Í gær fékk ég tuttuguþúsundasta gestinn minn inn á síðuna og þakka ég fyrir það.
Við vorum í Sanddalnum um helgina og fengum þokkalegt veður en fremur svalt, við settum niður nokkur tré, Reyni, Silfurreyni, gljámispil, kvist og berjarunna.
Settum vatnsdæluna við og vonum að ekki frysti mikið á næstu dögum.Svo voru svona hefðbundin verk sem unnin eru á hverju vori, bóndinn kíkti á girðingarnar og ég gerði vor hreingerninguna.
Það var mikið fuglalíf í dalnum við sáum álftir, gæsir,endur, rjúpur, spóa, lóu, hrossagauk og fullt af smáfuglum, en krummi og máfurinn voru nú komnir aðeins á stjá svo þá verða nú afföll af ungunum, en svona er lífskeðjan. Gróðurinn er allur að springa út og virðist koma vel undan vetri.
Það er töluverður snjór í fjöllum hjá okkur svo vonandi verður nóg vatn í sumar.
M