Velkomin á bloggið mitt Hér verður svona sitt lítið af ýmsum áhugamálum mínum. |
|
30.10.2012 21:24RjúpanÞá er maður búin að fara til rjúpna í fyrsta sinn á þessu ári. Fyrsti dagur var fallegur og kaldur, ákváðum að fara um mínar heimaslóðir og ókum áleiðis, svo var rölt um heiðarlöndin í nokkra klukkutíma. Sáum ekki mjög mikið af fugli, vorum að tína upp eina og eina og tvær og fimm og svona, enduðum í 10 fuglum. Sáum svo einn hóp svona 30 fugla á hraðflugi seinnipartinn og hvarf hann okkur sjónum. Á öðrum degi nenntum við ekki að fara vegna rigningar og þoku.Þriðja daginn kíktum við á heiðina og sáum engan fugl. Það voru nokkuð margir sem fóru frá mastrinu og gengu bæði suður heiði og norður en fáir skothvellir. Þeir menn sem við hittum sögðust ekki hafa séð mikið af fugli og voru menn að tala um 1 til 8 fugla. Undanfarin ár sýnist okkur hafa verið gengið mjög nærri rjúpnastofninum á Vesturlandi og hefur Holtavörðuheiðin verið mjög auglýst bæði í fjölmiðlum og blöðum og ef fer sem horfir verður hann sjálfsagt útdauður þar, þá líklega opnar FRÚ umhverfisráðherra aðgengi að Landnámi Ingólfs og lætur skipulega drepa stofninn þar eins og hún er búin að gera á Vestulandi. Frá því að þessi stýring á veiðum tók gildi tel ég að sportveiði sem slík hafi verið lögð af, það sem ég sakna er ekki magnveiðin heldur sportið að geta farið þegar mér hentar og þangað sem mér hentar en ekki láta smala öllum veiðimönnum á Holtavörðuheiði Bröttubrekku og almennt Vesturlandið. Hitti þrjá unga menn á Sunnudag og fórum við að spjalla og kom þá í ljós að þetta voru Húsvíkingar með tvo veiðihunda og sögðu þeir að það væri lítill fugl á heimaslóðum en höfðu heyrt að það væri mikill fugl á Holtavörðuheiði!!!!! Á þeim 35 árum sem ég hef gengið til rjúpna hef ég aldrei séð jafn lítið af fugli og í ár . Það er sjálfsagt að hafa sölubann og biðja veiðimenn að veiða hóflega en á lengri tíma t.d tvo mánuði. Það er alveg galið að senda 2-3000 manns upp til heiða jafnvel í vondum veðrum til ná sér í jólamatinn og tel ég það ekki vera umhverfisráðherra að þakka að enn hefur ekki orðið slys, en ef svo færi mætti hún hugsa sig um. Flettingar í dag: 100 Gestir í dag: 45 Flettingar í gær: 127 Gestir í gær: 51 Samtals flettingar: 350589 Samtals gestir: 31385 Tölur uppfærðar: 3.12.2024 18:01:30 |
Eldra efni
Nafn: María GunnarsdóttirFarsími: 8991904Tölvupóstfang: mariagunnars@gmail.comMSN netfang: mariabg@hi.isHeimilisfang: Ásakór 11Uppáhalds tónlist: Country, Cliff og íslensktUppáhalds matur: Villibráðclockhere Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is