Tengdamóðir mín Guðrún Karlsdóttir er látin og fór útförin hennar fram á mánudag 11.apríl og var það mjög falleg útför, Sigurður Jónsson prestur í Ásprestakalli sá um hana ásamt öðru góðu fólki.
Karlakór Fóstbræðra sá um tónlistina sem var afar falleg, flott rödduð og glæsileg og alveg í anda Rúnu, enda var hún styrktarmeðlimur þessa kórs.
Það er alltaf að fækka í hópnum sem er á þessum aldri og nú er mamma ein eftir af þeim nánustu, en dauðinn er það eina sem við getum verið viss um að vitjar okkar allra.En þeir sem eru á þessum aldri 80 -90 ára er ein sterkasta kynslóð sem uppi hefur verið og fáir lifað jafn miklar breytingar í heiminum, sem þau.
Þau voru alin upp í torfkofum og engin tækni og yfeirleitt bara vinna,vinna og vinna meir.
Svona er þetta nú bara.
M