Það hefur verið nóg að gera upp á síðkastið, helgina 20 ág fórum við í Dalinn og var Karl Hallur gerður að Sanddalsgoði með víking og öllu tilheyrandi. Við kíktum í gæs og var ekkert flug á svæðinu, fengum samt 2 fugla.Núna um síðustu helgi vorum við á Akureyri og var verið að skíra yngsta barnabarnið og fékk hann nafnið Davíð Már, svo var veisla með þvílíkum kökum og gummilaði, fórum og skoðuðum Menningarhúsið Hof og er þetta glæsileg bygging, svo var tískusýning og húllum hæ í Gilinu og göngugatan full af fólki. Á sunnudag fórum við í kaffi til Einars og Ísólar áður en við lögðum af stað heim á leið og fórum við Þverárfjallið og var skítaveður þar , en fór svo batnandi eftir því sem sunnar dró, kíktum við í bústaðnum og var gott veður þar að vanda, komum svo í bæinn um kvöldmatarleytið.
M