Það var lengi búinn að vera draumur okkar að kaupa hektarann sem húsið okkar stendur á í Sanddal, og rættist sá draumur á fimmtudaginn, þegar Hraunhamar í Hafnarfirði gekk frá kaupunum okkar.
Við vorum búin að gera nokkur tilboð meðan Lífsval var og hét en okkur var alltaf hafnað, svo talaði ég við Magnús Leopoldsson og taldi hann að vonlaust væri að gera tilboð nema fyrir milljónir svo maður gaf hann upp á bátinn.
Fór svo til Hlyns hjá Hraunhamri og var hann alveg til í að tala við núverandi eigendur Lífsvals sem er Höldur dótturfélag Landsbankans og Jón Steingrímsson stjórnarformaður Haldar gerði okkur gagntilboð sem okkur þóttir mjög gott og alveg innan þeirra marka sem við vorum búin að gera okkur.
Svo nú erum við nýustu landeigendur í Sanddal og hafa ekki verið nýir eigendur þar síðan 1923 þegar Sanddalstungan var keypt.
Kíktum á heiðin, fengum frekar lítið og var ekki mikið af fugli en við erum komin með nóg fyrir okkur.
M