Við fórum til Akureyrar í júní og áttum þar góða daga yfir hvítasunnuna, fórum að skoða fuglasafnið í Mývatnssveitinni og var það gaman, við fórum einn dag út á skotsvæði Akureyringa þar sem Einar Hallur var að æfa sig fyrir hreindýrið í haust og var hann vel hittinn og svæðið alveg ágætt.
Svo fórum við Héðinsfjarðargöngin til Siglufjarðar, flott göng en Héðinsfjörðurinn var nú ekki spennandi enda rok og rigning, fengum svo betra veður þegar við komum til Hofsós.
Vorum svo í nokkra daga upp í bústað í góðu yfirlæti.
Veðrið er búið að vera gott hér heima það sem af er júlí, sjáum svo til hvað við gerum meira.
M