Á laugardaginn fórum við í bíltúr um í gegnum Krísuvík og nýja suðurstrandaveginn og þegar við komum að sjónum fór að létta til og fengum við hið fallegasta veður og 10 stiga hita. Fengum okkur nesti í Herdísarvíkinni og var fuglalífið mikið þar, fórum svo um byggðina þar sem Gata heitir og að Strandakirkju og er hún mjög falleg og vel við haldin enda sennilega ríkasta kirkja landsins, hú var opin og mjög falleg að innan.
Hleðslurnar kring um hana eru alveg magnaðar. Í litla bæjarkjarnanum sem er þarna eru bæjir sem heita Þorkelsstaðir I og II, þar er uppi skilti sem stendur á ¨Free Camping¨og virðist það vera svona lítið samfélag með vísir að gróðurhúsi og svolítið draslaralegt. Svo var farið í Hveragerði og versluð blóm hjá Ingibjörgu og eru þau bæði fallegri og mun ódýrari en hér í bænum, á Lobeliunni munar 1000 kr á st svo það borgar sig að keyra þangað þó olían sé dýr. Á sunnudag kíktum við í kaffi til Soffíu og Friðjóns, þar fengum við kaffi og nýbakaðar vöfflur.
Bara góð helgi.
M