Fórum í dalinn á fimmtudagskvöldið. Það var fallegt veður á fyrsta degi, lítill snjór, vorum á austurheiðinni þann daginn sáum nokkra arfastygga fugla en náðum þremur .Okkur fannst ekki mikið skotið á heiðinni miða við að það voru 36 bílar vitt og breitt um heiðina svo sennilega hafa verið minnst 60 manns á veiðum, en oft var skotið 3 - 5 skotum í einni bendu svo sennilega hafa flestir lent á henni styggri.
Á laugardag var mjög hvasst og slydda sáum 50 - 60 fugla ekki síður stygga en fyrri daginn en gekk sæmilega. Kíktum svo í Búrfellsdalina og fylltum þar kvótann eða þannig.
Nú vantar frost, stillu og meiri snjó, þá verður gaman að skjóta á nokkrar myndir eða þannig.
M