Reykholtslaug sem ekki er í notkun en hefur samt verið töluverðu til kostað í hana, heyrði að starfsmenn í Búrfellsvirkjun hafi gert hana á sínum tíma og er hún dálítið sérstök fyrir það að hún er aflýðandi frá öllum bökkum og sennilega hentug fyrir hjólastólafólk. En nú er þetta allt í niðurníðslu.Þegar við vorum þarna stödd gerði alveg hrikalegar þrumur en engar eldingar.
Fórum svo Lyngdalsheiðina til Þingvalla og vorum þar fram eftir kvöldi .Komum heim um miðnætti.
emoticon M

25.07.2013 23:13

Jílí 2013

Við höfum verið dugleg að fara upp í bústað og fengið mjög góð veður þar í þessum mánuði.
Erum búin að smíða pall við suðurenda hússins , slá og gróðursetja.
En hér í bænum var bara rigning fram að 21. júlí en þá kom blíða og er maður búinn að njóta hennar.
Fór með Soffíu mágkonu í göngu upp að steini í Esjunni, en ég held að ég sé með einhverja esjuveiki því þegar ég er komin í 100 metrana byrjar mig að svima og er þannig alla leið upp að steini og er lítið betri á niðurleið.
emoticon M

23.06.2013 20:47

Sumarið komið

Þá kom sumarið loks til okkar þegar við fórum upp í bústað 11.júní og vorum við þar í 5 daga í einmuna blíðu. Næst var ferð 20.júní í Borgarfjörðinn með Lífeyrisdeild SFR og var mjög gaman.  Þetta var 130 manna hópur og fórum við fyrst í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðaströnd svo var farið í Borgarnes og söfnin þar skoðuð, borðuðum nestið okkar að Fossatúni , siðan lá leiðin að Deildartunguhver, svo í Reykholt og næst í Húsafell og spilaði Páll þar á steinpíanóið, svo var farið að Háafelli og geiturnar skoðaðar, síðan bauð SFR okkur í mat í Munaðarnes. Komum heim um kl. 22.00
Núna um helgina fórum við í Þórsmörk, Fljótshlíðina og komum við á Eyrabakka, góður dagur.
Nú bíður maður eftir næstu helgi.
emoticon M

22.04.2013 22:59

Allt að lagast

Nú er Einar Geir kominn heim af spítalanum og hefur það sæmilegt, að vísu með töluverðan höfuðverk og verður svo í einhverjar vikur, stefnan er tekin á heimferð á miðvikudag og gengur vonandi vel.
emoticon M

20.04.2013 20:54

Aðgerðin á Einari Geir tókst mjög vel og ekkert óvænt kom uppá þannig að hann gæti komið heim á morgun og farið keyrandi norður á þriðjudag, því hann má ekki fljúga, svo er bara að sjá til hvernig framhaldið verður og vonandi gengur allt vel. Spurning hvort hann geti haldið áfram í fótboltanum.
En senn fer þesari annasömu viku að ljúka, svo fer maður í dalinn og slakar á.
Vorið á næsta leiti.
emoticon M

17.04.2013 13:03

Norðanfólk

Nú er Dísa og fjölskylda hjá okkur þar sem Einar Geir þarf að fara í heilauppskurð vegna vökva sem safnast fyrir í höfðinu á honum og halda læknarnir að hægt sé að lagfæra það með því að víkka út frárennslisrásina úr höfðinu og er það töluvert mikil aðgerð sem er frekar hættuleg, en vonandi gengur allt vel. Förum í dag og hittum lækninn og verður þá ákveðinn dagur til aðgerðar.
Að öðru leiti er allt gott að frétta, ég bíð eftir að komast í skotpróf fyrir hreindýraveiðina en ég fékk úthlutað kú á svæði tvö.
emoticon M
Flettingar í dag: 111
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 127
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 350600
Samtals gestir: 31387
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 18:28:03

Eldra efni

Nafn:

María Gunnarsdóttir

Farsími:

8991904

MSN netfang:

mariabg@hi.is

Heimilisfang:

Ásakór 11

Uppáhalds tónlist:

Country, Cliff og íslenskt

Uppáhalds matur:

Villibráð
clockhere

Tenglar