Við fórum út að keyra á Sjómannadaginn og byrjuðum í Hafnarfirði, þar voru hobby skipstjórar með bátana sína á Læknum og var gaman að fylgjaast með þeim, svo var aðeins kíkt við á höfninni og var töluvert af fólki þar. Svo fórum við Vatsleysuströndina og komum við á golfvellinum og var Stefán að spila þar við einhverja eðal frú!!!!
Fórum svo í kaffi til Díönu og var þar boðið upp á pönnukökur og kráserí.
Í vikunni fórum við með jeppann í undirvagns ryðvörn svo okkur liði nú svolítið betur en hann var að farinn að ryðga svolítið, skil ekki afhverju er hætt að ryðverja nýja bíla nú til dags.
Búin að hlaða 100 skot fyrir sumarið vona að það dugi eitthvað frameftir árinu eða fram að hreindýri.
Svo er bara að bíða eftir sumrinu, en það éljaði aðeins í dag.
M