Ég fór með skólafélögum og Vigfúsi kennara í útimyndatökur í Krísuvík á laugardag og fengum við frábært veður eða eins og það gerist best á þessum árstíma, heiðskýrt, sól og logn, ég hef sjaldan séð himininn jafn bláann.
Í dag fórum við upp í Þormóðsdal og Hafravatnshringinn og það var frekar leiðinlegt skyggni, allt svona grámóskulegt svo ég tók engar myndir þar.
Kíktum svo í kaffi til Soffíu og Friðjóns í pönnsur og eplapæ, svo þegar við komum heim birtust Erlingur, Þuríður og dætur, svo ég bakaði vöfflur og svoleiðis.
Svo er mamma búin að fá inni á DAS í 6 vikur, bara gott mál
M