Við fórum í dalinn um helgina og fengum gott veður allt upp í 23° í forsælu en það var sólarlítið.
Á laugardeginum dældi Sigurgeir vatni í karið annars er vatnsbúskapurinn orðinn frekar lítill á þessum slóðum, nóg af laxi í hylnum en hann hreyfir sig lítið enda áin 13° heit, svo þurfti að skipta út fúa spýtu og þvo öskuna af pallinum. Kalli og Hafrún komu í mat til okkar og svo birtust Soffía og Friðjón og var glatt á hjalla, en svo fóru þau heim seinna um kvöldið. Á sunnudeginum fórum við upp á heiði og vorum bara svona að fylgjast með dýralífinu, ákváðum svo að fara upp að skotsteinavatni og prufa einn riffilinn, þá voru þar fyrir Jónatan og Jón félagi hans og voru þeir að stilla sína riffla inn fyrir hreindýraferð.
Við ákváðum svo að sjá hvað við kæmumst langt upp frá Fornahvammsmúla og komumst við inn fyrir Sátu, en þurrkarnir hafa verið svo miklir að allar mýrar eru þurrar, þar var fjörugt fuglalíf, álftir, endur og gæsir. Við höfum einu sinni áður farið á bíl upp í Sátuna en þá áttum við Súkku og fórum við þá upp og yfir Tröllakirkju á snjó um allt þetta svæði keyrðum upp í Sátuna og komum niður Sandinn og var það árið 2002.
M