Þá kom sumarið loks til okkar þegar við fórum upp í bústað 11.júní og vorum við þar í 5 daga í einmuna blíðu. Næst var ferð 20.júní í Borgarfjörðinn með Lífeyrisdeild SFR og var mjög gaman. Þetta var 130 manna hópur og fórum við fyrst í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðaströnd svo var farið í Borgarnes og söfnin þar skoðuð, borðuðum nestið okkar að Fossatúni , siðan lá leiðin að Deildartunguhver, svo í Reykholt og næst í Húsafell og spilaði Páll þar á steinpíanóið, svo var farið að Háafelli og geiturnar skoðaðar, síðan bauð SFR okkur í mat í Munaðarnes. Komum heim um kl. 22.00
Núna um helgina fórum við í Þórsmörk, Fljótshlíðina og komum við á Eyrabakka, góður dagur.
Nú bíður maður eftir næstu helgi.
M